Tíminn - 02.09.1979, Blaðsíða 6

Tíminn - 02.09.1979, Blaðsíða 6
6 Sunnudagur 2. september 1979. Einræöisherrarnir, Hitler og Mussolini, áttu miklu gengi aö fagna f upphafi styrjaldarinnar. Mussolini geröi þó ekki upp hug sinn um þátttöku i styrjöldinni, fyrr en Frakkar höföu veriö yfirunnir. A morgun eru 40 ár liöin frá þvi er siöari heimsstyrjöldin hófst, en þá sögöu Frakkar og Bretar Þjóöverjum strfö á hendur, eftir aö hafa sett þeim úrslitakosti vegna innrásarinnar I Pólland, sem gerö var hinn 1. september. Þar meö var endi bundinn á tilsiakanir þessara gömlu stór- velda gagnvart heimsvaldastefnu Þýskalands, sem birst höföu I at- hafnaieysi viö töku Rinarhéraöanna, afskiptaleysi af endurvlgbúnaöi þýskra og enn sú fórn sem færö var, þegar Tékkóslóvakfa var gefin eft- ir.ivon um „friöum okkardaga.” Þaö kom I hlut Ihaldsráöherrans frá fundinum I Munchen, Neville Chamberlain, aö lesa strfösyfirlýsinguna, en hann átti þá brátt eftir aö vikja úr sessi fyrir fiokksbróöur sinum, járnkarlinum Winston ChurchiII. óróablikur höföu veriö á lofti allt árið 1939. A Spáni geisaöi borgarastyrjöldin enn I upphafi ársins og þann 28. mars féll Mad- rid i hendur Francos, án þess aö neinu skoti væri hleypt af. Daginn eftir flúöi spánska lýöveldis- stjórnin úr landi. 1 ársbyrjun haföi pólski utan- rikisráöherrann Beck sótt Hitler heim i Berchtesgaden og um svipaö leyti birtist Chamberlain i Róm, til þess aö ræöa ástandið i alþjóöamálum viö Mussolini og utanrikisráöherrann, Ciano greifa. Landsfeðurnir héldu hverja timamótaræðuna á fætur annarri, — Hitler lofaöi Itölum öllum hugsanlegum stuöningi I striöi, en Chamberlain fullvissaöi 40 ÁR liðin frá upp- hafi síðari heimsstyrj- aldarinnar Frakka um stuöning Breta. Ribbentrop, utanrikisráöherra Þýskalands, lýsti þvi yfir i heim- sókn i Póllandi i endaöan janúar, aö friöarsamningurinn milli land- anna frá 1934, heföi bundiö enda á allan fjandskap milli rikjanna. Rak nú hver viöburðurinn annan. Þann 15. mars héldu þýskar sveitir inn i Slóvakiu, en hinn 7. april voru italskar hersveitir settar á land i höfnum Albanlu og Albania komst undir Itölsk yfir- ráö á einu dægri. Bretar komu á almennri her- skyldu þann 27. april, en Hitler sagöi friðarsáttmálum viö Pól- verja upp daginn eftir. bann 22. mai undirrituðu Italir og Þjóö- verjar svo 10 ára samning um gagnkvæmt striösbandalag. 23. ágúst var þaö tilkynnt I Moskvu og Berlin aö löndin hefðu gert meö sér friöarsamn- ing og aö morgni hins 1. septem- ber héldu þýskar sveitir inn i Pól- land, en sjálfstæöi þess höfðu Bretar og Frakkar ábyrgst. 17. september héldu svo rúss- neskar sveitir yfir landamæri Póllands aö austanverðu og hinn 21. féll Varsjá. bjóðverjar töldu herför sinni lokiö I Póllandi þann 23. en fjöldi pólskra striösfanga i Þýskalandi var þá oröinn nær hálf milljón. 40 ár eru liðin frá þvi er þessir atburöir geröust og þann 11. nóvember n.k. eru 60 ár liöin frá lokum fyrri heimsstyrjaldar- innar. Tvær heimsstyrjaldir hafa þvi þegar geisaö á öldinni sem tekiö hafa aö hörmungum fram öllum fyrri jaröarstriöum. Þrátt fyrir þá lærdóma sem mannkyniö ætti aö hafa dregið af þessum ógnum, óttumst viö nú aö sú þriöja kunni aö hef jast einn dag- inn. Oft er bent á aö enn hefi ekki þau vopn veriö smiöuö aö til þeirra hafi ekki veriö gripiö á endanum. Nú eru vopn stórþjóö- anna oröin svo hræöileg aö eyöingarmætti aö engar tölur geta gert okkur ógn þeirra full- ljósa. Þess vegna verðum viö aö trúa á og stuöla að þvi meö öllum ráðum, hversu margt sem mælir gegn að það sé mögulegt, aö til þriöju heimsstyrjaldarinnar komi aldrei. I ágúst var friðarsamningur undirritaöur milli Þýskalands og Rússlands. Ribbentrop utan- rikisráöherra undirritaði hann I heimsókn sinni til Moskvu, þann 23. Hér kannar hann heiöurs- vörö rússneskra hermanna. Þessi mynd er tekin á flugvelli í Englandi á fyrstu dögum striösins, veriö er aö koma fyrir skotfærum I byssustæöi flugvélar, sem senn er ætlaö aö fljúga inn yfir landsvæöi óvinarins. Þessi börn, sem hér reyna aö festa blund f tröppum neðan- jaröarbrautar i London, höföu tvivegis misst heimili sin I loftárásum. Móöir þeirra neitaöi þvi aö vikja úr byrginu um sinn. Strlðiö milli Rússa og Finna braust út hinn 30. nóvember. Finnar voru auövitaö langtum fámennari og þeir nutu mikillar samúöar meöal annarra þjóöa. Myndin er frá bardögum viö Rovaniemi. V

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.