Tíminn - 04.12.1979, Blaðsíða 9

Tíminn - 04.12.1979, Blaðsíða 9
Þriöjudagur 4. desember 1979 9 Sighvatur Björgvinsson, fjármáiaráðherra: 99 Vaxtastefnunni stór- spillt í framkvæmd” JSS — „Ég tel að algjör sam- staða hafi verið um það milli Al- þvðuflokksins og Framsóknar- flokksins að reyna að koma á verötryggingu fjárskuldbind- inga svo og sparifjár. Þetta verður að gerast i áföngum og er einn þáttur af mörgum i til- raunum til aö ná niður dýrtið. Hins vegar hefur báðum flokk- unum verið það lióst alveg frá upphafi, að ein ut af fyrir sig myndi þessi vaxtapólitik hvergi nærri nægja til þess að snúa dýrtiðarþróuninni. við. Þvi miður hefur árangur ekki orðið sá sem lagasetningin gerði ráð fyrir i upphafi." Svo mælti Sighvatur Björg- vinsson fjármálaráðherra m.a er Timinn spurði hann álits á framkvæmd á vaxtaákvæði laga um verðtryggingu spari- fjár og lánsfjár. Sagði hann að það sem hefði torveldað ár- angur i vaxtaákvæöum i Ólafs- lögum væri einkum tvennt: I fyrsta lagi hefði ekki tekist að fá samþykktar fjölmargar aörar ráðstafanir, sem hefði orðið að vinna með vaxtastefnunni til aö ná verðbólgunni niður, þannig að vaxtaþátturinn hefði ekki verkað sem einn þáttur i sam- ræmdum aðgerðum gegn verö- bólgu, eins og ráð hafði verið gert fyrir. í öðru lagi hefði sam- fara þessum aðgerðum verið lögð áhersla á að breyta láns- kjörum, með þvi að lengja láns- timann og lækka þar með greiðslubyrðina á fjárskuld- bindingunum. Þetta fram- kvæmdaratriðið hefði veriö i höndum viðskiptaráðuneytis fyrrv. rikisstjórnar og hefði þvi ekki verið sinnt, vegna þess aö þeir sem þar réöu húsum, heföu verið andvigir þessari vaxta- stefnu. Þetta hefði m.a. oröiö til þess að fjölmargir landsmanna hefðu á siðustu mánuðum þurft að borga t.d. af vaxtaaukalán- um miklu hærri greiðslur held- ur en raunverulega væri heimil- að að taka af þeim og ráö hefði verið fyrir gert i lögunum. Það hefði verið mjög gróflega van- rækt af fyrrv. bankamálaráö- herra að gera fólki viðvart um það, að allir þeir sem skulduðu vaxtaaukalán frá eldri tið, ættu kröfu á þvi að vaxtaaukalána- bréfunum væri breytt þannig að verulegur hluti af vöxtunum legðist beint við höfuðstól, sem drægi úr greiðslubyrði um marga tugi, jafnvel hundruð þúsunda. Þessi tvö atriði hefðu gert það að verkum að erfið- legar hefði gengiö aö ná um- ræddu markmiði fram en vonir hefðu staðið til Aðspurður um hvort vaxtahækkunin 1. des sl. hefði Sighvatur verið i samræmi við fram- kvæmd vaxtastefnunnar, sagði Sighvatur að væntanlega væri bankastjórn Seðlabankans aö framkvæma sitt mat á hvernig ætti að ná þessu markmiði i áföngum. Þau viðbrögö sem rikisstjórnin hefði sýnt við þess- ari ósk, væru að sinu viti mjög þýðingarmikil, þar sem þau hefðu stuðlað að þvi, að lagt yröi út á þá braut, sem viðskiptaráð- herra fyrrv. hefði átt að vera búinn að leggja út á varðandi breytingar á lánskjörum og sjálfsagða upplýsingaskyldu við almenning. Saeðist Sighvatur álita aö þessar breytingar heföu af hálfu Framsóknar- og Alþýðuflokks verið þungamiðjan i vaxtapóli- tikinni. „Mig furðar á þvi, aö i öllu þessu tali um háa vexti, skyldu menn ekki gefa meiri Framhald á bls. 19 5.7] Gullkistan, verslun Jóns Dalmannssonar Skrautgripaverslun Jóns Dalmanns- sonar 30 ára Skrautgripaverslun Jóns Dal- mannssonar hefur nd starfað I 30 