Tíminn - 29.09.1979, Blaðsíða 11

Tíminn - 29.09.1979, Blaðsíða 11
10 Laugardagur 29. september 1979 Laugardagur 29. september 1979 11 Halldór Sigurbsson, sölustjóri, Birgir Sumarlibason, sem sér um innanlandsflugib og Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri. AM —Mönnum eru I fersku minni þær deilur sem risu vegna flug- leyfa Vængja, en um þær sóttu margir og varb Arnarflug hlut- skarpast umsækjenda. Nú þegar hæstu öldurnar hefur iægt, brugb- um vib okkur i heimsókn til þeirra i Arnarflugi og spurbum hvernig gengi, eftir um þab bil tfu daga rekstur á innanlandsfiuginu, en félagib, sem fékk leyfib á þribju- degi hóf flug strax á föstudegi. Þeir Magnús Gunnarsson, for- stjóri og Haildór Sigurbsson, sölustjóri, urbu fyrir svörum. ,,Þótt þetta bæri skjótt ab þá nutum við þess ab hér höfum vib meb okkur fólk, sem hefur langa reynslu af flugrekstri”, segir Magnús. „Ekki sist er okkur dýr- mættab hafa fengib til starfa libs- menn Vængja og ómetanlega reynslu þeirra ab farsælu flugi á þessum leibum. 1 byrjun höfum vib haft áætlan- irnar likar þvi sem fólk hefur átt ab venjast, en erum sifellt ab hugsa um ab endurskoba málin og Viljum vinna í samstarfi við áætlunarstaði okkar • segja forstöðumenn Arnarflugs, eftir tiu daga reynslu af innanlandsfluginu einkum meb þab I huga ab bæta vib. Okkur hefur verib tekib mjög vel og nýting gób þessa fyrstu daga”. Hvað um flugvélakostinn? „Vib höfum nú á að skipa Is- lander-vél frá Flugfélagi Austur- lands og Cessnu frá Sverri Þór- oddssyni. Birgir Sumarlibason, fyrrum rekstrarstjóri Vængja sér um innanlandsflugsdeild okkar. Við erum um þessar mundir ab kanna vélar sem eru til sölu, en viljum vanda valib og þvi getum vib enn ekki sagt þér hvaba vélum við munum fljúga I framtibinni. Vissulega koma Twin Otter vélar sterklega til greina, en þær hafa reynst vél hér, en einnig eru abr- ar gerbir sem koma til álita og gætu hentab jafn vel og ef til vill betur. I sem skemmstu máli þá ætlum vib ab bæta flugflotann meb kaup- um á vélum eba leigu mjög fljót- lega”. A hvaba hátt viljib þib bæta þjónustu vib staöina auk véianna sjálfra? „Okkur langar til ab koma til móts vib þessa stabi á þann hátt sem þeir sjálfir hafa áhuga á, til dæmis meb þvl ab efla straum er- lendra og innlendra ferbamanna til stabanna. Óskum vib eftir samstarfi vib byggbarlögin I þvl sambandi og sveitarstjórnir þeirra. Enn má geta þess, ab okkur er ofarlega i huga ab efla leiguflug innanlands, en I þeirri grein flugrekstrar má segja, ab vib séum sérfræbingar, vegna reynslu á erlendum vettvangi. Þá er ánægjulegt ab geta þess, ab vib höfum þegar tekið ab okkur nokk- ur sjúkraflug og vonumst til ab geta stabið I stykkinu á þeim vett- vangi”. Eru þab flugmenn Vængja ein- vörðungu, sem fljúga innanlands- flugiö? „Já, þeir eru allir fyrrverandi flugmenn Vængja, en hjá okkur starfa allir fastráðnir flugmenn, sem hjá Vængjum voru. Finnast varla margir reyndari menn I svona erfibu flugi, en Birgir hefur tildæmis oft bent á ab sjúkraflug- in vilja helst koma upp á þegar vebur eru verst. Er þá gott ab hafa slika