Fréttablaðið - 18.03.2007, Síða 80

Fréttablaðið - 18.03.2007, Síða 80
FRUMSÝND 16. MARS 9. HVE R VINNU R! SENDU SMS J A JA SMF Á NÚMERIÐ 1 900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ MIÐA FYRIR T VO! VINNINGAR ER U BÍÓMIÐAR, DV D MYNDIR OG M ARGT FLEIRA Vinningar verða afhendir hjá BT Smáralind. Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 99 kr/skeytið. Iceland Express deild karla DHL deild kvenna Lengjubikar karla KR-ingar eru ekki á leiðinni í sumarfrí, það sýndu þeir með sannfærandi 87-78 sigri á ÍR-ingum í Seljaskólanum í gær. KR-liðið kom einbeitt og ákveðið til leiks og fyrsti leikhlutinn var Breiðhyltingum afar erfiður. KR vann hann 22-9 og ÍR-ingar voru með 8 tapaða bolta og aðeins tvær körfur fyrstu 10 mínútur leiksins. KR-ingar náðu mest 23 stiga for- skoti í öðrum leikhluta og voru í bílstjórasætinu út leikinn þótt ÍR- ingar hafi fundið baráttuandann í leikhléi. Það er erfitt að taka einhvern út úr KR-liðinu í gær, allir leikmenn liðsins lögðu sitt af mörkum og sjö leikmenn skoruðu á bilinu 8 til 16 stig. Pálmi Freyr Sigurgeirsson var stigahæstur og hélt auk þess Eiríki Önundarsyni í 4 stigum, Tyson Patterson stjórnaði spili liðsins af skynsemi og öryggi, Jer- emiah Sola skilaði sínu og ungu strákarnir, Brynjar Þór Björns- son og Darri Hilmarsson, áttu frá- bæra innkomu af bekknum, skor- uðu saman 23 stig og nýttu 9 af 12 skotum sínum. Benedikt Guðmundsson, þjálf- ari KR var líka sáttur í leikslok. „Það reyndi virkilega á karakt- erinn í liðinu og að liðið þurfti að koma sterkara andlega til leiks. Við vorum í þannig stöðu að ann- aðhvort komum við svona og tókum þetta eða við vorum hætt- ir í vetur. Ég var alltaf bjartsýnn á að við kæmum til baka,“ sagði Benedikt. „Við komum öllum inn í leikinn, vorum að ógna allstaðar og fund- um þetta jafnvægi í sókninni sem við höfum verið að leita að upp á síðkastið. Það vita allir að við erum að keppa við frábært lið sem getur unnið öll liðin í deildinni. Við þurfum að eiga okkar bestu leiki til þess að vinna ÍR. Staða þeirra í deildinni segir ekkert til um styrk liðsins og þetta er búið að vera eitt besta liðið síðustu tvo mán- uði. Lykillinn hjá okkur er að eiga toppleiki annars förum við ekk- ert framhjá svona góðu liði,“ sagði Benedikt. ÍR-ingar virtust yfirspenntir og hræddir í upphafi leiks og létu ákveðna KR-inga valta yfir sig í upphafi leiks. Þeir jöfnuðu sig en þá var það orðið of seint. „Við gáfum frá okkur leikinn í 1. leikhluta. Þeir komu ákveðnir og spiluðu góða vörn á okkur og við bökkuðum. Þeir unnu þennan leik á góðri vörn. Við vorum að berjast í seinni hálfleik en það er erfitt að koma til baka þegar þú ert kominn 24 stig undir,“ sagði Keith Vassell sem var í algjörum sérflokki í liði ÍR með 22 stig og 9 fráköst. „Við erum enn fullir sjálfs- trausts og það hefur ekkert breyst. Þetta kemur til með að ráðast af því hvort liðið er tilbú- ið að berjast meira og einbeita sér að því að vinna leikinn. Bæði lið eru nú með bakið upp við vegginn; þeir þurfa að vinna af því að þeir eru að spila gegn liðinu í 7. sæti og við þurfum að vinna af því að við ætlum okkur að verða Íslands- meistarar,” sagði Keith eftir leik- inn í gær. KR-ingar tryggðu sér oddaleik með sannfærandi 78-87 útisigri á ÍR-ingum í Seljaskóla í gær. Sjö leikmenn KR skoruðu átta stig eða fleiri í leiknum. Birgir Leifur Hafþórsson atvinnukylfingur úr GKG lék á 72 höggum á þriðja keppnisdegi TCL Classic golfmótisins á Hain- an eyju í Kína og er í 47.