Tíminn - 02.09.1979, Blaðsíða 2

Tíminn - 02.09.1979, Blaðsíða 2
2 Sunnudagur 2. september 1979. A Raufarhöfn hefur prest- urinn lítið af dapurlegri embœttisskyldum að segja •• Rætt við séra Guðmund Orn Ragnarsson AM — Þaö vakti athygli á dögunum þegar ungur prestur i fjölmennri sókn norðaustanlands hlaut öll greidd atkvæði i sókn sinni við prestskosningar og enn fremur að kjörsókn var með ágætum, þótt enginn væri í framboði gegn honum. Þessi prestur er Guðmundur örn Ragnarsson, sonur Ragnars Kjartanssonar, myndhöggvara. Hann er 32 ára gam- aII og kvæntur Jónu Láru Einarsdóttur, grafíklista- manni. Timinn átti stutt viðtal við Guðmund örn á dögunum. ■—noröur, en hér á Kaufarhöfn hef Prentarinn sem lærði til ég nú þjónao fra i. október sl.” prests Er þaö rétt aö þú hafir áöur Hvenær laukst þú guöfræöi- veriö búinn aö ljúka prentnámi? námi? „Jú, ég læröi prentaraiön I ,,Ég lauk þvi sl. haust og tók prentsmiöjunni Hólum hjá Haf- þegar vigslu og fluttist hingaö steini Guömundssyni og þaö var okkur hér. Meö embættinu fylgir bústaöur, sem veldur þvl aö viö höfum ekki þurft ab hugsa til byggingaframkvæmda aö sinni, sem kemur sér vel, þvi prestar eru ekki hálaunaöir.” Guömundur, hvaö réöi þvi aö þú valdir prestsstarfiö? ,,Ég var búinn aö ákveöa áöur en ég lauk prentnáminu aö fara imeira nám, en hvaöa grein þaö yrbi, varö mér ekki alTjóst fyrr en nokkru eftir aö ég kom I Há- skóla. Ég settist fyrst I lækna- ekki fyrr en eftir prentnániiö sem ég fór I menntaskóla og lauk stúdentsprófi, en þaö geröi ég 1972.” Hefur þú I huga aö setja upp prentsmiöju nyröra, eins og Guöbrandur biskup foröum? „Nei, svo hátt hef ég ekki hugsaö aö sinni, en mér hefur komiö til hugar aö fá mér setjaravél og útvega mér verk- efni viö aö setja bækur, sem aukagetu meö prestsskapnum. Kannski ég eignist svo pressu einhvern tlma seinna, án þess aö ég vilji neinu slá föstu I þvl efni.” Kosningin á dögunum hefur auövitaö veriö þér fagnaöar- efni. Hvaö um samskiptin viö sóknarbörnin? „Jú, vlst uröu kosningaúrslit- in mér fagnaöarefni. Ég hef not- iö besta samstarfs viö sóknar- börn mln hérna, en kirkjusókn hér á Raufarhöfn held ég aö sé yfir meöallagi. Hér I sóknmni eru um 520 manns og nóg aö starfa, til dæmis var allmikiö um barnsskirnir hér I vetur, en sllkt vill llkt og koma I bylgjum. Af skilnabarmálum og öörum dapurlegri viöfangsefnum prestsstarfsins hef ég sem betur fer haft lltiö aö segja hér.” „Vel þegið að gamlir Raufarhafnarbúar minntust kirkjunnar" Hvernig er kirkjan ykkar bú- in? „Kirkjan hér var vlgö 1. janúar 1928 og þess má geta aö nýlega hafa fariö fram á henni gagngeröar endurbætur, þar sem hún var endurbyggö sl. vor, svo heita má aö hún sé nú ný, þótt öll sé hún I upphaflegri mynd. Biskup Islands kom hér viö þetta tækifæri þótt ekki væri um endurvigslu aö ræöa, heldur aöeins aö kirkjan var tekin I notkun aö nýju. Endurbæturnar fólust I þvi aö hún var klædd aö innan og máluö og viögerö fór fram á þaki. Kirkjan á ýmsa góöa gripi, þótt mörgu mætti auka viö, til dæmis I altaris- klæöum, en þetta mun koma stig af stigi. Annars miöar viö- geröinni á kirkjunni eftir þvl hvaöa fé er handbært á hverjum tima og þú mátt skjóta þvi aö gömlum Raufarhafnarbúum aö vel væri þegiö aö þeir minntust sinnar gömlu kirkju um þessar mundir.” Nú er þin kona graflklista- maöur. Vinnnr hún aö mynd- sköpun þarna nyröra? „Já, þaö gerir hún og aöstaöa hennar er oröin sæmileg núna, en nokkurn tima tekur aö koma tækjunum upp, þvl þau þarf aö panta erlendis frá.” Byrjaði í læknisfræði Þiö kunniö þvf vel viö ykkur á Raufarhöfn? „Já, viö kunnum ágætlega viö

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.