Tíminn - 04.12.1979, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 4. desember 1979
271. tölublað—63. árgangur
„Fólk betur kristið I dag en
áður” Sr. Árelius litur til
baka Bls. 11
Siðumúla 15 • Pósthólf 370 • Reykjavik • Ritstjórn 86300 • Auglýsingar 18300.■ Afgreiðsla og áskrift 86300 • Kvöldsímar 86387 & 86392
,J'ramsóknarflokkurinn er tvímælalaust sigurvegari kosninganna eftir fyrstu töhim að dæma”
sagði Steingrímur Hermannsson
FRI — „Ég tel að Framsóknar-
flokkurinn sé tvimælalaust
sigurvegari kosninganna eftir
fyrstu tölum að dæma” sagði
Steingrimur Hermannsson for-
maður Framsóknarfiokksins i
samtali við Tímann i nótt. „Ég
vil segja það að þetta er mikið
meira fylgisaukning en ég hafði
nokkurn tima þorað að vona og
það sem ég er ónægðastur með
er að við höfum endurheimt
mann i Reykjaneskjördæmi.
Ég hef það ó tilfinningunni að
fylgisaukningin sé ekki ein-
göngu bundin við Reykjavik og
Reykjanes heldur nái um allt
land. Einnig vildi ég sérstak-
lega benda á að leiftursóknin
hefur að þvi er virðist snúist i
höndunum á sjálfstæðismönn-
um þar sem fylgisaukning hans
er mikið minni en spár höfðu
gefið vonir um.
Ég vil að lokum þakka öllum
þeim sem unnu fyrir Fram-
sóknarflokkinn i þessum kosn-
ingum fyrir ágætt og ósérhlifið
starf”.
Marktækar tölur úr Reykja-
vikur- og Reykjaneskjördæmi
lágu tiltölulega snemma fyrir i
nótt. Um miðnættið var búið að
telja 40.400 atkvæði i Reykjavik
og skiptist það þannig milli
manna að Framsóknarflokkur-
inn hafði fengið 15% og 2 menn
kjörna, Alþýðuflokkurinn hafði
fengið 18% og 2 menn kjörna,
Alþýðubandalagið hafði fengið
21% og 2 menn og Sjálfstæðis-
flokkurinn hafði fengið 44% og 6
menn kjörna.
A sama tima þá var búið að
telja 17.100 atkvæði i Reykja-
neskjördæmi. Af þeim hafði
Framsóknarflokkurinn fengið
16,6% og 1 mann kjörinn, Al-
þýðuflokkurinn 24,8% og 1 mann
kjörinn, Alþýðubandalag 17,5%
og 1 mann kjörinn og Sjálf-
stæðisflokkurinn 40,8% og 2
menn kjörna.
Þegar þessar tölur voru siðan
mataðar i tölvu sjónvarpsins,
bentu þær til að Framsóknar-
flokkurinn mundi auka fylgi sitt
úr-um 16% og i 25,5% ef litið er á
landið i heild og þar með auka
þingmannatölu sina úr 12 mönn-
um i 18 menn eða um 50%.
Kjörsókn var með afbrigðum
góð viðast hvar um landið. Til
dæmis náði hún um 89% i
Reykjavik og yfirleitt þá fór hún
hvergi niður úr 80%.
;; ?! ' r-1 J
FRI — Mikið var að gera á taln-
ingastöðum kjördæmanna viða
um land i nótt. Er við litum inn i
Austurbæjarskólann þá var þar
allt á fullu og menn vongóðir um
að talningu yrði lokið um þrjú-
leytið.
Eini staðurinn þar sem talning
mun tefjast er Vestfjarðakjör-
dæmi. En þar átti að reyna að
fljúga með kjörkassa úr Flatey og
fjórum hreppum I Strandasýslu
frá Stykkishólmi til isafjarðar.
Fulltrúar allra flokka voru
mættir i sjónvarpssal þegar
fyrstu tölur lágu fyrir. Sýndist
þar sitt hverjum um væntanleg
úrslit.
„Ég er nú fyrirfram Htið fyrir
ágiskanir”, sagði Ólafur Jó-
hannesson eftir að fyrstu tölur
lágu fyrir. „Ég reyni aðeins að
gera mitt besta og allir hafa gert
það I þessari kosningabaráttu.
Við höfum fundið það að við hefð-
um meðbyr. Þessar tölur sem
komiðhafa hér fram eru óneitan-
lega gleðilegar ef þær munu ekki
breytast”.
Vilmundur Gylfason viöur-
kenndi ósigur Alþýðuflokksins i
þessum kosningum.
