Tíminn - 02.09.1979, Blaðsíða 28

Tíminn - 02.09.1979, Blaðsíða 28
Heyvinnuvélar í fjölbreyttu úrvali. Til afgreiðslu strax. Xi/váJbULfuréJxi/v hf Kynnið ykkur verð- lækkunina á Massey- Ferguson hinstgildadráttarvé) D/uúbta/Uféla/i, hf, MP Massey Ferguson t FIDELITY HLJÓMFLUTNINGSTÆKI Pantiö myndálista. Sendum í póstkröfu. C Ihltn/Al Vesturgötull OJVllfML simi 22 600 A skóladagheimilinu gefst tækifæri til fjölbreytilegra leikja og starfa. Tfmamyndir GE Þau byrja á tveim nýjum vinnustöðum Fjórtán sex ára börn f Vesturbænum kynnast nú samtimis tveim áö- ur óþekktum heimum. Fyrsta ágúst fengu þau inni á skóladagheimilinu Skála viö Kaplaskjólsveg og næsta föstudag fara þau i Melaskólann i fyrsta sinn. Eftirvæntingin er mikii aö byrja I skólanum og skóiatösk- urnar eru búnar aö vera tilbúnar siöan i sumar. Þau eru lika engin smábörn lengur siöan þau hættu á dagheimilinu. Núna mega þau fara út aö leika sér ein og siöar meir fara sum þeirra fylgdarlaus aö heiman og heim og öll til og frá skóla. 130 börn eru nú á 6 skóla- dagheimilum í borginni Þetta eru ekki einu börnin i Reykjavik sem um þessar mundir lifa þetta breytingatima- bil. Um 130 börn á aldrinum 6 — 10 ára veröa i vetur á sex skóla- dagheimilum i borginni. Flest veröa þau aö þessu sinni aö Skála eða 28, þar af helmingurinn sex ára og þvi nýbyrjuö. Sumarfrislokun hefur veriö i tvo mánuöi á skóladagheimilun- um, en var nú i fyrsta sinn einn mánuöur. Heimilin lokuöu I júni- lok og opnuöu aftur 1. ágúst, eftir aö samráö haföi verið haft viö foreldra. A skóladagheimilinu eru ein- göngu tekin börn einstæöra for- eldra. Aö Skála eru börn 27 ein- stæöra mæöra og eitt barn ein- stæös fööur. Eflaust vildu ýmsir fleiri en einstæöir foreldrar eiga þess kost aö koma börnum sinum á skóla- dagheimili, ekki sist þar sem 55% kvenna vinna nú utan heimilis. Aö sögn Bergs Felixsonar for- stööumanns Dagvistarheimila Reykjavikurborgar er sennilegt aö leitaö veröi annarra leiöa um vistun barna utan skólatima. Skóladagheimilin hafa veriö rek- in svipaö og dagheimili fyrir börn innan sex ára aldurs. Kostnaður er svipaöur og foreldrar greiöa sama mánaöargjald, 28.000 kr. fyrir ágúst sl. Nú hefur t.d. komiö til tals aö stofna skóladagheimili i Austurbæjarskólanum og nefnd veriöskipuö til aö kanna þaö mál. Þegar rýmkast um I skólunum og þeir veröa einsetnir kemur til greina aö reka þar skóladag- heimili og fá betri nýtingu á hús- næöi og starfsfólki. Frændþjóöir okkar hafa fariö tvær leiöir I rekstri skóladag- heimila, sem þeir kalla „fritids- hem”. Þannig hafa Norömenn þau innan skólanna, en Sviar eru „flottir á þvi” og kjósa aö hafa þau utan skólanna i ööru húsnæöi. Skóladagheimilisvist er þó ó- dýrari I Sviþjóö en hér enda fá' sænsk börn mat i skólanum og skólatimi er þar lengri. Hér aftur á móti dveljast yngstu börnin mun lengur á skóladagheimilinu en I skólanum, en skólatimi t.d. 6 ára barna er aðeins tæpir tveir timar á dag, og boröa þau allar máltiöir nema kvöldmat og e.t.v. morgunmat á skóladagheimilinu. En hvernig sem þessi mál fara þá skulum viö vona aö þaö sem viö fáum veröi ekki siðra en þaö sem viö höfum. Svo mikiö er víst aö börn og starfsfólk á skóladag- heimilinu Skála voru ánægö þeg- ar viö komum þangaö I heimsókn I vikunni, en frá henni er einnig sagt i blaðinu 1 dag. Aö Skála gefst tækifæri til heilmikillar fjöl- breytni I athöfnum og foreldrarn- ir geta verið öruggir um börn sin meöan þeir eru I vinnu. Vissulega er starfsemi sem þessi dýr I rekstri, en er hún ekki þess virði? Eru ekki börnin besta fjárfesting- in? SJ Rebekka Valsdóttir 6ára viö málaratrönurnar aö Skála Málfriöur Gfsladóttir leiöbeinir skóladagheimilisbörnum viö sauma og vefnaö.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.