Tíminn - 04.12.1979, Qupperneq 7

Tíminn - 04.12.1979, Qupperneq 7
Þriðjudagur 4. desember 1979 7 Sannleíkanum veröur hver sárreiðastur Sannleikanum verður hver sárreiöastur segir gamalt is- lenskt máltæki. 1 frétt þeirri, sem Timinn birtir I greinar- formi eftir mig 24. okt. s.l. hefur sýnilega verið stórisannleikur, svo mikil reiði er Alberts Jd- hannssonar formanns L.H. vegna fréttar þessarar. íþróttin að stinga á ból- unni Það er mikil iþrótt sumra stjórnarmanna L.H. — núver- andi og fyrrverandi — sem heit- iraðstingaá bólunni. Tilgangur leiksins er að telja almennum hestamönnum trú um aö allt sé i sómanum hjá stjórninni og gagnrýnendur séu illgjarnir og slæmir og einnig að stinga uppi þá örmu þræla i eitt skipti fyrir öll. Leikaðferðin er að útskýra sem nákvæmast léleg persónu- einkenni gagnrýnandans, ætla honum hinar lægstu hvatir og um fram allt að forðast aö nefna málefni það sem gagnrýnt var. Hvortmet verði staöfest i þess- ari iþrótt, fer eflaust eftir þvi hver á völlinn sem leikið er á. Listrænn rógur 1 þessu sambandi skiptir það heldur ekki máli, A.J. nálgast ekkert met, þvi hann leikur svo illa af sér þegar hann reynir að nálgast málefnið. Það skal viðurkennt að þar fyrir utan leikur hann af list, kemur vel frá sér lýsingum á illgirni minni og afleitu innræti með viöeig- andi samlíkingum við púka og fleira gott. Það er ansi margt, sem A.J. heföi mátt hugsa betur áður en hann lét ritsmið sina frá sér fara. Þaö er annars leitt hvað honum gengur erfiðlega að tjá sig i rituðu máli, þegar honum er svona mikið niðri fyrir, enda þótt vitað sé að honum tekst oft sæmilega upp i ræðustóli. Þaö er vinsamleg ábending min aö hann fari á stúfana aö leita sér að leigupenna, næst þegar knif- ir, jafnvel til Hafnarfjarðar teiji hann best föng þar. Miklir menn erum við Hrólfur minn Fyrst er að leiðrétta þá mis- túlkun A.J. að greinin frá 24. okt. sé einkahugleiðingar mín- ar, hún er frásögn sjónar- og heyrnarvottar aö reiði Aust- lendinga í garð stjórnar L.H. fyrir slælega frammistöðu I ákveðnu m áli. Ummæli eru höfð eftir nafngreindum mönnum, en persónuieg skoöun min kemur Albert Jóhannsson ekki fram. Mér yfirsást að til- greina heimildarmann að fyrstu málsgrein greinarinnar, þar sem segir frá samþykki B.l. á erindi B.A. um að Austlending- ar fái f jórðungsmót 1980, og siö- búinni umsókn stjórnar L.H. Heimildarmaður minn þar er Halldór Pálsson búnaðarmála- stjóri. Umsókn L.H. kom ekki um svipaö leyti og umsókn B.A. heldur eftir aö stjórn B.I., hafði samþykkt umsókn B.A. Það var þvi ekki stjórn L.H. sem kom máli þessu i höfn, heldur Búnaðarsamband Austurlands. Hefur formaðurinn ekki lesið lög L.H.? A.J. segir i grein sinni: Það Hestamaður á hrossi. skal tekiö fram að ekki eru i gildi neinar fastar reglur um það hversækir um þetta leyfi til Bf. Isl. og hafa þær ýmist verið sendar gegnum stjórn L.H. eða heimamenn hafa sent þær beint til stjórnar Búnaðarfélagsins. (Tilvitnun lýkur) önnur grein laga L.H. er svohljóðandi: Fé- lagið er samband hestamanna- félaga i landinu. Það er mál- svari þeirra, gætir sameigin- legra hagsmuna gagnvart öör- um aðilum og kemur fram fyrir þeirra hönd gagnvart BUnaöar- félagi tslands og rikisvaldinu. (Tilv. lýkur) Vill A.J. útskýra þessa grein fyrir lesendum? Að heimamenn hafa stundum sent umsóknir sinar beint, sýnir traust þeirra á framkvæmda- semi stjórnar L.H. Það er von að Albert reiddist Fyrir þrem árum var stjórn L.H. falið af ársþingi að koma á i samráði við B.l. fastri niður- rööun lands- og fjórðungsmóta fram að árinu 1998, skv. ákveð- inni reglu. 