menn. Þeir staðir sem vib fljúgum á eru þeir erfibustu hérlendis margir hverjir, og mjög vanbúnir að tækjum, en við von- umst til, aö eftir þvl sem fólk fer meira ab geta treyst á þetta flug, aukist áhugi á þvl að bæta abstöö- una, svo fært veröí við misjöfn skilyrði. Þvi miður gerir fólk sér ekki oft jafn vel grein fyrir þvi, ab slæmur flugvöllur er ekki betri en slæmur bilvegur. Farþegarnir veröa meira varir viö vondan veg, en vondan völl og þvl er meira talab um vegina og ýtt á eftir umbótum þar. Þetta vonum viö aö breytist. „Tæki á flugvöll skila ekki atkvæðum”, sagbi gób- Þessi auglýsing er þegar oröin þekkt hérlendis. Tii þessa hefur Arnarflug fyrst og fremst flutt út islenska þekkingu I flugrekstri og flugmennsku. Tlmamyndir G.E. ur mabur úti á landi og þetta segir slna sögu. Fólk finnur ef flugskýli vantar, en ekki ýmsan öryggis- búnaö”. Hvaö er aö frétta af erlendu flugi ykkar? „Onnur vélin er núna á leigu hjá Britanniu og flýgur meö breska feröamenn um allan heim, en hin flýgur hér heima meö ferbafólk og nokkuð af áætlunar- leiöum Flugleiöa, en hana leigj- um vib til Flugleiöa á sama hátt og hina til Britannlu. Sú vél fer til Yemen I pllagrimaflug um miðj- an október. Leiguflugsmarkaöurinn er mjög mikilvægur, þegar minnkar i ööru flugi á haustin, en jafn- framt er samkeppnin þar geysi- lega hörö. Okkur hefur hins vegar tekist ab halda okkar viðskipta- yinum, sem segir slna sögu. Viö höfum á að skipa ungu fólki sem ér geysilega áhugasamt um sitt starf og þvi er alveg óhætt aö trúa aö án þess ab hver maður leggi sig fram til hins ýtrasta mundum viö ekki standast á þessum mörk- ubum. Þaö höfum vib hins vegar gert og viö viljum endurtaka aö þaö er okkar prýöulega og vel hæfa fólki aö þakka. Viö störfum hér I gömlu og grónu Ibúbarhúsi og fjölskyldullf- iö hér er eins og best verður á ' ''' V s Stefán Halldórsson, starfsmannastjóri og Gunnar Þorvaldsson, flug- rekstrarstjóri. Ariö 1976 flutti Arnarflug 18 þúsund farþega. Þeir voru orönir 250 þúsund 1978. kosið. Um leiö og okkur hefur tek- ist aö forðast of viöamikla yfir- byggingu, vinnur fólk hér I svo nánu samstarfi, ab hver þekkir inn á verksvið hins og veit um hvab er aö gerast á hverjum staö á hverjum tima. Þaö hefur veriö okkur ómetanlegt”. Hjónaleysin Jan ogTye. (Anna Kristfn Arngrfmsdóttir og Sigmundur örn Arngrimsson) Þjóðleikhúsið LEIGUHJALLUH, eftir TENNESSEE WILLIAMS Frumsýning, Þýöandi: INDRIÐI G. ÞORSTEINSSON Lýsing: KRISTINN DANIELSSON Leikhljóð: GUNNAR REYNIR SVEINSSON Leikmynd og búningar: SIGURJÓN JóHANNSSON Leikstjóri: BENEDIKTARNASON Tennessee Williams Tennessee Williams er án efa einn þekktasti núlifandi leikrita höfundur Bandarlkjanna, en hann hlaut á slnum tima heimsfrægð fyrir leikritin Glerdýrin og fyrir Sporvagninn Girnd, en þessi verk skrifaöi hann áriö 1945 og 1948. Segja má að Köttur á heitu blikk þaki (1955) sé i sama flokki, en fyrir þaö verk hlaut hann hin frægu Pulitzer verölaun, sem þykir mikill heiöur. Tennessee Williams hefur skrifab fjöldann allan af leikrit- um, þótt þau hafi ekki öll notib slikrar frægöar og