Tíminn - 02.09.1979, Blaðsíða 21

Tíminn - 02.09.1979, Blaðsíða 21
Sunnudagur 2. september 1979. 21 Ten Years Later — Ride On Polydor / Fálkinn ★ ★ ★ Allir þeir sem komnir eru til vits og ára og fylgdust meö þróun popptóniistar á sjöunda áratugnum, kannast viö gitar- leikarann Alvin Lee. Hann lék þá meö hljómsveit sinni Ten Years After og var þaö mál manna aö vart væri aö finna hressilegri rokkhljómsveit en einmitt Ten Years After. En allt tekur þó enda og fljót lega upp úr 1970 leystist hljóm- sveitin upp og Alvin Lee hóf sólóferil sinn. Ekki tókst honum þó að viðhalda fengnum vin- sældum og eftir nokkrar mis- heppnaðar sólóplötur, sem hann að visu gerði i félagi með öör- um, féll Alvin Lee i gleymsku og dá. Það vakti þvi töluverða at- hygli er Aivin Lee kom fram á sjónarsviðið á nýjan leik með sina eigin hljómsveit og ekki spillti nafnið á henni fyrir, Ten Years Later. Platan „Ride on”, sem hér er til umfjöllunar, er sérstæö að þvi leyti að á annarri plötuhlið- inni eru eingöngu lög, sem tekin eru upp á hljómleikum, en á hinni hliðinni eru eingöngu stúkióupptökur. Þess má geta að meðal „live — laganna” er ^ - lagið „Hey Joe”, sem Jimi Hendrix gerði frægt á sinum tima, en að þessu sinni er það Alvin Lee sem er i aöalhlutverk- inu og ekki verður annaö sagt en að hann geri þessu góð skil — ekta hetjugitarleikari — eins og i gamla daga. 011 platan er ann- ars þrungin krafti, þannig að ó- hætt ætti að vera að mæla með henni við alla aðdáendur þungr- ar rokktónlistar. — ESE Rockets — Turn up the radio RSO / Fálkinn ★ ★ ★ + „Hann á afmæli i dag, hann á afmæli i dag....” sungu liðs- menn bandarisku rokkhljóm- sveitarinnar Rockets fyrir nokkru i afmælisveislu og sá sem átti afmæli var enginn ann- ar en gamli popparinn Eric Clapton. Astæöan fyrir þessu söngli Rockets-manna 1 afmælinu var sú, aö Clapton haföi séð til hljómsveitarinnar nokkru áður, hrifist mjög af leik þeirra, þannig að hann ákvað að bjóða þeim að spila I afmælinu — sem þeir aö sjálfsögðu þekktust. Slð- an hefur frægðarsól Rockets fariö hækkandi og þvi má segja að vegir frægðarinnar séu ó- rannsakanlegir. Skömmu eftir afmæliö hjá Clapton gáfu Rockets siðan út hljómplötu sem nefnist „Turn up the radio”, eftir samnefndu lagi trommuleikarans John Badjanek. A plötunni eru ann- ars 9 lög, flest eftir umræddan Badjanek, en auk þess er eitt lag eftir Bob Seger á plötunni. Um tónlist Rockets er þaö að segja, að hún flokkast helst und- ir þaö sem nefna mætti Suöur- rikjarokk, ekki ósvipað þvi sem Marshall Tucker Band hefur boðið upp á. Sjálf eru lögin flest 'byggö upp á gamalkunnum frösum, þar sem góður gitar- leikur skipar öndvegi. Sem sagt ágætis plata, og ekki er ég frá þvi að Rockets eigi eftir að láta til sin taka i framtiðinni. —ESE Chic — Risque Atlantic / Karnabœr ★ ★ ★ ★ Það veröur ekki annaö sagt, en að bandariska diskóhljóm- sveitin Chic beri höfuö og herö- ar yfir aörar slikar hljómsveitir 1 dag. Eftir fádæma góöar viö- tökurplötunnar,,C’estChic” og lagsins „Le Freak” er hljóm- sveitin nú komin fram meö nýja plötu, sem viröist ekkert ætla aö gefa þeirri fyrrnefndu neitt eft- ir. Þessi nýja plata heitir „Risque” og eru á henni 7 ný og hörkugóð diskólög. Sem fyrr eru það þeir Bernard Edwards og Nile Rodgers, sem semja öll lög hljómsveitarinnar, auk þess sem útsendingar eru 1 þeirra höndum og ekki veröur annað sagt, en að það séu gullmolar sem hrjóta úr pennum þeirra félaga. Þó að tónlist Chic sé hér hrósað upp i hástert verður ekki sagt að það sé oflof, þvi aö undirritaður hefur hingaö til ekki talið sig meðal unnenda diskótónlistar. En þvi ber að hrósa sem vel er gert og þvi fær hljómsveitin Chic flest min bestu meðmæli svo og þessi nýj- asta plata þeirra. 011 lögin á plötunni eru mjög jöfn að gæð- um og þó að lagið „Good times” hafi notið töluverðra vinsælda að undanförnu má allt eins bú- ast við þvi að önnur lög af plöt- unni fylgi i kjölfarið. — ESE Tubeway Army — Replicas Beggars Banquet / Karnabœr ★ ★ ★ + Fyrir skömmu sat lagið „Are friend’s electric?” meö ný- bylgju hljómsveitinni Tubeway Army i cfsta sæti breska vin- sældarlistans og varö þaö til þess aö beina sjónum manna aö hljómsveitinni. Tubeway Army er þriggja manna hljómsveit skipuð þeim Gary Numan (söngur, hljóm- borö, gitar), Paul Gardiner (bassi) og Jess Lidyard (trommur) og eins og nafn lags- ins „Are friend’s electric?” gef- ur veika visbendingu um, þá er tónlist hljómsveitarinnar mjög rafmögnuð, nánast elektrónisk i anda manna eins og Brian Eno. Reyndar má finna margar hlið- stæður með þessari plötu og plötum Eno, þannig aö litill vafi leikur á þvi að Tubeway Army taka hann sér til fyrirmyndar. Gary Numan aðalmaður hljóm- sveitarinnar hefur annars allt til að bera til aö komast i fremstu röð, um þaö vitna laga- smiðar hans, hljóðfæraleikur og söngur. Sem^agt — þeir sem „fila” Eno ættu að eiga auðvelt með að láta sér þessa plötu lynda.ESE SKEUIÐ .YKKUR IBÆINN SKOÐIÐ SYNINGUNA Hér er einstakt tækifæri. Vegna sérstakra samninga milli Flug- leiða, Hótel Esju, Hótel Loftleiða og Alþjóðlegu vörusýningar- innar, er utanbæjarfólki boðið sérstök vildarkjör á gistingu, þegar keyptur er flugfarmiði í bæinn og til baka ásamt aðgöngu- miða á sýninguna. Frí gisting fyrstu nóttina, síðan sérstök kjör. Snúið ykkur til afgreiðslna og umboðsmanna Flugleiða um land allt og leitið nánari upplýsinga. Skellið ykkur af stað. Það er margt að sjá: 150 sýningardeildir. 1OOOm^ sérstök sjávarútvegssýning. Stórglæsilegar Disco tísku- sýningar. Landsfrægir skemmtikraftar. Skoðunarferðir um borgina í 2ja hæða strætisvagni. ALÞJÓÐLEG VÖRUSÝNING mm9 OPNUM KL.l FLUGFAR OG GISTING Á GÓÐUM HÓTELUM, - ALLT í EINUM PAKKA. VELKOMIN TIL REYKJAVÍKUR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.