Fréttablaðið - 18.03.2007, Page 80

Fréttablaðið - 18.03.2007, Page 80
FRUMSÝND 16. MARS 9. HVE R VINNU R! SENDU SMS J A JA SMF Á NÚMERIÐ 1 900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ MIÐA FYRIR T VO! VINNINGAR ER U BÍÓMIÐAR, DV D MYNDIR OG M ARGT FLEIRA Vinningar verða afhendir hjá BT Smáralind. Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 99 kr/skeytið. Iceland Express deild karla DHL deild kvenna Lengjubikar karla KR-ingar eru ekki á leiðinni í sumarfrí, það sýndu þeir með sannfærandi 87-78 sigri á ÍR-ingum í Seljaskólanum í gær. KR-liðið kom einbeitt og ákveðið til leiks og fyrsti leikhlutinn var Breiðhyltingum afar erfiður. KR vann hann 22-9 og ÍR-ingar voru með 8 tapaða bolta og aðeins tvær körfur fyrstu 10 mínútur leiksins. KR-ingar náðu mest 23 stiga for- skoti í öðrum leikhluta og voru í bílstjórasætinu út leikinn þótt ÍR- ingar hafi fundið baráttuandann í leikhléi. Það er erfitt að taka einhvern út úr KR-liðinu í gær, allir leikmenn liðsins lögðu sitt af mörkum og sjö leikmenn skoruðu á bilinu 8 til 16 stig. Pálmi Freyr Sigurgeirsson var stigahæstur og hélt auk þess Eiríki Önundarsyni í 4 stigum, Tyson Patterson stjórnaði spili liðsins af skynsemi og öryggi, Jer- emiah Sola skilaði sínu og ungu strákarnir, Brynjar Þór Björns- son og Darri Hilmarsson, áttu frá- bæra innkomu af bekknum, skor- uðu saman 23 stig og nýttu 9 af 12 skotum sínum. Benedikt Guðmundsson, þjálf- ari KR var líka sáttur í leikslok. „Það reyndi virkilega á karakt- erinn í liðinu og að liðið þurfti að koma sterkara andlega til leiks. Við vorum í þannig stöðu að ann- aðhvort komum við svona og tókum þetta eða við vorum hætt- ir í vetur. Ég var alltaf bjartsýnn á að við kæmum til baka,“ sagði Benedikt. „Við komum öllum inn í leikinn, vorum að ógna allstaðar og fund- um þetta jafnvægi í sókninni sem við höfum verið að leita að upp á síðkastið. Það vita allir að við erum að keppa við frábært lið sem getur unnið öll liðin í deildinni. Við þurfum að eiga okkar bestu leiki til þess að vinna ÍR. Staða þeirra í deildinni segir ekkert til um styrk liðsins og þetta er búið að vera eitt besta liðið síðustu tvo mán- uði. Lykillinn hjá okkur er að eiga toppleiki annars förum við ekk- ert framhjá svona góðu liði,“ sagði Benedikt. ÍR-ingar virtust yfirspenntir og hræddir í upphafi leiks og létu ákveðna KR-inga valta yfir sig í upphafi leiks. Þeir jöfnuðu sig en þá var það orðið of seint. „Við gáfum frá okkur leikinn í 1. leikhluta. Þeir komu ákveðnir og spiluðu góða vörn á okkur og við bökkuðum. Þeir unnu þennan leik á góðri vörn. Við vorum að berjast í seinni hálfleik en það er erfitt að koma til baka þegar þú ert kominn 24 stig undir,“ sagði Keith Vassell sem var í algjörum sérflokki í liði ÍR með 22 stig og 9 fráköst. „Við erum enn fullir sjálfs- trausts og það hefur ekkert breyst. Þetta kemur til með að ráðast af því hvort liðið er tilbú- ið að berjast meira og einbeita sér að því að vinna leikinn. Bæði lið eru nú með bakið upp við vegginn; þeir þurfa að vinna af því að þeir eru að spila gegn liðinu í 7. sæti og við þurfum að vinna af því að við ætlum okkur að verða Íslands- meistarar,” sagði Keith eftir leik- inn í gær. KR-ingar tryggðu sér oddaleik með sannfærandi 78-87 útisigri á ÍR-ingum í Seljaskóla í gær. Sjö leikmenn KR skoruðu átta stig eða fleiri í leiknum. Birgir Leifur Hafþórsson atvinnukylfingur úr GKG lék á 72 höggum á þriðja keppnisdegi TCL Classic golfmótisins á Hain- an eyju í Kína og er í 47.