Tíminn - 02.09.1979, Blaðsíða 8

Tíminn - 02.09.1979, Blaðsíða 8
8 Sunnudagur 26. ágúst 1979. V, Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Ritstjórar: Þór- arinn Þórarinsson og Jón Sigurðsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Ólafsson. Fréttastjóri: Kjartan Jónasson. Auglýs- ingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar Siðumúla 15 simi 86300. — Kvöldsimar blaðamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verö i lausasölu kr. 180.00. Áskriftargjald kr. 3.500á mánuði. Blaðaprent. Erlent yfirlit Tekst Palme að ná völdum aftur? Kjarnorkan er honum óþægur ljáx i þúfu Ómerkilegt yfirboö Þvi var að vonum fagnað, þegar Morgunblaðið fór að birta skeleggar forustugreinar um Jan Mayen-málið. En um það gildir nú orðið, eins og margir óttuðust, að Adam var ekki lengi i Paradis. 1 forustugrein Mbl. á föstudaginn var, er ráðizt harðlega á Ólaf Jóhannesson forsætisráðherra og „vinnubrögð hans sögð með endemum” i Jan Mayen-málinu. Þá er forsætisráðherra sakaður um að vera „uppi með ómerkileg yfirboð.” Hver eru þessi „endemislegu vinnubrögð,” sem Mbl. á við, og hver eru þessi „ómerkilegu yfir- boð,” sem Mbl. er að dylgja um? Það sem Morgunblaðið á við, er sú afstaða ólafs Jóhannessonar, að ekki komi til mála að semja við Norðmenn um helmingaskipti á landgrunninu milli Islands og Jan Mayen utan efnahagslögsögu íslands, en sú fáránlega tillaga hafði skotið upp kolli i landhelgisnefnd og virtist um skeið likleg til að fá stuðning tveggja flokka, sem hafa meirihluta á Alþingi. Annar þessara tlokka, Alþýðubandalagið, hefur nú horfið frá henni að þvi er Þjóðviljinn segir. Hins vegar er afstaða Sjálfstæðisflokksins óljós eftir þessa árás Mbl. á forsætisráðherra. Sjálfstæðisflokkurinn verður eftir þessi skrif Mbl. að gera fulla grein fyrir afstöðu sinni. Er hann reiðubúinn til að semja við Norðmenn um helmingaskipti á umræddu landgrunnssvæði og að viðurkenna efnahagslögsögu við Jan Mayen á þeim grundvelli? Telur hann það „endemisleg vinnubrögð” og „ómerkileg yfirboð” að halda fastara á rétti Islands en þetta? Forustumenn Sjálfstæðisflokksins ættu að kynna sér grein færasta fræðimannsins, sem flokkurinn hefur á að skipa á þessum vettvangi, Gunnars G. Schram prófessors, en hún birtist i Mbl. 15. ágúst siðastliðinn. Augu þeirra ættu þá að geta opnazt fyrir þvi hvilik fjarstæða þessi helmingaskipta- regla er varðandi umrætt landgrunn. 1 lengstu lög verður að vona, að forustumenn Sjálfstæðisflokksins opni augun áður en það er of seint. Verðbólga og vextir Þjóðviljinn ónotast um þessar mundir út i verð- tryggingarákvæði efnahagslaganna, sem sett voru siðastl. vor. Alþýðubandalagið ber þó fulla ábyrgð á þeim ekki siður en hinir stjórnarflokkarnir. Al- þýðubandalagið viðurkenndi þá réttilega, að ekki væri lengur hægt að arðræna sparif járeigendur á þann hátt, sem gert hafði verið. Þjóðviljinn kennir nú verðtryggingarákvæðum efnahagslaganna um, að vextimir hafa hækkað. Þetta er ekki rétt. Vextirnir hafa hækkað vegna þess, að rikisstjórninni hefur ekki tekizt að halda verðbólgunni i skefjum. Þvi valda ýmsar ástæður, bæði óviðráðanlegar og viðráðanlegar. Vissulega eru vaxtahækkanir annað en æskileg- ar. En til þess að stöðva þær og lækka siðan vext- ina, er ekki nema ein leið. Hún er að draga úr verðbólgunni. Þvi þarf nú að hef jast handa um öfl- ugar aðgerðir i þá átt. Vonandi skortir þá ekki stuðning Alþýðubandalagsins. Þ.Þ. Karin Söder, fyrrv. utanrikisráðherra, hefur veriö nefnd sem eitt af forsætisráðherraefnum borgaralegu flokkanna. Hún er I Miöflokkn- um. UM MIÐJAN þennan mánuð fara fram kosningar I Svlþjóð og Noregi, þingkosningar I Sviþjóð og sveitarstjórnakosningar I Noregi. Veruleg athygli beinist að þessum kosningum, en þó að sjálfsögöu miklu meiri að þing- kosningunum I Sviþjóð. 1 Svlþjóð hefur kosningabar- áttan nú annan svip enum langt skeið. Astæöan er sú, að sóslal- demókratar hafa veriö I stjórnarandstöðu á kjörtlmabil- inu, sem er að ljúka, eftir að hafa setið á valdastólunum næstum óslitið I meira en hálfa öld.