Fréttablaðið - 18.03.2007, Page 82
Kvennastarfið í körfu-
boltanum í Haukum hefur verið
frábært undanfarin ár og á dög-
unum urðu Haukar fyrstir til að
vinna alla fimm bikartitlana sem
keppt er um í kvennaflokki.
Ein stúlka úr Haukum skrifaði
nafn sitt á spjöld sögunnar því hún
spilaði með öllum fimm flokkum
Hauka. Þetta er Guðbjörg Sverris-
dóttir, 14 ára yngri systir Helenu
Sverrisdóttur, fyrirliða Íslands og
bikarmeistaranna. Þetta einstaka
afrek verður seint jafnað enda
þarf margt að fara saman, sama
félag verður að vinna alla bikara
og að leikmaður í 9. flokki verður
að vera það góður að hann komist í
liðið í meistaraflokki félagsins.
„Þetta var þreytandi en ég hefði
alveg geta spilað einn leik í við-
bót,“ segir Guðbjörg sem þurfti
að harka af sér seinni daginn eftir
að hafa meiðst illa á ökkla. „Það er
mikil reynsla að fá að spila með
þessum eldri stelpum. Ég reyni að
gera mitt besta. Í eldri flokkunum
er ég meira að spila á kantinum
en í mínum flokki þá er ég leik-
stjórnandi,“ segir Guðbjörg. „Ég
hef hæðina til að spila inni í teig
og boltatæknina til að spila leik-
stjórnanda þannig að ég ætla ekk-
ert að stefna á að spila ákveðna
stöðu. Ég finnst það langbest að fá
að spila margar stöður og finnst
best að vera ekki föst í ákveðnu
hlutverki,“ segir Guðbjörg.
Guðbjörg jafnaði einnig árang-
ur systur sinnar frá árinu 2002
þegar Helena Sverrisdóttir var
einnig valin best í í bikarúrslita-
leikjum 9. og 10. flokks. Guðbjörg
var með 26 stig, 15 fráköst, og 7
stolna bolta á 22 mínútum í 55-23
sigri Hauka á Hamar/Selfoss í úr-
slitaleik 9. flokks og 36 stig, 12
fráköst, 11 stolna bolta og 4 varin
skot í 62-57 sigri í framlengdum
úrslitaleik 10. flokks gegn Hruna-
mönnum. Guðbjörg komst ekki
á blað í leikjum stúlknaflokks og
unglingaflokks en var með 13 stig
og 12 fráköst í sigri stúlknaflokks-
ins í undanúrslitunum. Guðbjörg
spilaði síðan í 4 mínútur í bikarúr-
slitaleik meistaraflokks.
Guðbjörg kemur úr mikilli
körfuboltafjölskyldu og foreldr-
ar hennar eru mjög virk í starfinu
í Haukum. Þau mæta á alla leiki
og styðja vel við bakið á krökkun-
um sínum. „Það er erfitt að æfa
svona mikið en ég fæ alltaf mikla
hjálp frá foreldrunum og nánustu
vinum,“ segir Guðbjörg og hún
segist ennfremur hafa verið mjög
spennt að fá að spila með eldri
systur sinni áður en hún færi út í
háskólanám. „Ég var að reyna að
komast í meistaraflokkinn í vetur
þannig að ég gæti spilað með henni
áður en hún færi út. Mér langar
líka að fara út í skóla í Bandaríkj-
unum,“ segir Guðbjörg.
„Mig langar mest að bæta mig í
vörninni og verða jafngóð og Pál-
ína. Vörnin er aðalmálið,“ segir
Guðbjörg sem hefur verið sett til
höfuðs bestu leikmönnum and-
stæðinganna á þeim mínútum sem
hún hefur fengið að spreyta sig í
meistaraflokknum í vetur.