1 fréttinni 24. okt. er látið að þvi liggja að stjórnin hefði svikist um að koma erindi þessuá framfæri þar til nú fyrir fáum dögum. Nú hefur hins veg- ar sannast að þarna var ekki rétt með fariö. Stjórnin trassaöi erindið ekki l þrjú ár, heldur „aöeins” i tvö og hálft. HUn tók erindið upp við sýningarnefnd B.l. á siðastliönu vori. Sýn- ingarnefndin færðist undan en neitaöi þó ekki. Stjórn L.H. sleppti þá erindi sinu og fór að reka erindi B.l. við hestamenn, hvort þeir gætu ekki látið sér nægja héraössýningar I staðinn. Nöldur og óánægja Og nU nálgumst viö aöalatriði málsins og ég skal ekki lengur liggja á minni skoðun. Hver er tilgangurinn með að „blása Ut (mál) og reyna aö gera að mis- klíðarefni” og ,,sá fræi sundur- lyndis” o.fl.? Um langt skeiö hafa almennir hestamenn nöldrað sin á milli um deyfð og aögerðaleysi stjórnar L.H. Stjórnin hefur safnaö á sig löngum hala óunn- inna verkefna, sem henni hafa verið falin, ýmist af ársþingum eðabeinlinis i lögum L.H. Þetta vita almennir hestamennogeru óánægðir,, Tilgangur minn meö aösegja fréttir af óánægjunni er aö opna augu stjórnarinnar, sem þvi m iður viröast lokuð fyr- irumhverfinu, fyrirstööu mála, Sigurjón Valdímarsson i þá veru að opna umræðu og eyða misklið og sundrung. Snjallir iþróttamenn 1 fyrra skiptið, sem stjórnar- menn L.H. hófu iþróttina ,,að stinga á bólunni”, og A.J. minn- ist svo hreykinn á, tókst þeim snilidarlega að foröast að nefna málefnið nokkru sinni. Það sannaðist hins vegar að gagn- rýni mfn vakti aðra hestamenn til umhugsunar og það er margra þeirra mál aö hún eigi stóran þátt I að nú fara ársþing fram með öðrum og betri hætti. Þarf ekki guð, ég gat Nú bið ég stjórnarmenn að hlífa mér og öðrum viö gömlu plötunnium mikiö fórnfúst starf unnið I sjálfboðavinnu. Vissu- lega er stjórninni falið mikið starf, EN fyrir þrem árum bauð ársþing henni starfsmann, hún afþakkaöi. Ari siöar — fyrir tveim árum — samþykkti árs- þing að starfsmaður skuli ráð- inn thálftstarf. Stjórnin hunds- aði þá samþykkt. 1 fyrra er svo þessi samþykkt Itrekuð en stjórnin gerir ekkert meö hana fyrr en fyrir fáum dögum, að framkvæmdastjóri er ráöinn i 1/3 starf. Faðir vor, þú sem ert.... Kannski lýsir A.J. afstöðu stjórnarinnar með setningu i grein sinni, svohljóðandi: Ekki fæ ég séð hvaö S.V. koma þessi mál við. (Tilvitnun lýkur) Þessi orð formannsins lýsa svo tak- markalausri fyrirlitningu hans á óbreyttum félögum i L.H. og upphafningu stjórnarinnar yfir almenna og litilfjörlega aö ég kýs heldur að lita á þau sem pennaglöp formannsins en skoð- un stjórnarinnar. Sigur jón V aldimarsson óbreyttur félagi I L.H. EFLVM TÍMANN Sjálfboðaliðar hringi i sima 86300 eða 86538, Siðumúla 15 Reykjavik, á venjulegum skrif- " tofutima. ^ Þeim sem senda viija framlög til blaðsins er bent á að giró- seðlar fást i öllum pósthúsum, bönkum og sparisjóðum. Söfn- unarreikningurinn er hlaupa- reikningur nr. 1295 i Samvinnu- bankanum. Styrkið Tímann Fyllið út þennan seðil og sendið til Tímans í pósthólf 370, Reykjavík Ég undirritaður vil styrkja Timann með þvi að greiða i aukaáskrift q heiia Q háifa á mánuði Nafn__________________________________________ Heimilisf.-----------------------—------------ Sími

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.