-55. sæti fyrir lokahringinn á sex höggum undir pari. Púttin voru að stríða Birgi Leifi en hann fékk tíu pör, fjóra fugla og fjóra skolla á hringnum en hann missti nokkur stutt pútt fyrir pari og hefði því hæglega getað gert enn betur. - Birgir á parinu á þriðja degi Ágætur árangur náðist á Ís- landsmeistaramótinu í 50 metra laug í gær. Kvennasveit Ægis setti Íslandsmet í 4x200m skrið- sundi á tímanum 8:49,13 mín. Olga Sigurðardóttir, Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir, Jóhanna Gerða Gústafsdóttir og Auður Sif Jóns- dóttir syntu fyrir sveitina. Erla Dögg Haraldsdóttir ÍBR var aðeins 32/100 sek. frá 15 ára gömlu Íslandsmeti Ragnheiðar Runólfsdóttur í 50 metra bringu- sundi kvenna. Í sömu grein karla var Jón Oddur Sigurðarson KR aðeins 10/100 sek. frá Íslandsmeti Jakobs Jóhanns Sveinssonar. Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir virðist vera að nálgast sitt gamla form en hún var aðeins hálfri sek- úndu frá eigin Íslandsmeti í 50m flugsundi. Kvennasveit Ægis með met Kobe Bryant fór á kostum þegar Los Angeles Lakers vann loks eftir sjö ósigra í röð í fyrrinótt þegar liðið lagið Port- land Trail Blazers, 116-111, í framlengdum leik. Svo virðist sem Bryant hafi fengið sig fullsaddan á slöku gengi liðsins og ákveðið að grípa til sinna ráða. Bryant skoraði 65 stig í leiknum en hann hefur einu sinni skorað meira, 81 stig gegn Toronto á síðasta tímabili. - Kobe Bryant með 65 stig Snæfellingar slógu Keflavík út úr átta liða úrslitum í úrslitakeppni Iceland Express deildar karla með 89-103 sigri í bráðskemmtilegum leik í Slátur- húsinu í Keflavík í gær. Snæfell vann því einvígið 2-0 og er fyrsta liðið sem kemst í undanúrslitin í ár. Það varð strax ljóst í upphafi leiks að Snæfell ætlaði sér að selja sig dýrt og helst klára einvígið í Sláturhúsinu. Mikill hraði var í upphafi og skiptust liðin á að setja niður hverja þriggja stiga körfuna af fætur annarri. Keflvíkingar höfðu þó undirtökin í fyrsta leik- hluta og leiddu 27-24, vel studd- ir af Joe Drummer og trommu- sveitinni. Áfram hélst sami hraði í öðrum leikhluta og ætluðu Kefl- víkingar svo sannarlega að sanna sig fyrir sjálfum sér og öðrum að liðið væri ekki sprungið á limm- inu. Snæfellingar jöfnuðu leik- inn þegar leikhlutinn var hálfn- aður í 37-37 voru til alls líklegir. En heimamenn voru vel einbeittir og sýndu mikinn karakter á þess- um kafla enda ekki ásættanlegt að tapa á heimavelli svona snemma í úrslitakeppninni. Gestirnir áttu svo góðan sprett undir lok ann- ars leikhluta og staðan því 46-50 í hálfleik. Bæði lið voru vel meðvituð um mikilvægi leiksins í upphafi þriðja leikhluta og var baráttan allsráð- andi hjá báðum liðum. Síðustu mínútur þriðja leikhluta voru eign Snæfellinga frá A-Ö. Liðið náði 14 stiga forskoti og leiddi 65-79 þegar síðasti leikhlutinn hófst. Það var ekki mínúta liðin af fjórða leikhluta þegar Keflavík var búið að minnka forskot gestanna í 9 stig og tók því Snæfell leikhlé hið snarasta. Þegar mínútur voru eftir af leiknum var staðan 77-83 og spennan orðin all- veruleg. Snæfell herti tökin á þess- um kafla og náði 13 stiga forskoti, 80-93, þegar rúmar 3 mínútur voru eftir. Leikmenn Snæfells léku svo á alls oddi undir lokinn og tryggðu sér sigur gegn Keflavík 89-103. Sigurður Þorvaldsson var sátt- ur í leikslok. „Ég vissi vel að þetta yrði erfitt og sannkallað stríð. En ég hafði alveg eins á tilfinning- unni að við myndum vinna 2-0 því Keflavík hafa verið í vandræðum með kana og meiðsli. Nú er bara að bíða og sjá hverja við fáum og við hlökkum bara til.“ Snæfell fyrsta liðið inn í undanúrslitin

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.