Guðbjörg er ekkert hætt því
framundan eru lokaúrslit Ís-
landsmótsins. Guðbjörg gæti þar
bætt við nokkrum titlum en þó
ekki nema fjórum af því að ekki
er keppt á Íslandsmóti unglinga-
flokks kvenna þar sem ekkert
félag lagði í Haukana í vetur sem
voru þeir einu sem skráðu sig í
mótið.
Haukastúlkan Guðbjörg Sverrisdóttir er fyrsta alla íslenskra körfuboltamanna
bikarmeistari í öllum fimm flokkunum sem keppt er í í bikarkeppni körfunnar.
Ágúst Björgvins-
son þjálfar Guðbjörgu í þremur
flokkanna, meistaraflokki, ungl-
ingaflokki og stúlknaflokki. Ágúst
hefur mikla trú á Guðbjörgu og
hefur tekið hana inn í meistara-
flokkinn í vetur.
„Hún er rosalega fjölhæf og
hefur verið mjög dugleg undan-
farin sumur,“ segir Ágúst. En
hverjir eru helstu kostir hennar?
„Hún er alhliða leikmaður og
mjög góður varnarmaður. Hún skil-
ur leikinn mjög vel bæði varnar-
og sóknarlega. Á seinni árum hefur
hún síðan verið að taka ennþá
meiri ábyrgð á sig. Hún sýndi það
þessa bikarhelgi að hún getur tekið
virkilega af skarið,“ segir Ágúst
sem hefur unnið mikið með systur
hennar, Helenu Sverrisdóttur.
„Það er margt líkt og jafnframt
margt ólíkt með þeim. Ég kynnist
Helenu á mjög svipuðum aldri og
hef ágætis samanburð. Þær voru
báðar rosalega metnaðargjarnar
á þessum aldri. Guðbjörg á eftir
að verða stærri og á ekki eftir að
verða alveg jafnmikill leikstjórn-
andi og Helena. Hún á eftir að
verða mikill skorari og sterkur
varnarmaður,“ segir Ágúst.
En það er ekki alltaf auðvelt að
skara fram úr svona ung. „Hel-
ena hefur fengið mikla gagnrýni
og fær mikla gagnrýni enn í dag.
Hún fékk mikla gagnrýni á þess-
um aldri sem Guðbjörg er á núna.
Gugga er þegar byrjuð að fá mikla
gagnrýni og þar koma foreldr-
ar þeirra tveggja inn því þau hafa
hjálpað þeim mikið að vinna úr
öllu álaginu sem er sett á þessar
stelpur. Ég veit að það mun hjálpa
Guðbjörg ótrúlega mikið að eiga
skilningsríka og góða foreldra,“
segir Ágúst.
Fjölhæf og góð
í vörninni
Almenn störf á framleiðslusviði
Duglegir og samviskusamir starfsmenn óskast á 12 og 8 tíma
vaktir í kerskála, steypuskála og skautsmiðju. Störfin eru fjöl-
breytt og tækifæri gefast til að öðlast mikilvæga starfsþekkingu.
Jafnrétti
Við leggjum áherslu á jafna möguleika karla og kvenna til að
starfa hjá Norðuráli.
Hvernig sækir þú um?
Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is fyrir 26. mars
næstkomandi.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar veita Ari Eyberg
og Guðný Sævinsdóttir hjá Hagvangi
í síma 520 4700.
Farið verður með umsókn þína og allar
persónulegar upplýsingar sem trúnaðarmál.
Grundartanga • 301 Akranesi • Sími 430 1000 • Fax 430 1001 • nordural@nordural.is • www.nordural.is
Norðurál
Hjá okkur starfa nú um 400 manns að margvíslegum verkefnum. Norðurál
framleiðir árlega 220.000 tonn af áli til útflutnings og unnið er að stækkun
álversins sem felur í sér að framleiðslugetan verður aukin í 260.000 tonn
á þessu ári.
Störf hjá Norðuráli
Eftirfarandi störf eru laus til umsóknar hjá Norðuráli