-55. sæti fyrir lokahringinn á sex höggum undir pari. Púttin voru að stríða Birgi Leifi en hann fékk tíu pör, fjóra fugla og fjóra skolla á hringnum en hann missti nokkur stutt pútt fyrir pari og hefði því hæglega getað gert enn betur. - Birgir á parinu á þriðja degi Ágætur árangur náðist á Ís- landsmeistaramótinu í 50 metra laug í gær. Kvennasveit Ægis setti Íslandsmet í 4x200m skrið- sundi á tímanum 8:49,13 mín. Olga Sigurðardóttir, Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir, Jóhanna Gerða Gústafsdóttir og Auður Sif Jóns- dóttir syntu fyrir sveitina. Erla Dögg Haraldsdóttir ÍBR var aðeins 32/100 sek. frá 15 ára gömlu Íslandsmeti Ragnheiðar Runólfsdóttur í 50 metra bringu- sundi kvenna. Í sömu grein karla var Jón Oddur Sigurðarson KR aðeins 10/100 sek. frá Íslandsmeti Jakobs Jóhanns Sveinssonar. Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir virðist vera að nálgast sitt gamla form en hún var aðeins hálfri sek- úndu frá eigin Íslandsmeti í 50m flugsundi. Kvennasveit Ægis með met Kobe Bryant fór á kostum þegar Los Angeles Lakers vann loks eftir sjö ósigra í röð í fyrrinótt þegar liðið lagið Port- land Trail Blazers, 116-111, í framlengdum leik. Svo virðist sem Bryant hafi fengið sig fullsaddan á slöku gengi liðsins og ákveðið að grípa til sinna ráða. Bryant skoraði 65 stig í leiknum en hann hefur einu sinni skorað meira, 81 stig gegn Toronto á síðasta tímabili. - Kobe Bryant með 65 stig Snæfellingar slógu Keflavík út úr átta liða úrslitum í úrslitakeppni Iceland Express deildar karla með 89-103 sigri í bráðskemmtilegum leik í Slátur- húsinu í Keflavík í gær. Snæfell vann því einvígið 2-0 og er fyrsta liðið sem kemst í undanúrslitin í ár. Það varð strax ljóst í upphafi leiks að Snæfell ætlaði sér að selja sig dýrt og helst klára einvígið í Sláturhúsinu. Mikill hraði var í upphafi og skiptust liðin á að setja niður hverja þriggja stiga körfuna af fætur annarri. Keflvíkingar höfðu þó undirtökin í fyrsta leik- hluta og leiddu 27-24, vel studd- ir af Joe Drummer og trommu- sveitinni. Áfram hélst sami hraði í öðrum leikhluta og ætluðu Kefl- víkingar svo sannarlega að sanna sig fyrir sjálfum sér og öðrum að liðið væri ekki sprungið á limm- inu. Snæfellingar jöfnuðu leik- inn þegar leikhlutinn var hálfn- aður í 37-37 voru til alls líklegir. En heimamenn voru vel einbeittir og sýndu mikinn karakter á þess- um kafla enda ekki ásættanlegt að tapa á heimavelli svona snemma í úrslitakeppninni. Gestirnir áttu svo góðan sprett undir lok ann- ars leikhluta og staðan því 46-50 í hálfleik. Bæði lið voru vel meðvituð um mikilvægi leiksins í upphafi þriðja leikhluta og var baráttan allsráð- andi hjá báðum liðum. Síðustu mínútur þriðja leikhluta voru eign Snæfellinga frá A-Ö. Liðið náði 14 stiga forskoti og leiddi 65-79 þegar síðasti leikhlutinn hófst. Það var ekki mínúta liðin af fjórða leikhluta þegar Keflavík var búið að minnka forskot gestanna í 9 stig og tók því Snæfell leikhlé hið snarasta. Þegar mínútur voru eftir af leiknum var staðan 77-83 og spennan orðin all- veruleg. Snæfell herti tökin á þess- um kafla og náði 13 stiga forskoti, 80-93, þegar rúmar 3 mínútur voru eftir. Leikmenn Snæfells léku svo á alls oddi undir lokinn og tryggðu sér sigur gegn Keflavík 89-103. Sigurður Þorvaldsson var sátt- ur í leikslok. „Ég vissi vel að þetta yrði erfitt og sannkallað stríð. En ég hafði alveg eins á tilfinning- unni að við myndum vinna 2-0 því Keflavík hafa verið í vandræðum með kana og meiðsli. Nú er bara að bíða og sjá hverja við fáum og við hlökkum bara til.“ Snæfell fyrsta liðið inn í undanúrslitin
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.