vinsælda, sem þau þrjú, sem talin voru upp hér aö framan, ennfremur sögur og ljób. Tennessee Williams skrifar einkum um taugabilab fóik, sem er á valdi átakanlegra abstæbna og velkist þannig um mannhafib, en leikir hans gerast einkum I Suöurrlkjum Bandarikjanna, og oftast á bilinu milli fornrar frægöar og bágra kjara, þar sem allt er glataö og engin von er til framar aö þvl er virbist, abeins draumórar. Þrátt fyrir mikla frægð, voru margir búnir aö afskrifa Tennessee Williams sem leikrita- höfund, enda maður á sjötugs aldrinúna (f. 1914). Litufremur á hann sem kulnað eldfjall, sem gnæföi yfir umhverfið, þar til i fyrra, er hann án fyrirvara sendi frá sér verk, sem litið viröast gefa eftir Glerdýrunum og hinum tveim, sem skipuðu honum i röð mestu leikskálda samtlmans. Þetta verk er Leiguhjallurinn, sem Þjóðleikhúsið frumsýndi síð- astliöinn fimmtudag. New Orleans — Vieux Carré Leiguhjallurinn gerist I vlö- frægu hverfi I New Orleans, Vieux Carré, sem stendur á bökk- um Mississippi-fljótsins, en þar stóöupphaflegahinvlggirta borg, Nouvelle Orléans. Um hverfið segir I leikskrá á þessa leið: „...enn þann dag I dag er hann sterkt litaöur af latneskum og frönskum uppruna sinum. Louisi- ana-riki, sem New Orleans er i, var jú hér áður fyrr ekki I neinum tengslum viö Bandarlki Norö- ur-Ameriku, þar eö Frakkar stofnuöu nýlenduna og Spánverj- HÚS ANGISTARINNAR ar réöu þar rikjum lengst af þar til Louisiana var seld Bandarikj- unum árið 1803. Þab er kannski vegna þessa uppruna sins aö New Orleans hefur ætiö veriö mjög umburöar- lynd borg gagnvart mannlegum breyskleika sem og gagnvartnýj- ungum I listum, þó svo syöst i Suðurrtkjunum sé. Þarna er t.d. vagga jasstónlistarinnar. Til Vieux Carré flytjast þeir sem vilja lifa óáreittir meö sér- kenni sin og býr þar undarleg blanda af bóhemum, listamönn- um, fjárhættuspilurum, drykkju- mönnum, gleöikonum, götusöl- um, sjómönnum, bankastjórum og betlurum auk hinna upphaf- legu ibúa hverfisins sem nefnast Kreólar (Creoles) og eru af frönskum og spönskum uppruna. A þeim tlma sem leikritib ger- ist, er New Orleans sem óðast ab ná sér eftir ömurleika kreppuár- anna, þvi rétt eins o g annars stab- ar markaöi kreppan sin spor á þessa hafnarborg meö atvinnu- leysi og uggvænlegum pólitlskum væringum. Til dæmis er byrjaö aö lagfæra gamlar og sögufrægar byggingar og fegra og snyrta hina fjölmörgu blómagaröa sem borg- in er m.a. fræg fyrir. New Orleans er nánast umflotin mýrafenjum og stööuvötnúm og stendur fyrir neöan sjávarmál. Vegna þessa er erfitt um vik aö losna vib frárennsli og skólp og þarf dælur til. Af sömu ástæöu er illmögulegt aö grafa lik. Þeim er yfirleitt komiö fyrir I grafhýsum ofenjaröar”. Leiguhjallur Leiguhjallur segir frá lifinu i leiguhjalli frú Wire (Þóra Friö- riksdóttir). Frú Wire er biluö, og stjórnar voíeiflegum húsakynn- um sinum og leigjendum meb harbri hendi, ásamt blökkukon- unni Nanný. Wire er I senn harö- stjóri og mildur höfðingi, en lifir I öörum heimi, f fornri frægö, fremur en köldum veruleika. Leikurinn gerist veturinn 1938-1939. Hús hennar er fuilt af