Fréttablaðið - 18.03.2007, Blaðsíða 86
Reitti andlegan leiðbeinanda til reiði
Jude Law kemur til landsins um
næstu helgi. Þetta hefur Frétta-
blaðið eftir áreiðanlegum heimild-
um. Hann hefur þegar pantað sér
herbergi á 101 hótel þar sem hann
dvaldi síðast og hyggst skoða næt-
urlífið aðeins betur en þá og jafn-
vel einnig fara út á land. Sam-
kvæmt upplýsingum Fréttablaðs-
ins mun leikarinn dveljast hér
í nokkra daga enda hefur
hann gjörsamlega fallið
fyrir landi og þjóð.
Eins og Fréttablað-
ið greindi frá hefur
þessi ferð Law staðið
til um þó nokkurn tíma
og ætlar breski sjar-
mörinn að skilja börn-
in sín þrjú eftir heima en tekur
þess í stað nokkra góðvini með
sér. Ekki hefur fengist upp-
gefið hvort það séu einhverjir
þungavigtarmenn úr bresku
skemmtanalífi en samkvæmt
upplýsingum Fréttablaðsins
er ekki loku skotið fyrir að
leikarar á borð við Ewan
McGregor og Johnny
Lee Miller slæðist með.
Ef marka má fréttir er-
lendu slúðurpressunnar
þá gæti allt eins verið
að Law fetaði í fótspor
Leonardos DiCaprio
og tæki með sér nýju
kærustuna sem er
samkvæmt nýjustu
fréttum glam-
úrgellan Lindsay
Lohan. Ástamál
Law hafa lengi
verið á milli tann-
anna hjá gulu
pressunni og er
skemmst að minnast storma-
sams sambands leikarans
og Siennu Miller.
Law var hér á landi fyrir
tæpum mánuði og var það
í þriðja sinn sem hann
heimsækir Ísland.
Honum tókst að láta
lítið fyrir sér fara
en skellti sér meðal
annars í sund og á
skauta í Laugadaln-
um og reið út með Ís-
hestum í Hafnafirði
ásamt krökkunum
sínum. Þá fór fjöl-
skyldan í skoðunar-
ferð um Latabæ.
Jude Law kemur í næstu viku
„Það er alltaf góð tilfinning að vera
við hliðina á Ragga Bjarna. Hann
er svo hress og kátur og bjartsýnn
og það er svo mikil gleði og birta
yfir karlinum,“ segir Vilhjálmur
Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri um
vin sinn til tuttugu ára og núver-
andi söngfélaga.
Þeir félagar hafa vakið mikla at-
hygli síðan þeir byrjuðu að troða
upp saman á hjúkrunarheimilum
og félagsmiðstöðvum í Reykjavík.
Þeir hafa sungið á styrktartónleik-
um í Grafarvogskirkju fyrir fram-
an átta hundruð manns, auk þess
sem þeir vöktu mikla lukku á stór-
tónleikum í Háskólabíói á dögun-
um. Sat Vilhjálmur þá á fremsta
bekk þegar Raggi skoraði á hann
að stíga á svið og taka lagið með
sér og hinni berfættu Eivöru Páls-
dóttur. Sungu þau í tvígang
slagarann „Vertu ekki að
horfa svona alltaf á mig“
og fóru meðal annars út
í sal til áheyrenda. Áttu
þau ekki í vandræðum
með að bæta stemn-
inguna, sem var
þó mikil fyrir.
„Ég varð
við áskor-
un Ragga.
Við höfum
tekið þetta lag
saman nokkuð
oft þannig að ég
hafði ekkert fyrir
því að syngja það,“
segir Vilhjálmur.
Undirleikari var
útvarpsmaðurinn
geðþekki Þorgeir
Ástvaldsson.
Raggi Bjarna ber
Vilhjálmi jafnframt
vel söguna og minn-
ist þess sérstaklega
er þeir sungu saman
í sextugsafmæli Vil-
hjálms. Hann segir að
borgarstjórinn sé
þrælgóður söngv-
ari. „Hann er ekki
vanur að syngja
mikið en hann yrði
ágætis söngvari ef
hann gefði sér tíma í
það því hann er lagviss
maður,“ segir Raggi.
Auk „Vertu ekki að
horfa svona alltaf á mig“
hafa verið á efnisskrá
þeirra lög á borð
við Játning,
Komdu
í kvöld
og Suður
um höfin.
Má því
segja að Vilhjálm-
ur sé kominn með
töluverða reynslu úr
skemmtanabransan-
um. „Ég söng í gamla
daga í Verslunarskóla-
kórnum og hef alltaf
haft mjög gaman af
söng. Mér finnst mjög
viðeigandi þegar ég er í kirkju að
syngja með. Ég hlusta líka töluvert
á nútímatónlist og sumum finnst
það sérkennilegt að sextugur maður
þekki þessi lög. Ég hef gaman af
fallegri og svona þægilegri og lýr-
ískri tónlist með góðum melódíum.
Eins og lagið sem Eiríkur brúni,
eða rauði, ég veit ekki alveg hvort
það er, syngur,“ segir hann í léttum
dúr og vísar þar í breyttan hára-
lit Eiríks Haukssonar í nýju mynd-
bandi við Eurovision-lagið „Ég les
í lófa þínum.“ Hefur Vilhjálmur
fulla trú á að lagið nái langt í Hels-
inki í vor. „Ég held að það venjist
mjög vel. Það er góður taktur í því.
Það var svolítið „irriterandi“ fyrst
en þegar maður heyrir það oftar
er það miklu aðgengilegra. Það er
fínn stígandi í laginu.“
Vilhjálmur ætlar sér ekki að
skorast undan ef Raggi óskar
aftur eftir kröftum hans á tónleik-
um svipuðum þeim í Háskólabíói:
„Ég mun aldrei bregðast Ragga ef
hann kallar á mig.“
„Ég lærði að maður þarf ekkert
að taka neitt ef maður tilheyrir
yfirstétt á Íslandi, þarf ekki að
sinna kvaðningu um að mæta
sem vitni í sakamáli. Hvað þá
að gefin sé út handtökuskipan á
viðkomandi lögum samkvæmt.
Nú ætla ég að gerast yfirstétt.“
SUNNUDAGUR
18.MARS
TJARNARBÍÓISKRÁNINGSTENDUR YFIR
FILMFEST.IS
(The Cranes Are Flying / Letyat
zhuravli)
(RUS), Mikheil Kalatozishvili, 1957.
(East of Eden),
(USA), Elia Kazan, 1955.
KLUKKAN 15.00
KLUKKAN 19.00
KLUKKAN 21.00
AUSTAN VIÐ EDEN
(East of Eden),
(USA), Elia Kazan, 1955.
AUSTAN VIÐ EDEN
TRÖNURNAR FLJÚGA
(James Dean: Forever Young)
(USA), Michael J. Sheridan, 2005.
KLUKKAN 17.15
EILÍF ÆSKA