Tíminn - 04.12.1979, Blaðsíða 6

Tíminn - 04.12.1979, Blaðsíða 6
6 Þriðjudagur 4. desember 1979 r Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Ritstjórar: Þór- arinn Þórarinsson og Jón Sigurðsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Ólafsson. Fréttastjóri: Kjartan Jónasson. Auglýs- ingastjóri: Steingrimur Gisiason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæl»ldastjórn og. auglýsingar Siðumúla 15 simi 86300. — Kvöldsimar blaðamanna: 86562, 86495. Eftir ki. 20.00: 86387. Verð I lausasölu kr. 200.00. Askriftargjald kr. 4000ámánuði. Blaöaprent. Ein samhent þjóð Þegar þetta er skrifað er kosningunum að ljúka, og talning atkvæða ekki hafin. Hér verður þvi ekki rætt um úrslit kosninganna, þótt þau verði senni- lega kunn, þegar blaðið berst i hendur kaupenda sinna. Það verður að biða annars tima að ræða um þau. Það má segja um þá kosningabaráttu, sem er ný- lokið, að hún. færi sæmilega fram. öllu meir var deilt um málefni en menn. Að mestu var sleppt að gripa til illvigra persónulegra árása og ekki varpað neinum svonefndum „kosningabombum” á siðustu stundu. Að þessu leyti fór kosningabaráttan betur fram en oft áður. Eins og vænta mátti, settu verðbólgumálin mest- an svip á kosningabaráttuna og langmestar umræð- ur urðu um þau. Þau hljóta lika að verða fyrsta og helzta verkefni þeirrar rikisstjórnar, sem nú tekur við, hver sem hún verður. Framtið þjóðarinnar get- ur mjög ráðizt af þvi, hvort það tekst að ná taum- haldi á verðbólgunni eða ekki. En að fleiru þarf að huga og þá sennilega framar öðru að þvi, sem Steingrimur Hermannsson, for- maður Framsóknarflokksins, hóf máls á á hring- borðsfundi flokksformanna i sjónvarpinu siðastl. föstudagskvöld. Ætla fslendingar að búa sem ein þjóð i landinu eða ætla þeir að skiptast i sundur- lausa og illviga flokka eftir stéttum og landshlut- um? Þetta er miklu mikilvægari spurning en menn virðast yfirleitt gera sér ljóst. Það vakti ekki sizt athygli i kosningabaráttunni, að helztu stéttaflokkarnir, Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðubandalagið, lögðu áherzlu á svokallaða frjálsa samninga og minni afskipti hins opinbera af þeim en áður. Ef þetta gengi fram, leiddi af þvi miklu harðara stéttastrið á vinnumarkaðinum en áður. Bilið milli stéttanna myndi aukast, tortryggni magnast, úlfúð vaxa. Þjóðfélagið hætti i raun að vera sú samstæða heild, sem það þarf að vera. Rigurinn milli landshiuta er ekki minna hættuleg- ur. Alþýðuflokkurinn hefur um nokkurt skeið alið á andúð i garð sveitafólks meðal bæjarbúa og þvi miður orðið nokkuð ágengt. Morgunblaðið hefur lika oft reynt að notfæra flokki sinum landshlutarig- inn. Nú seinast reyndi það að gera það i sambandi við jöfnun húsahitunarkostnaðarins, sem er orðinn mjög ójafn vegna oliuverðhækkananna. Það er rétt- lætismál, að hlutur þeirra, sem búa við oliuhitun, verði bættur úr sameiginlegum sjóði landsmanna og hlýtur þá einhver tilfærsla að eiga sér stað frá þeim, sem betur eru settir. Þetta reyndi Morgun- blaðið illu heilli að notfæra sér i kosningabaráttunni til að sá fræjum misskilnings og úlfúðar. Ef þjóðin á að lifa farsælu lifi i landinu verður hún að leitast við að starfa sem ein heild en kljúfa sig ekki i stéttafylkingar eða landshlutafylkingar. Hún verður að stefna að þvi, að landsmenn allir búi við sem likust skilyrði. Meðal annars verður hún að gæta þess, að kjördæmaskipun og kosningarétti sé hagað i samræmi við það. Jafnframt þessu þarf þjóðin að stefna að þvi að nýta landið allt. Hún má ekki láta nein gæði þess ónotuð. Hún hefur lika öll skilyrði og alla möguleika til að nýta það ein. Það er ekki aðeins misskilning- ur, heldur stórhættulegur misskilningur, að hér þurfi að koma til stóriðjurekstur útlendinga, ef þjóðin eigi að komast sæmilega af efnahagslega. Á íslandi á að búa ein samhent þjóð. Það væri vel, ef næsta rikisstjórn setti sér þetta að markmiði. Þ.