Tíminn - 29.09.1979, Blaðsíða 15

Tíminn - 29.09.1979, Blaðsíða 15
 Laugardagur 29. september 1979 15 Kristrún Sveinsdóttir frá Hrafnkelsstööum Ég veit hestinn minn traustan og mig heimvonin gleöur þaö er bjart fyrir austan þar er bliöskaparveöur. Þessar ljóölinur Eiriks Einarssonar frá Hæli koma mér i hug, þegar ég sest niöur og reyni aö festa á blaö nokkrar linur um vinkonu mina, Krist- rúnu Sveinsdóttur. Hún var fædd aö Hrafnkels- stööum i Hrunamannahreppi Arnessýslu 2. september 1930 dóttir hjónanna Sigriöar Haraldsdóttur og Sveins Sveins- sonar, sem þar bjuggu myndar- búi, en Sveinn lést áriö 1954. Rúna, eins og viö kölluöum hana, ólst upp i foreldrahúsum I glööum systkinahópi. Hún gekk i barnaskólann á Flúöum og einn vetur var hún viö nám i £ Húsmæöraskóla Suöurlands aö 1 Laugarvatni. Skólaveru sinnar minntist hún ætiö meö gleöi enda mun hún hafa átt létt meö nám. örlögin höguöu þvi þannig aö þar sem hún haföi ekki heilsu til sveitavinnu lá leiö hennar til Reykjavikur, þar sem hún vann viö ýmis störf en lengst af þó eöa i 17 ár, I prentsmiöjunni Hilmi. Viö Rúna höföum i raun þekkst eöa vitaö hvor af annarri frá þvi viö vorum smástelpur þó viö byndumst ekki vináttubönd- um fyrr en á fulloröins árum, þegar hún fór aö koma á heimili okkar hjónanna og varö brátt sem ein af fjölskyldunni. Hún var aufúsugestur hvenær sem var og alltaf sjálfsögð viö öll meiriháttar tækifæri I fjölskyld- unni. Þaö var alltaf bjart og glatt I kringum Rúnu og viö hér I Sigluvoginum eigum svo ótelj- andi góöar og skemmtilegar minningar um hana — um vin- áttu hennar, hjálpfýsi og ljúf- mennsku. Hún var viðlesin og fróöleikshús — hún var svo mik- ill ljóöaunnandi og kunni svo mikiö af ljóöum, aö ég minnist ekki aö hafa kynnst ööru eins. Ef þaö stóö i manni visupartur eða ljóöahending var kallaö 1 Rúnu og hún kunni oftast ekki aöeins framhaldiö heldur vissi lika hver höfundurinn var. Hún haföi mikiö gaman af leiklist og var tiöur gestur I leikhúsum og þó hún væri ekki söng- manneskja sjálf haföi hún yndi af fallegum söng og var mikil smekkmanneskja á hvort tveggja. Rúna unni sveitinni sinni af heilum hug. Ég býst viö aö sllk átthagatryggö finnist vart meiri. Hún bar hag alls sins fólks fyrir austan mikiö fyrir brjósti og ekki aðeins fjölskyldu sinnar heldur allra sveitunga sinna. Hún elskaöi sannarlega nafn Arnesþings og þangaö stefndi hugur hennar alla tiö. Hún fór heim aö Hrafnkels- stööum hvenær sem hún gat. Rúna giftist ekki og eignaöist ekki börn, en hún breiddi sig yfir systkinabörn sin og börn vina sinna, þar á meöal mín börn og svo aftur börn þeirra. Hún hændi aö sér börnin og ekki sist unglingana. Þegar foreldr- ar þurfa aö bregöa sér út I heim er ekki alltaf auövelt aö fara frá fólki á unglingsárum einu i heimahúsum og ekki er hægt aö senda þau I fóstur eins og smá- börn — þá er gott aö eiga góöa vinkonu sem leysir vandann meö þvl aö koma og búa á heimilinu á meðan. Þennan vanda leysti Rúna oftar en einu sinni fyrir okkur hjónin. Enginn Iunglinganna hér hafði á móti þvi að hafa hana hjá sér — siöur en svo. Og ekki var hún Rúna siðri viö gamla fólkið, sem á vegi hennar varö, og ólöt ,að heimsækja þá sem litt áttu heimangengt vegna aldurs og sjúkleika. Fyrir nokkrum árum geröist | Rúna félagi I Góötemplararegl- Iunni. Þar bættist Reglunni góður liðsmaður þvi hún var góö | félagsmanneskja. Hún haföi I mikla ánægju af störfum sinum | i stúkunni sinni „Einingunni” | og annars staöar í Reglunni. I Rúna var upplesari af guös náö — framsögn hennar skýr