Tíminn - 29.09.1979, Blaðsíða 12

Tíminn - 29.09.1979, Blaðsíða 12
ÍÞRÓTTIR 12 Laugardagur 29. september 1979 Þegar litiðer aftur til 1. deildarkeppninnar í ár má minnast margra snarpra leikja og skemmtilegra leikja. Keppnin var geysilega spennandi allt fram til síðasta leiks — en það var ekki fyrr en í síðasta leiknum, að úr því fékkst skorið hver skyldi hljóta Islands- meistaratitilinn. Knattspyrnan I sumar hefur ekki verið eins góð og undanfar- in ár, en aftur á móti hafa liðin verið jafnari að styrkleika — Valsmenn og Skagamenn hafa ekki skorið sig úr eins og unanfarin ár, enda hafa bæði liöin veriö i öldudal. Valsmenn náðu sér ekki á strik og miklar breytingar voru á Skagaliðinu. Viö geröum það okkur til gamans að taka saman þá leik- menn, sem að okkar mati hafa komist best frá keppninni i 1. deild — og útkoman varð þessi: ARSÆLL SVEINSSON...er sá markvörður, sem hefur vakið mesta athyglina. Arsæll varði mjög vel i sumar og bjargaði Vestmannaeyjaliðinu hvað eft ir annað meö frábærri mark- • vörslu. BJARNl SIGURÐSSON.... Akranesi er tvimælalust sá efnilegasti markvöröur sem tsland hefur lengi átt. ÖRN ÓSKARSSON... kom skemmtilega á óvart sem mið- vörður og batt hann vörn Eyja- liösins vel saman með baráttu sinni og dugnaði. TRAUSTI HARALDSSON... úr Fram er okkar besti bakvörður, fljótur og harðskeyttur. SIGURÐUR HALLDÓRS- SON.... frá Akranesi er sá ungi leikmaður, sem vakti mesta at- hyglina i vörninni. Sigurður, sem átti viö meiösli að striða, hóf aö leika með Skagamönnum á miðju keppnistimabili. Atti hann þá hvern stórleikinn á fæt- ur öðrum og skoraði 4 mörk. ATLI EÐVALDSSON... var sá miðvallarspilari, sem kvað mest að —■ hann stjórnaði leik Valsliðsins með leikni sinni og útsjónarsemi. J ÓN ALFREÐSSON.... Akranesi, var aftur á móti duglegasti mið- vallarspilarinn og sýndi yfirleitt mjög góða leiki. ) ÖRN ÓSKARSSON... lék stórt hlutverk hjá Eyjamönnum. KRISTJAN OLGEIRSSON. .. frá Akranesi var sá ungi leik- maður sem lét mest aö sér kveða á miðjunni. Kristján er maður framtiðarinnar — fljót- ur, leikinn og útsjónarsamur. PÉTUR ORMSLEV... úr Fram var sá sóknarleikmaður, sem var mest i sviðsljósinu. Pétur, sem er mjög leikinn með knöttinn og fljótur, hrelldi marga vörnina. TÓMAS PALS- SON... frá Vestmannaeyjum átti einnig mjög góða leiki — hann er mjög baráttuglaður leikmaður, sem er alltaf á ferð- inni. Þeir ungu leikmenn sem létu mest að sér kveða i sókninni, voru þeir GUÐMUNDUR STEINSSON.... hjá Fram og Keflvikingurinn RAGNAR MARGEIRSSON.Þeir eru mjög efnilegir leikmenn — leiknir og skotfastir. VESTMANNAEYJA—iiðið var það lið sem kom mest á óvart, þvi að enginn bjóst við að Eyjamenn yrðu með i bar- áttunni um tslandsmeistara- titilinn, hvað þá að þeir hlytu hann. Eyjaliðið varð fyrir mikilli blóðtöku — missti Karl Sveinsson til Sviþjóöar og Sigurlás Þorleifsson gekk i raðir Vikinga, en þeir voru lykilmenn sóknarleiks Eyjamanna 1978. Eyjamenn létu þetta ekki á sig fá, þeir mættu ákveðnir til leiks og baráttugleði þeirra var að- dáunarverð. KR-ingar komu einnig skemmtilega á óvart — ný- liðarnir voru með i baráttunni um Islandsmeistaratitilinn allt mótið. Það er ekki erfitt að gera upp á milli þjálfara. VIKTOR HELGASON var þjálfari sumarsins. Viktor gerði Eyja- menn aö