Þ. Brésnjef gagnrýnir sex ráðtaerra opinberlega VEÐRATTAN hefur verið erfið landbúnaðinum viðar en á Islandi á þsssu ári. 1 Sovétrikj- unum varð kornuppskeran ekki nema 179 millj. smálestir, en varö 237 milljónir smál. í fyrra, en þá var lika metuppskera. Uppskeran i ár er sú minnsta siöan 1975. Þessar upplýsingar komu fram i ræðu, sem Nikolai Bai- bakov, formaður þjóðhagsstofn- unar Sovétrikjanna, flutti á þingi Sovétrikjanna i siöastlið- inni viku. Afleiðingar þessa uppskeru- brests verða mjög tilfinnanleg- ar fyrir Sovétrikin. Nauösynlegt verður að flytja inn mikiö af korni, m.a. frá Bandarikjunum, og verja til kaupanna miklum erlendum gjaldeyri, sem Sovét- rikin hafa af skornum skammti. Þá má búast við, að þetta leiði til þess, að skortur verði á kjöti og mjólk i Sovétrikjunum á komandi vetri. Raunar má bú- ast við, að sá skortur vari leng- ur, þar sem draga verður sam- an bústofninn frekar en hitt, sökum vöntunar á fóðurvörum. Þegar siðastl. ár er undan- skilið, hefur veðráttan verið óhagstæð landbúnaðinum I Sovétrikjunum um talsvert skeið og ýmist skipzt á kuldar, þurrkar eða rigningar á óhag- stæöum tima. Þetta hefur orðiö enn til- finnanlegra vegna þess, aö rikisbúin hafa ekki gefið eins góða raunog valdhafarnir höfðu gert sér vonir um. Sjálfur Brésnjef hefur hvað eftir annað gagnrýnt ýmiss konar sleifar- lag, sem þar á sérstað. Þá hefur samgöngukerfiö oft reynzt land- búnaðinum erfitt, þar sem hann hefur ekki fengiö vörur, t.d. áburð eöa vélar á tilsettum tima. LANDBÚNAÐURINN er engan veginn eina atvinnu- greinin i Sovétrikjunum, sem ekki hefur á þessu ári fullnægt þeirri fimm ára áætlun þjóð- hagsstofunar Sovétrikjanna, sem nú er i gildi. Samkvæmt áðurnefndri ræðu Baibakovs, verður kolaframleiöslan og oliuframleiðslan minni á árinu en fyrirhugaö haföi verið. Þetta hefur orðið til þess, að gert verður ráð fyrir minni fram- leiðslu á kolum og oliu á næsta ári en búið var aö ráðgera i fimm ára áætluninni. Búið var að áætla, að oliu- framleiðslan á árinu 1980 yrði 12,8milljónir fata á dag á árinu. Kolaframleiöslan verður lika áætluð minni á næsta ári en fimm ára áætlunin hafði gert ráð fyrir. Það bætir nokkuð úr skák, aö gasframleiðslan varö meiri en gert hafði veriö ráð fyrir og hún verður einnig áætluð meiri á næsta ári en gert hafði verið ráð fyrir i fimm ára áætluninni. Veigamiklum greinum iönaðarins hefur einnig mis- tekizt á árinu að framleiöa eins mikiö og áætlaö hafði verið Kosygin og Brésnjef samkv. fimm ára áætluninni. Stálframleiðslan varð minni, áburðarframleiðslan minni, plastframleiðslan minni og einnig framleiösla á ýmsum vélum og áhöldum. Afleiðing alls þessa verður sú, að hag- vöxturinn á árinu verður ekki nema 3,6% en hann hafði verið áætlaður 5,7%. A næsta ári verður stefnt aö 4,5% hagvexti. Brésnjef flutti ræðu á þinginu og gagnrýndi þunglega ýmis- legt, semheföimiðurfarið, m.a. á sviði orkuframleiöslu og sam- gangna. Hann nefndi sex ráð- herra með nöfnum, sém ekki heföu staðið sig nægilega vel. Viö veröum að gera okkur grein fyrir orsökum mistakanna.sagði Brésnjef, svoað hægt verði að bæta úr þeim. Hann nefndi ýmis dæmi um skort á neyzluvörum, sem hefði orsakazt sökum sleifarlags. Meðal annars sagði hann, að skortur heföi verið á tannsápum, þvottaefni, nálum, tvinna og barnableium. AÐUR en þingið hófst, en það stóð aðeins fáa daga, var hald- inn fundur I miðstjórn Kommúnistaflokksins. Þar var ákveðið að bæta viö manni i framkvæmdastjórn flokksins (Politburo), og veröur hún nú alls skipuð 14 mönnum. Fyrir valinu varð Nikolai Tikhonov, fyrsti varaforsætisráðherra, en hann er talinn hafa veriö hægri hönd Kosygin um langt skeið. Ekki verður Tikhonov til þess að lækka meðalaldurinn I fram- kvæmdanefndinni, þvf að hann er 74 ára gamall. Athygli vakti, að Kosygin mætti hvorki á fundum mið- stjórnarinnar eöa þingsins. Hann hefur hvergi komið fram um sjö vikna skeið. Sagt er, að hann hafi verið veikur, en sé á batavegi. Kosygin er 75 ára. Af þeim 14 mönnum, sem eiga sætii framkvæmdanefndinni, er aöeins einn innan við sextugt, Grigory Romanov, sem er 56 ára. Atta þessara manna eru komnir yfir sjötugt. Elztur er Arvid Pelshe, sem er 80 ára. Auk þeirra 14 manna, sem eiga sæti i framkvæmdanefnd- inni, eru 9 varamenn og bætist nú einn maður i þann hóp, (Michail Garabachev, sem hefur 'haft mest afskipti af landbúnað- armálum sem einn af fram- kvæmdastjórum flokksins. Hann er 48 ára og er eini vara- maðurinn, sem er innan viö fimmtugt. Ræður þær, sem þeir Baiba- kov og Brésnjef fluttu á þinginu og áður er vitnað tij, bera þess augljós merki, að Sovétrikin eiga við verulega og vaxandi efnahagsörðugleika að glíma. Horfúr í efnahagsmálum virð- ast ekki siöur iskyggilegar hjá þeim en vestrænum rikjum. Þ.Þ. Brésnjef, Kirilenko og Susiov. Lifvöröur lengst tii vinstri. Erlent yfirlit Mnni hagvöxtur bjá Rússum en ráðgert var

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.