ár, en Jón Dalmannsson hóf rekstur verslunar haustið 1949 i sambandi við gullsmiðavinnu- stofu sins, sem þá var að Grettisgötu 6. Hann stundaði gullsmfðanám 1918-1922, hóf rekstureigin vinnustofu 1930 og lagði jafnan áherslu á hefð- bundinn og þjóðlegan stil. 1935 hóf hann rekstur verslunar að Skólavörðustig 21a ásamt Sigurði Tómassyni drsmið. Eftir að verslunin fiutti I stærra húsnæði og að fjölfarnari götu hófst umfangsmeiri rekstur og var fariö að hafa þá ýmsa skrautmuni og gjafavöru á boð- stólum auk skartgripa. Skartgripir frá Jóni hafa veriö á sýningum viöa erlendis, bæði i Evrópu og Ameriku. Hann var aðili að útflutnings- samtökum gullsmiða, og fyrir- tækið hefur tekið þátt I kaup- stefnunni Gull og silfur Noröur- landa, sem haldin hefur verið I Kaupmannahöfn undanfarin ár. Meöal sýningargesta hafa verið Ingirfður drottning, sem sérstaklega veitti athygli hinum þjóðlega stll á skartgripum Jóns, einnig Henri prins og ýmsir sendiherrar. Nú siöustu ár hefur fyrirtækiö verið til húsa aö Frakkastíg 10 og rekið af dóttur hans, Dóru Jónsdóttur, gullsmiö, undir nafninu Gullkistan. % i ________<B> <S> 'X / SPESÍUR 400 g smjör 500 g hveiti 150 g flórsykur Grófur sykur. HnoSiO deigiO, mótiO úr því sivaln- inga og veltiO þeim upp úr grófum sykri. KæliO deigiö til næsta dags. SkeriO deigiö I þunnar jafnar sneiO- ar, raOiO þeim á bökunarplötu (óþarfi aS smyrja undir) og bakiG viO 200°C þar til kökurnar eru Ijós- brúnar á jöörunum. SMJÖRIÐ GERIR GÆÐAMUNINN * % r y J (S) <§> 1 SMJÖRHRINGIR 250 g hveiti 250 g smjör 1 Va dl rjómi eggjahvíta steyttur molasykur. HafiO allt kalt, sem fer I deigiO. VinniO verkiö á köldum staO. MyljiÖ smjöriO saman viO hveitiO, vætiö meö rjómanum og hnoOiO deigiO varlega. LátiO deigiö bifla ó köldum staO í nokkrar klukkustundir eSa til næsta dags. FletjiÖ deigiö út Víi cm þykkt, mótiö hringi ca. 6 cm í þvermál meO litlu gati I mlöju. PensliÖ hringina meO eggjahvltu og dýfiö þeim í steyttan molasykur. BakiO kökurnar gulbrún- ar viO 225° C í 5—8 mlnútur. SMJÖRIÐ GERIR GÆÐAMUNINN r y J __<§> <S> moT^ ^&AKS*^ FINNSKT KAFFIBRAUÐ 375 g hveiti 250 g smjör 100 g sykur Vz egg eggjahvita afhýc 1ar, smátt skornar möndlur steyttur molasykur. HafiO allt kalt, sem fer I deigiO. VinniÖ verkiö á köldum staO. MyljiO smjöriO saman viO hveitiö, blandiö sykrlnum saman viO og vætiO meO egginu. HnoSiO deigiS varlega, og látiO þaO biSa á köldum staO f eina klst. Út- búiO fingurþykka sivalninga. SkeriS þá I 5 cm langa búta. BeriO eggja- hvltuna ofan á þá og dýfiO þeim I möndlur og sykur. BakiO kökurnar gulbrúnar, efst í ofni viO 200° C I . ca. 10 mln. SMJÖRIÐ GERIR GÆÐAMUNINN OSU/-r f/ S/nJOlMi/a/i Os/a-r// i/fjöl ‘if//a/i V I Os/a-f f/ iajri Sa/a/i / Flug um allt land í gærdag HEI — Allt áætlunarfhig innan- lands lá niðri á sunnudaginn og voru sumirfarnir að veröa ugg- andi um aö utankjörstaðaat- kvæðum tækist aö koma til hinna ýmsustaöa fyrir tilskilinn tima. 1 gær var hinsvegar ágætisveður, þannig aö flogiö var til allra áætlunarstaöa innanlands i gærdag og því von- andi aö öll atkvæði hafi komist til skila i tæka tið. SÉRSTAKLEGA FRAMLEITT SPYRNU- EFNI TIL VIÐGERÐA OG ENDUR- BYGGINGA Á BELTUM VINNUVÉLA. SPARIÐ FÉ Lækltið viðhaldtkostnað. Notið öruggar gæðavörur. Sfmi 91-19460

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.