Tíminn - 02.09.1979, Blaðsíða 23

Tíminn - 02.09.1979, Blaðsíða 23
Sunnudaguf 2. september 1979. 23 Börnin segja © „Mannstu eftir róló?” Mamma hans vissi ekkert um þetta allt.” „Þaö sem gleður okkur mikiö,” sagði Bryndis, „er það, að fóstrur eða forráðamenn barna á Stór-Rey kjavikursvæðinu, Garðabæ, Seltjarnarnesi og Kópavogi eltu okkur um bæinn nú i sumar til þess að sjá sýningarn- ar og fólk passar að missa ekki sýningar úr”. Það kom i ljós, að Sigriður og Bryndis hafa nóg fyrir stafni, þó að ferðabrúðuleikhúsið taki sér fri i vetur. Bryndis er á leið til Sviþjóðar, þar sem hún ætlar að kynna sér nýja aðferð við lestrar- kennslu auk náms við Marionette leikhúsið i Stokkhólmi og Sigrið- ur er á kafi i ýmisskonar félags- starfi, og tekur m.a. kvenfélags- konur i leiklistartima. Við spurð- um að lokum nánar út i þessi at- riði. Bryndis: Aðferðin, sem ég er að fara að kynna mér, mætir börn- unum á þvi plani, sem þau eru á. Hún byggir á talmáli barna. Framkvæmdin er á þá leið, að börnin byrja á þvi að teikna mynd og útskýra hana með sinum orð- um. Kennarinn skrifar lýsinguna eftir þeim með blýanti og leyfir barninu siðan að fara ofan i staf- ina með tússi. Út frá þessum setningum barnsins er þvi svo kennt að lesa, læra hvað er orð, efsta lína, neðsta lína og svo frv. Með þessari aðferð er komið I veg fyrir að börn þurfi að rekast á orð i lestrarkennslunni, sem þau þekkja ekki, eins og t.d. orðin ól og ós. Einnig er þetta tilraun til að vinna einstaklingslega með börnum. I staðinn fyrir að lesa yfir allan bekkinn, verða fimm tekin fyrir I einu og þeim sinnt, en hinir sjá um sig á meðan. „Ég var svo stolt af henni" Sigriður: Ég byrjaði að vera með leiklist og framsögn fyrir æskulýðsráð fyrir 4 árum og nú er ég pöntuð i kvenfélög. Mitt svið er og hefur veriö raddir og gamanvisnasöngur og ég hef einnig farið út I að leyfa nemend- um mínum að „improvisera” eða koma með óundirbúið efni. t kvenfélögum eru svo til eingöngu húsmæöur og eru yfirleitt 12 konur i hóp I timunum hjá mér. Það sem við setjum svo á svið saman mætti kalla reviur, en þó er yfirleitt ekkert sungið. t fyrstu timunum eru konurnar óframfærnar og skjálfa við hið minnsta, eins og það að fara með einfalda visu uppi á sviði. En ég beini að þeim sterkum kösturum strax, kenni þeim mjög fljótlega að fara upp á svið og tala I mikrafón og flestar enda á þvi að gera stórkostlega hluti, semja leikrit, sögur og ljóð, bæði I bundnu og óbundnu máli. Geturðu nefnt dæmi? Það gerðist t.d. fyrir 25 ára af- mæli kvenfélags Bústaðasóknar, er við vorum að æfa eina reviuna, aö ég tók eftir konu einni, sem aldrei vildi vera með. Hún sat úti i horni og hlustaði, en neitaði að taka þátt I reviunni. Þessi kona hafði góða rödd og las vel upp. Um það leyti, sem ég hafði gefist upp við hana, kom hún til min eftir æfingu og sagðist vilja tala við mig. Læðir siðan höndinni ofan I vasa sinn og nær þar i krumpaðan pappirsmiða. „Ég samdi svolitið ljóð, éf til vill mættilesa það á afmælinu”. „Ert þú hagmælt?” varð mér að orði og ætlaði að lfta yfir ljóðið, en blaðið var of krumpað til þess að ég gæti lesið það. Bað ég hana þvi að fara i pontu og lesa ljóðið sjálf. Og það gerði hún með svo miklum glæsibrag að ég féll I stafi. „Þú átt þjóðbúning,” sagði ég loks. „Þú last þetta virkilega vel og þvi ekki að notfæra sér hæfi- leikana á afmælinu? ” Svo kom þetta stórglæsilega afmæli og þá stiklaði konan upp i pontu, glæsi- leg i þjóðbúningnum og flutti þenrian frumsamda afmælisóð. —Ég var svo stolt af henni. Auglýsið í Tímanum ''" ■ WT’:- Leysir stœrsta vandann í minnsla baðherberginu Flest baðherbergi og salerni eru í minna lagi fyrir steypiböð, og þrengsli koma tíðum í veg fyrir uppsetningu sturtuklefa. En nýju Huppe-sturtuklefarnir leysa þennan þrengslavanda. I Þeir opnast á horni með tveimur stórum rennihurðum, sem hafa \ vatnsþétta-segullokun, niðurog upp úr. í Þess vegna kemst hann fyrir á ótrúlega litlum gólffleti. Einnig • eru til einstakar rennihurðir. Hringið — skrifið — komið og við | veitum allar nánari upplýsingar um stærð, gerð og verð fljótt og I örugglega. T 1 I H $ 0L_ :: Á völefri horn Vatnsþétt segultokun Kúlulegur Byggingavörur Sambandsins Suóurlandsbraut 32 Simar82033 S2180 10 ástæður fyrir kaupum á PHILXZO þvottavélum # þýðir „ma og raimagnsspamað. Vinduhraði sem er allt að 850 snún/- mín, flýtir þurrkun ótrúlega. 3. 4 hitastig (32/45/60/90°C), sem henta öllum þvotti. 4. Spamaðarstilling fyrir vatn og raf- magn. 5. 3 mismunandi hraðar í þvotti og tveir í vindu, tryggja rétta meðferð þvottar- 7. ðU Stór þvottabelgur, sem tekur 5 kg. og stórar dyr er auðvelda hleðslu. 8. Fjöldi kerfa, seni henta þörfum og þoli alls þvottar. 9. Fullkomin viðgerðarþjónusta er ykkar hagur. * 10. Verðið er mun lægra en á sambærileg- um vélum. heimilistæki sf HAFNARSTRÆTI 3 — 20455 — SÆTÚN 8 — 15655 PHILCO og fallegur þvottur fara saman.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.