og málfariö svo hreint og fallegt. Hún tók lika þátt I leikstarfsemi á skemmtikvöldum en hún vann einnig aö heill og brautargengi Reglunnar út á viö sem inn á viö. Þaö er gott fyrir hvaöa félagsskap sem er aö eignast slíkan liösmann enda var hún metin aö veröleikum innan vé- banda félagsskaparins. Rúnu þóttiákaflega gaman aö feröast — haföi næmt auga fyrir fegurö náttúrunnar og áhuga fyrir mannlifinu almennt. Hún ferðaðist þó nokkuö um landiö okkar og eina ógleymanlega ferö fór hún til Norðurlandanna. Þetta er I stórum dráttum ævisaga Rúnu vinkonu minnar. Saga farsællar ævi sem lauk of snemma. Fyrir hálfu ári kenndi hún þess sjúkdóms, sem siöar dró hana til dauöa. — Þaö eru hörð örlög aö þurfa aö hverfa burt á miðjum aldri og okkur óskiljanlegt, sem eftir stöndum hvers vegna þetta þurfti aö henda hana. Aö horfa á vini sina berjast vonlausri baráttu er mörgum ofviöa — maöur fyllist fyrst máttvana reiöi og sárind- um. En þegar svo er komiö aö ekkert er eftir nema þetta eina og þreytan er aö buga hetjulund sjúklingsins, þá fer maður aö óska eftir aö hvildin komi sem fyrst. Þannig sættir llfið mann viö dauðann. En Rúna var ekki ein — öldruö móöir hennar vék varla frá sjúkrabeöi hennar siöustu mánuöina og vikurnar — hvorki nótt né dag. Hún veitti dóttur sinni ómetanlegan styrk. Það eru margar hetjusögur úr hversdagslífinu, sem hvergi eru skráöar —sögur um fórnarlund, sem hvergi á sinn lika. Ég vil flytja öllu starfsliöi deildar A-6 á Borgarspitalan- um, þar sem Rúna dvaldi frá upphafi veikinda sinna til enda- loka, hjartans þakkir fjölskyldu hennar og okkar vina hennar. Sú frábæra hjúkrun og aðhlynn- ing, sem hún hlaut þar, yljaöi okkur um hjartarætur og mun aldrei gleymast. Rúna veröur jarösett aö Hruna i dag — heima i sveitinni sinni, sem hún unni svo mjög. Ég vildi óska sveitinni hennar og þjóöinni allri aö hún eignaðist sem flestar slíkar dæt- ur. Aö leiöarlokum vottum viö, ég og min fjölskylda og allir vinir hennar hér I Reykjavik móöur hennar, systkinum og ööru skylduliöi okkar dýpstu og inni- legustu samúö. Minningin um hana mun lifa björt og falleg i hjörtum okkar og viö þökkum henni samfylgdina öll þessi góöu ár og biðjum henni farar- heilla og blessunar á ókomnum stigum. Asgeröur Ingimarsdóttir Hún Rúna frá Hrafnkels- stööum er dáin aöeins 49 ára gömul. Meö þakklátum huga ætla ég aö minnast hennar meö nokkrum oröum. Viö áttum saman indælar og ógleymanleg- ar stundir á ferðalögum um landið okkar. Fullu nafni hét hún Kristrún Sveinsdóttir. Fædd 2. septem- ber 1930, dáin 24. september 1979. Hún fæddist á Hrafnkels- stööum i Hrunamannahreppi — dóttir hjónanna Sigriöar Haraldsdóttur og Sveins Sveins- sonar, sem þar bjuggu. Hún ólst þar upp við bóklestur og sögu- fróðleik ásamt rikri átthaga- tryggö. Okkar góöu kynni byrjuöu meö þeim haétti að fyrir meira en tveimur áratugum vorum viö á afmælismóti Ung- mennafélags Islands á Þing- völlum og varð okkur reikaö upp á syöri barm Almannagjár viö öxarárfoss sitt i hvoru lagi, þvi báöar vorum viö einar. Þar hittumst viö og tókum tal saman og var okkur þaö sama i hug aö njóta þarna I kvöldkyrröinni þessa dásamlega og stórbrotna landlags á okkar kæra sögustaö og ekki spillti þaö aö iþrótta- fólkiö sýndi þrótt sinn og getu á völlunum ásamt fjölmenni og tilheyrandi tjaldborg. Seinna feröuöumst viö Rúna saman bæöi I lofti og á landi og alltaf var hún sami glaöi og góöi félaginn. Ég minnist þess, þeg- ar ég ætlaöi aö hrósa henni fyrir aö taka mig meö sem feröa- félaga, þó ég væri heilli