Þeir geranú itrustu tilraun, sem næstum ber örvæntingar- svip til þessað ná völdum aftur. Skoðanakannanir gefa til kynna, að vafasamt sé að þeim takist það en flestum kemur þó saman um, að erfitt sé að spá fyrirfram um úrslitin. Eftir ósigur sóslaldemókrata I kosningunum 1976 mynduðu borgaralegu flokkarnir þrlr, Miðflokkurinn, Frjálslyndi flokkurinn og Ihaldsflokkurinn stjórn saman, en hún rofnaöi á siðastl.ári vegna ágreiningsum smíði kjarnorkuvera. Mið- flokkurinn hefur beitt sér ein- dregið gegn þeim, ásamt Kommúnistaftokknum, en aörir flokkar verið fylgjandi þeim. Eftir nokkurt þóf myndaöi Frjálslyndi flokkurinn minni- hlutastjórn undir forustu Oles Ullsten og hefur henni farnazt öllu betur en spáð var. LIKLEGT þykir, að borgara- legu ftokkarnir hafi með sér samstarf eftir kosningarnar nú en óráðiö er með hvaða hætti það verður. Einnig er óráðiö hver veröur forsætisráöherra, ef flokkarnir vinna saman, en þaömun fara eftir fylgi þeirra 1 kosningunum. Sóslaldemókrat- ar reyna aö nota sér það I kosningabaráttunni, aö þetta sé óvlst, en hins vegar sé enginn vafi á þvl, að Olof Palme verði forsætisráðherra aö nýju, ef sósialdemókratar bera sigur úr býtum. Sósialdemókratar reyna að sjálfsögðu að byggja áróður sinn á þvl að sitthvað hafi fariö úrskeiöis hjá borgaralegu flokkunum og gildi það þó ekki sízt um efnahagsmálin. Þessi áróður þeirra virðist fá tak- markaðan hljómgrunn, enda eiga sóslaldemókratar erfitt með að benda á, að stjórnar- stefnanhefði oröið verulega frá- brugðin, þótt þeir hefðu farið meö völd. Borgaralegu flokkarnir hafa á flestan hátt stjórnaö llkt og sóslaldemókrat- ar gerðu og jafnvel verið fram- sæknari ásumum sviðum. Eftir erfiöleika undangenginna miss- era, virðast nú sjást ýms bata- merki á sviði atvinnumála og styrkir þaö stöðu borgaralegu flokkanna, ekki sízt Frjálslynda flokksins. Það háir borgaralegu flokkunum nokkuö að þeir reyna að marka sér sérstöðu án þess að útiloka samvinnu þeirra eftir kosningarnar. Mest eru þeir ósammála um skattamálin. Ihaldsflokkurinn lofar skatta- lækkun, en bæöi Miðflokkurinn og Frjálslyndi flokkurinn telja það ábyrgðarlaust hjal. ÞVl HAFÐI verið spáð að deilan um kjarnorkuverin myndi ekki blandast að ráði inn I kosningabaráttuna. Mið- flokkurinn hafði beitt sér fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um, hvort smiði þeirra skyldi haldið áfram, en aðrir flokkar hafnað þvi. Eftir bilun kjarnorkuvers- ins hjá Harrisburg i Banda- rlkjunum breyttu sóslaldemó- kratar skyndilega um stefnu og lýstu yfir fylgi sinu við þjóöar- atkvæðagreiðslu um málið. Það hefur nú verið samþykkt að efna til sérstakrar þjóðaratkvæða- greiðslu um það. En málið hefur eigi að siöur dregizt inn I kosningabaráttuna og orðið sósialdemókrötum tilóþæginda, þvl að fylgismenn þeirra eru skiptir um það. Bæði Mið- flokkurinn og Kommúnista- flokkurinn hafa krafizt sagna um afstöðu sósialdemókrata og hvernig þeir hyggjast beita sér I sambandi við þjóðaratkvæða- greiðsluna. Til viðbótar hafa svo risið upp ýms óháð samtök og beitt sér fyrir mótmælafund- um og mótmælagöngum gegn kjarnorkuverum. Einkum hafa konur staðið framarlega I þeirri baráttu. I þingkosningunum 1976 fengu sóslaldemókratar 152 þingmenn og 42,7% greiddra atkvæða, Miðflokkurinn fékk 86 þingmenn og 24,1% greiddra atkvæða, íhaldsftokkurinn fékk 55 þing- menn og 15,6% greiddra at- kvæða, Frjálslyndi flokkurinn 39 þingmenn og 11,1% greiddra atkvæða og kommúnistar 17 þingmenn og 4,8%. Nú er þvi spáð að Miðflokkurinn geti misst fylgi til Frjálslynda flokksins og Ihaldsflokksins, enda vann hann mikinn kosningasigur 1976 á kostnaö þessara tveggja flokka og sóslaldemókrata. ósennilegt þykir, að sósialdemókratar fái hreinan meirihluta, en þeir gætu fengið meirihluta með kommúnistum og myndu þá sennilega mynda stjórn með hlutleysi þeirra. Þannig var þetta fyrir 1976. Þ.Þ. Palme á blaðamannafundi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.