fólki, leigjendum, leöurblökum og skordýrum og þaö er um þetta fólk, sem leikurinn snýst, sálar- Tennessee WUIiams, höfundur LeiguhjaUsins. háska þess, munað og athvarf. Ýmsir telja ab skáldiö sé þarna aö lýsa æskuárum sinum innan um kynvillinga og öfugugga, aRs konar. Um þessar mundir hefur Tennessee Williams veriö rúm- lega tvitugur aö aldri, en aö loknu háskólanámi bjó hann um skeib i þessu gamla hverfi, þar sem leikur hans gerist nú. Leikrit þetta minnir um margt á Sporvagninn og Glerdýrin, eöa er öllu heldur hiiöstæöa þeirra, bæöi aö snilld og eins af þvi aö þar er mannlífið brotiö til mergjar, ekki sem einangrað fyrirbæri, heldur I iöandillfi Suöurrlkjanna. Hvert orö er hnitmiöaö, en samt er leikurinn frjálst spil. Tennessee Williams er maöur orðsins, lif hans er i textanum fyrst og fremst. Leikmynd, bún- ingar og umhverfi er fyrst og fremst umgjörö um öll þessi bitru orö, sem falla I tali manna og ein- tali. Ungt skáld kveöur dyra I leigu- húsi, húsi angistarinnar hjá frú Wire I Toulousestræti 722, i franska hverfinu I New Orleans, sem er jaröfræöileg mannæö undir yfirboröi sjávar, og þvi renna fljótin fram hjá I stokkum. Þjóöfélagslega er borgarhverfiö þó enn dýpra sokkið. Þarna setur skáldiö vefstól sinn og byrjar aö vefa örlagaþræði einkennUegra manna saman I heillegan vef. Orö hlaöast upp og spennan magnast. Einna helst minnir þetta á rit rússneksa höf- undarins Solzhenitzyn (þaö sem undirritaöur hefur lesiö). Þaö skeöur ekki mikið í hverju oröi, eöa hverri setningu, og þær virö- ast á köflum allt aö þvi litlausar, virðast ekki skipta máli, en smám saman þyngist byröi þln, uns hún byrjar aö sliga. Ekki svo aö skilja, aö hitfund- arnir séu líkir, ööru nær, snilli oröræöunnar hjá Tennessee Willi- ams er af öörum toga, en hinar köidu skýrslur Solzhenitzyn. Það er aöeins byröinsem hefur sama þunga hjá báöum. Persónur 1 leiguhjallinum kynnist unga skáldið nýjum heimi, húsi sem er ekki lengur til, nema sem minn- ing, sem rakir veggirnir geyma og munu geyma til eilíföar. Helstu persónur eru, auk frú Wireog skáldsins, eru Næturgal- inn, (Baldvin Halldórsson), en hann er kynviUtur myndlistar- maöur, sem lifir á þvi aö teikna fallegar pastelmyndir af rilcum keUingum. Hann er meö berkla og er aö hósta frá sér alla vinnu og húsnæöiö líka. Hans biöur aö- eins fátækrahæliö eöa dauöinn. Hann talar um fegurð og alvarleg verk, sem hann á eftir aö gera, þótt innst inni viti hann aö Ufi hans er lokið, aö brátt muni hann hósta þvi burtu lika meö blóöug- um lungunum. Þá eru þaö hjóna- leysin Jane og Tye (Anna Kristin Arngrfmsdóttir og Sigmundur örn Arngrlmsson). Sigurður Skúlasonleikur skáld- iö. Hann er líkur Tennessee Willi- ams I sjta, myndum af honum ungum, og þótt hann virðist ekki bera draumlyndi hins ljóöræna texta I atgervi sinu og svip, tekst honum ab skapa trúverðuga per- sónu undir lokin. Ég held aö Sig- uröi hafi aldrei tekist svona vel fyrr. Þóra Friöriksdóttir fer á kostum. Hefur hæfilegan hemil á sérkennum hinnar biluöu hús- móður og leigusala, sem endar i svo hreinu sambandsleysi viö stund og