kynslóö eldri: „Ekkert þvaöur” sagöi hún og bandaði hendinni góölát- lega til min. Stundum minnti hún mig á sinn sögufróöa og frá- sagnarglaöa móðurbróöur Helga á Hrafnkelsstööum, þeg- ar viö fórum framhjá einhverj- um sögustaö. Þá rakti hún okk- ur atburði úr sögunni eöa sagöi okkur að á þessum bæ bjó þetta skáldiö. Hún Rúna haföi marga hæfi- leika þó hún liföi kyrrlátu lifi og bærikannskiekkimikiöá henni. Ég minnist, ásamt fleiru, þegar hún bauö mér á kvöldvöku I stúkunni sinni. Þá sýndi hún, að hún átti leikhæfileika á senunni eins og hennar fólk. En nú er hún horfin okkur i bili. Hún háöi langa og stranga baráttu viö hinn banvæna sjúk- dóm — en þar var hún ekki ein- stæöingur. Hin aldraöa móöir hennar meö sinn heita móöur- .faöm sat hjá henni siöustu mánuöina meö smáhvildum frá dóttur og tengdadætrum, og margar vinkonur Rúnu sýndu góöleik og tryggö I veikindum hennar. Ég votta öllu þessu fólki samúö mina. Vertu svo sæl aö sinni, góöa vina, sjáumst bráö- um og njótum feguröar gúös i öðrum heimi. Margrét Siguröardóttir, Miöfelli Veturinn 1973 bættist okkur félögum i stúkunni Einingin nýr liösmaöur sem hér veröur minnst. Þaö var iönverkakona á fimmtugsaldri. Hún haföi veriö hjá okkur á einu skemmti- kvöldi, kom þar meö bernsku- vinkonu sinni austan úr Hrepp- um. Og slðan geröist hún félagi okkar. Kristrún Sveinsdóttir var fædd á Hrafnkelsstööum 2. september 1930, dóttir Sigriöar Haraldsdóttur og Sveins Sveins- sonar sem þar bjuggu en Haraldur var svo sem margir vita kvæntur Guörúnu Helga- .dóttur frá Birtingaholti. Satt aö segja er ég fremur ófróöur um ævisögu Kristrúnar þar til hún gekk i Eininguna. Kristrún gekk i Eininguna af þvi aö hún var félagslynd og vildi gjarnan veröa bindindis- hreyfingunni aö liöi. Hún reynd- ist lika strax hinn ágætasti félagi, sótti fundi vel og leysti samviskusamlega af hendi hvert þaö verk sem henni var faliö. Þó var hún I rauninni hlé- dræg, en góður þegn og skyldu- rækin. Þaö atvikaöist svo aö okkur Kristrúnu var falið aö undirbúa dagskrá fyrir einstaka fundi. Gott var aö vinna meö henni aö sliku. Þaö er meiri vandi en óreyndum kann aö viröast I fljótu bragöi aö taka saman klukkustundar dagskrá um mikiö efni og jafnvel þvi verra sem af meiru er aö taka. Frá samstarfi okkar Kristrúnar á þvi sviöi er mér einkum minnis- stæö vinna viö aö taka saman dagskrá um Harald Nielsson prófessor og i ööru lagi dagskrá um Brynjólf Pétursson og Fjölnisbindindiö. Enginn gerir gott úrval nema hann viti úr hverju er aö velja og margs er aö gæta þegar setja skal saman liflega og fróölega dagskrá. Sjálf var Kristrún ágætur upplesari og kom vel og myndarlega fyrir I embættum þar sem henni bar eitthvaö aö flytja. Voriö 1978 var hún kosin varatemplar umdæmisstúkunn- ar á Suðurlandi. Sumarið 1977 voru nokkrir Is- lenskir templarar viöstaddir hundraö ára afmælishátiö góö- templarareglunnar I Noregi. 1 sambandi viö þau hátlöahöld fóru þeir nokkurra daga ferö um Skandinaviu noröur I Þránd- heim og þaöan yfir til Sviþjóöar og til Stokkhólms. Þrir félagar úr Einingunni voru I þeirri ferö viö hjónin og Kristrún Sveins- dóttir. Þetta uröu ógleymanleg- ir dagar. I þessari ferö fann ég aö Kristrún kunni sveitasögur Björnsons og sömuleiöis ýmsar sögur Selmu Lagerlöf og finnst mér ég viti betur siöan hvilikan þátt i menningu okkar bók- menntir þessara frændþjóöa eiga. En dagar þessarar feröar eru meöal þeirra djásna sem maöur vildi sist missa úr minn- ingum sinum. 