Islandsmeisturum. —SOS Oft var hart barist um knöttinn... Þessi skemmtilega mynd var tekin I bikarúrslitaleik Vals og Fram. Gunnar Guðmundsson, Pétur Ormslev, Grimur Sæmundsen og Asgeir Eliasson eru hér I snörpum dansi. Þorvarður Björnsson, dómari, sér eitthvað at- hugavert — og flautar.... —Timamynd Tryggvi) J Vítaspyrnukeppni í Laugardalnum? i. Valur og Akranes leiöa saman hesta sina i dag Það má búast við mikilli baráttu á Laugardalsvellinum i dag, þegar Valsmenn og Skaga- menn mætast — og keppa um rétt til að leika i UEFA-bikar- keppni Evrópu. Liðin leiddu saman hesta sína sl. sunnudag og lauk þeirri viðureign með jafntefli 0:0 i mjög skemmtilegum leik, sem þurfti að framlengja. Það má einnig búast við fjörugum og skemmtilegum leik nú, þvi að mikið er i húfi — Evrópusæti. Keppt verður til þrautar — • þ.e.a.s. að ef liðin skilja jöfn eftir venjulegan leiktima, verður leikurinn framlengdur 2x15 min. og ef liðin eru þá enn jöfn, verður háð vitaspyrnu- ( keppni. Leikur liðanna hefst kl. 2. Jóhannes Guðjónsson - fyrirliði Skagamanna Aö lokinni „knattspyrnuvertíð” 0 JÓHANNES GUÐJóNSSON...sést hér á æfingu á Akranesi — en hann er búsettur og vinnur iReykjavik. Jóhannes æfir mikið einn iReykjavik, en fer upp á Skaga l-2sinnum I viku. Hefur ekki verið á skotskónum hann hefur aðeins skorað eitt mark i 11 ár Jóhannes Guðjónsson/ fyrirliði Skagamanna, er einn þeirra knattspyrnu- manna, sem lagt hefur hvað mest á sig til að geta leikið knattspyrnu með félögum sínum frá Akra- nesi. Jóhannes hefur verið bú- settur i Reykjavík frá 1975 og stundað nám við endur- skoðun og jafnframt unnið fulla vinnu í því fagi í Reykjavík. Jóhannes hefur þvi þurft að fara upp á Akranes til að sækja æfingar með félögum sinum — þetta 1-2 sinnum i viku, og þá hefur hann æft einn i Reykjavik, til að halda sér i fullri þjálfun. Það þarf mikla sjálfsögun og dugnað til að æfa, eins og Jóhannes gerir. Jóhannes, sem er 28 ára, hóf að leika með Akranesi 1968, eða fyrir 11 árum — og hefur hann leikið 175 leiki með Skagamönnum, Jóhannes, sem leikur stöðu varnarmanns, hefur ekki verið á skotskónum i þessi 11 ár — hann hefur aðeins skoraö eitt mark — gegn Þrótti 1978 og var það þjög þýðingarmikið mark, eða sigur- mark Skagamanna 3:2. Jóhannes sagöi þannig frá þessu marki — i leikskrá Skaga- manna i sambandi við Evrópu- leikinn gegn Barcelona: ,,Þetta gerðist i leik á Akranesi gegn Þrótti I islandsmótinu. Staðan var 2:2 og aðeins tvær minútur eftir af ieiknum þegar við fengum hornspyrnu. Okkur hafði gengið illa að nýta mark- tækifærin og Kirby kallaði til min að freista gæfunnar. Ég lét ekki segja mér það tvisvar, heldur hljóp yfir völiinn og I vitateig Þróttar. Boltinn kom fyrir og fór yfir markvörðinn og beint i höfuðið á mér og mér tókst að skalla hann i markið framhjá þremur Þrótturum á linunni. Það sem er kannski merkilegast við þetta mark er að ég hef hvorki fyrr né siðar farið upp I vftateig andstæðingsins þegar horn- og aukaspyrnur hafa verið teknar, heidur alltaf beðið á miðlinunni tiibúinn til varnar”. Þess má geta að lokum, að Jóhannes hyggst leggja knatt- spyrnuskóna á hilluna — eftir siðari leik Skagamanna gegn Barcelona á Spáni. Þeir létu mest að sér kveða

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.