staö. Baldvin Halldórsson vinnur lika sigur. Ef til vill er hlutverk Næturgalans þó auöveldara en hinaö sumuleyti, þvi persónaner betur frá gengin en flestar hinar, frá höfundarins hendi, en þaö er eigi aö slöur máttug mynd, sem Baldvin gefur okkur af hinum misheppnaöa snillingi, sem nær- ist á blekkingum og sinu eigin blóbi. Anna Kristin Arngrims- dóttir, Jane,nærlika mjög góöum árangri þarna, og sömuleiöis viö- hald hennar Tye, Sigmundur örn Arngrímsson, Hin átakanlega sambúö þeirra og örlög eru lífs- leiklist Baldvin Halldórsson og Sigurður Skúlason I hlutverkum slnum. mynd, sem lengi fylgir, eftir að sýningu lýkur. Fleiri mætti nefna, t.d. Sky, ( Hákon Waage). Þaö er ekki stórt hlutverk, en bregöur samt birtu yfir. Leikmynd og leikstjórn Benedikt Arnason leikstýrir Leiguhjallinum. Hann skilur verkiö, og leikarar hans eru vel þjálfaöir. Þetta leikrit er orö, fyrst og fremst orö, orö, sem veröa aö fólki i snjallri þýöingu Indriða G. Þorsteinssonar, sem hefur stillt á rétta bylgju. Leikur sem gerist I orðum, fyrst og fremst, krefst skýrrar framsagnar. Ef aö einhverju á aö finna, þá mætti láta leika meira fram I sal, t.d. leikur Anna Kristin (og fleiri lika) of mikiö inn i sviöið, og þá tapast orð, sem er vont. Leikstjórinn, leiktjaldamálar- inn og leikhljóðamaöurinn (Gunnar Reynir Sveinsson) sitja ekki viö orðin tóm, heldur gerist leikurinn út um allt. Inni I leigu- hjallinum, húsi angistarinnar, i sólhvltum vindinum og regninu fyrir utan, I planóinu á horninu. Borgin er umhverfis okkur, New Orleans og franska hverfiö allt, sokkiö undir sjávarmál i hinum landfræöilega skilningi og I hin- um mannlega lika, og I leikslok hafa áhorfendur naumast nokk- urtþreklengurtilaðklappa undir þeim þyngslum og fargi, sem höf- undur leggur þeim á heröar. Þaö er talið aö Tennessee Willi- ams hafi endurheimt frægö sína ogskáldaheiöur meö þessu verki, og mun það ekki ofsagt, og þaö er örðugt aö skila áhrifum þess, eða skilgreina þau I stuttri blaða- grein, jafnvel þótt þaö sofni I brjósti þinu eftir að heim úr leik- húsinu er komiö, vaki þar svo og ólmist. Mér kemur helst i hug þegar ég var seinast I New Orleans. Þá sat brjálaöur maöur uppi á stóru ný reistu húsi, sem stóö autt, og hóf skothrlö á vegfarendur úr vél- byssu, og borgarhlutinn var um noldcurn tima I umsátursástandi. Það er oröiö mjög langt slöan, og ég er búinn aö gleyma hversu marga hann felldi, meö hríö- skotarifflinum, en þaö einkenni- lega var, aö maöurinn komst und- an, fannst aldrei, þvi hann smaug einhvern veginn framhjá varö- sveitunum umhverfis húsiö, og yfirvöldin fengu bágtfyrir. Þetta hús stóö viö hiö fræga Vieux Carré i New Orleans. Nú hefur aftur heyrst skothriö frá þessu gamla hverfi, og enn er þaö almenningur, ráðþrota fólk, sem fyrir skothriöinni veröur, en nú er þaö Tennessee Williams sem skýtur, vegur með oröum, og sem fyrr vitum viö ekki hvers vegna, og I leikslok hverfur hann sporlaust og viö sitjum ein eftir meö sorgina og alla þjáningu þessara gömlu húsa I sál okkar og hjarta. Jónas Guðmundsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.