1 marsmánuöi siöastliönum leitaöi Kristrún læknis vegna brjóstþyngsla og fleiri óþæginda sem hún haföi kennt um hriö. Hún reyndist vera meö krabba- mein I brjóstholi og eftir það fór hún ekki af Borgarspitalanum. Þaö er sárt aö missa ágætan og dugandi félaga frá nauösyn- legu starfi sem alltof fáir sinna. Auövitaö er vinamissir alltaf viökvæmt mál og ekki unnt aö meta hvaö sárast er I þeim efn- um. En víst er erfitt aö sætta sig við aö missa góöan liösmann á besta starfsaldri þaöan sem okkur finnst fáliöaö um of. En þó aö þaö sé dapurlegt aö hitta dauðvona félaga getur þvi fylgt jákvæö lffsreynsla. A mestu alvörustundum lifsins sjáum viö best hvaö býr meö mönnum og þá þokar hégómi hversdagsleikans gjarnan til hliöar. Móöir Kristrúnar, 79 ára gömul, dvaldi lengstum hjá henni I sjúkrahúsinu frá þvl I júli, þegar sýnt var aö hverju dró og þar til yfir lauk 24. september. Þaðkom lika fagur- Framhald á bls 19 Þorbjörg Guðrún Kristófersdóttir Kom huggari, mig hugga þú, kom, hönd, og bind um sárin, kom.dögg, og svala sálu nú, kom,sól, og þerra tárin kom hjartans heilsulind.kom, heilög fyrirmynd, kom ljós, og lýstu mér, kom, llf, er ævin þver, kom, eilifö, bak viö árin. , V.Briem. Föstudaginn 21. sept 1979. lést I Landspitalanum þorbjörg Guörún Kristófersdóttir. Fædd var hún 8. mai 1926, aö Klúku viö Arnarfjörö. Foreldrar hennar voru, Kristln Jónsdóttir og Kristófer Arnason, sem þar bjuggu, og var hún yngst barna þeirra, sem voru átta talsins. Af þeim eru látin Sigriöur Maria og Pétur Astráður, en eftir lifa Sig- riöur, Jón, Ragnar, Jóna og Magnfrlður. Guörún, eins og hún var af flestum kölluö, ólst upp meö systkinahópnum að Klúku, og var ávallt eftirlæti foreídra sinna og systkina, enda yngst eins og áöur var sagt. Hún mun hafa verið I for- eldrahúsum, fram til ársins 1942-1943, er hún fhittist til Reykjavlkur. Var hún fyrsthjá Sigriöi systur sinni, sem var henni alla HÖ skjól og skjöldur. Sýndi Sigriöur henni sérstaka umönnun I hennar miklu og löngu veikindum, en hún varö aö vera langdvölum i Reykjavik undir læknismeöferö. Ég vil fyrir mágkonu minnar hönd, þakka þeim hjónunum báöum, Sigríöi og ólafi þeirra frábæru umhyggju, sem hún naut alla tiö hjá þeim. Guörún var aö eðlisfari hug- ljúf og góö kona. Bros hennar var blitt og hlýtt, og I vinahópi var hún létt og lifsglöð, fram- koma hennar hógvær, hver sem i hlut átti. Hún bar veikindi sin með þögn og þolinmæöi þar til yfir lauk. Eftir aö hún fluttist til Reykjavikur, vann hún ýmis störf, fyrst viö bókband og seinna I Leöuriöjunni hjá Atla Ólafssyni. Guörún giftist manni sinum Tómasi Tómassyni frá Helludal I Biskupstungum 28. desember 1965. Var sú athöfn i Skálholtskirkju, og var þá um leiö skiröur sonur þeirra Kristó- fer Arnfjörö, sem var eina barn þeirra og sólargeisli foreldr- anna. Þau bjuggu i Helludal, og veröur Guörún lögö til hinstu hvildar i Haukadal I Biskups- tungum, laugardaginn 29. sept. Aö lokum vil ég undirrituö þakka þér elsku mágkona, allar ánægjustundir fyrr og siöar, þlna tryggð viö okkur hjónin, börnin okkar og barnabörn, hlý- ja brosiö þitt, sem öllum veitti gleði sem þig þekktu. Ég vil ennfremur flytja þér og Tómasi þakkir fyrir litlu Sæunni Krist- inu, sem þiö voruö alltaf svo góö. Og aö endingu vil ég, elsku mágkona, biðja Guö aS geyma þig, og greiði hann þér veg um eilifö alla. Haföu þökk fyrir allt og allt. Ég vil svo, Tómás minn, biöja algóðan Guð aö vera meö þér og Kristófer minum Arnfjörö I ykkar sáru sorg. Ollum ættingjum votta ég mína dýpstu samúö. Sigurfljóö Jensdóttir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.