Svavar Gestsson kvað happa-
disirnar aldrei vera jafn hvik-
lyndar og á kosninganóttina.
Ellert Schram kvaðst hafa trú á
þessum fyrstu tölum þar sem þær
væru svo hátt hlutfall af heildar-
kjörsókn. Timamynd: Tryggvi.
Straumurinn liggur til
Framsóknarflokks
FRI — Rétt áður en blaðiö fór I
prentun i morgun voru fyrstu
tölur úr sex kjördæmum komn-
ar. Samkvæmt þeim þá stefndi i
stórsigur framsóknarmanna.
AUt benti til að þeir mundu
endurheimta sitt fyrra fylgi frá
kosningunum 1974 og rúmlega
það.
Landsspáin leit þannig út: A-
listi Alþýðuflokks 17,5%, tapar
4,5% og fær 10 menn, hafði 14. B-
listi Frams.óknarflokks fær
25,7% bætir við sig 8,8%, fær 18
menn, hafði 12. E>-listi Sjálf-
stæðisflokks 35,5%, bætir við sig
2,8% fær 20 haföi 20. G-listi Aí-
þýðubandalags 18,7%, tapar
4,2% fær 11 hafði 14. Hér vantar
einn mann en samkvæmt tölum
frá Suðurlandi þá er Eggert
Haukdal af L-lista Óháðra inni.
Ef við litum á einstök kjör-
dæmi þá var staðan þannig er
blaðið fór i prentun. Reykjavik:
A-listi Alþýðuflokks 18%, tapar
4,2% og fær 2 menn, u-nstr
Framsóknarflokks 15%, bætir
viö sig 7,2% fær 2 menn, D-Iístí
Sjálfstæðisflokks 44%, bætir við
sig 5,6% fær 6 menn og G-listi
Alþýðubandalags 21% tapar
3,2% og fær 2 menn.
Reykjaneskjördæmi: A-listi
Alþýðuflokks 24,2%, tapar 5,2%
fær 1 mann, B-listi Framsókn-
arflokks fær 16,7%, bætir við sig
6,1% fær 1 mann, D-listi Sjálf-
stæðisflokks fær 40,6%, bætir
við sig 8,3% fær 2 menn og G-
listi Alþýðubandalags fær 18,2%
tapar 2,3% fær 1 mann.
Vesturland: A-listi Alþýðu-
flokks fær 17,7%, tapar 5,5% fær
1 mann, B-listi Framsóknar
flokks 36,1%, bætir við sig 9,5%
fær 2 menn, D-listi Sjálfstæðis
flokks 29,8% bætir við sig 3,8%
fær 1 mann og G-listi Alþýðu
bandalags fær 16,4%, tapai
3,6% fær 1 mann.
Norðurland eystra: A-listi Al-
þýðuflokks fær 12,7%, tapar
9,4% fær 1 mann, B-listi Fram-
sóknarflokks fær 46,4%, bætir
við sig 14,5% fær 3 menn, G-listi
Alþýðubandalags fær 12,2%
tapar 7,7% fær 1 mann og S-listi
óháöra 8,7% og engan mann.
Norðurland vestra: A-listi Al-
þýðuflokks fær 12,2%, tapar
1,4% fær engan mann, B-listi
Framsóknarflokks fær 43,9%,
bætir við sig 11,5% fær 3 menn,
D-listi fær 26,8%, bætir við sig
1,3%, fær 1 mann og G-listi Al-
þýðubandalags fær 17,1% tapar
4,3% fær 1 mann.
Suðurland: A-listi Al-
þýðuflokks fær 14,8%, tapar 2%
fær 1 mann kjörinn, B-listi
Framsóknarflokks fær 32,1%,
bætir viö sig 10,3% fær 2 menn,
D-listi Sjálfstæðisflokks fær
22,7%, tapar 8,7% fær 1 mann,
G-listi Alþýðubandalags fær
13,6% tapar 5,4% fær 1 mann og
L-listi Óháðra fær 14,8% og einn
mann.
Aðrir flokkar, R-listi
Fylkingarinnar, H-listi Hins-
flokksins i Reykjavik og Q-listi
Sólskinsflokksins i Reykjanesi
eru hvergi nálægt þvi aö koma
manni á þing.
Eins og sést á þessum tölum
þá er Framsóknarflokkurinn
sigurvegari kosninganna, Sjálf-
stæöisflokkurinn fær hvergi
nærri þá fylgisaukningu sem
honum var spáð, Alþýðuflokkur
og Alþýðubandalag tapa tölu-
veröu fylgi og Óháðir á Suður-
landi virðast ætla að koma
manni á þing.