Tíminn - 04.12.1979, Blaðsíða 2

Tíminn - 04.12.1979, Blaðsíða 2
2 Þriðjudagur 4. desember 1979 DIMMUR LAUGARDAGSMORGUN HEI — Elding sem sló niður i Búrfeilslinu á laugardags- morgun, nálægt Árnesi að haldið var, varð þess valdandi aö straumiaust varö á svo að segja öllu svæði Landsvirkjunar. Þetta gilti um allt Suöurlandsundir- lendið og Vesturland og truflaði verulega á Norðurlandi. Misjafn- lega iangan tfma tók þar til raf- magn komst á aftur, allt frá hálf- tima og upp f marga klukkutima. Tvær aðallinur eru frá BUrfelli, þannig að svona óhapp á ekki að valda rafmagnsleysi, en I þessu tilfelli vann öryggisbúnaðurinn ekki alveg rétt, samkvæmt upp- lýsingum frá Landsvirkjun, sem gerði það að verkum, að raf- magniö fór af báðum linunum. Engar alvarlega skemmdir urðu á rafbúnaði af þessum orsökum. Talsmaður Landsvirkjunar sagði að gengið yrði að þvi með oddi og MJOLKURFELAG REYKJAVÍKUR Slmi: 11125 FOÐUR fóóriö sem bœndur treysta REIÐHESTABLANDA mjöl og kögglar — Inniheldur nauðsynleg steinefni og vitamin HESTAHAFRAR MJÓLKURFÉLAG REYKJAVÍKUR LAUGARVEGI 184, REYKJAVÍK SÍMI 11125 FYRIR BELTAVÉLAR Heil belti og tilheyrandi, rúllur allar gerðir, framhjól, drifhjól, keðjur, beltaplötur, spyrnur o. fl. SÍMI 91-19460 Virtustu og bestu pick-up ná/ar í heimi iBúZni 29800 —■— ' Skipholti19 — rafmagnslaust á öllu svæði Landsvirkjunar egg að endurbæta þann galla, sem virðist hafa valdið þvi' að straumurinn fór af báðum lin- unum. Reykvikingar máttu biða mis- lengi eftir að fá rafmagn á aftur, og varð Breiðholtið t.d. raf- magnslaust í nokkra klukkutima. Starfsmenn Rafmagnsveitu Reykjavlkur kunnu ekki fyllilega skil á fyrirbærinu og hölluðu sér þá að draugakenningunni. Eitt- hvað var það a.m.k. dularfulit, að þegar straum var hleypt á Breið- holtið, sló jafnóðum Ut aftur. Farið var aö leita bilunarinnar á milli hinna ýmsu spennistööva i Breiðholti, með tilheyrandi mæli- tækjum, en allt án árangurs. Upp Ur hádeginu hefur draugsi svo verið búinn að fá nóg af leikara- skapnum, þvi þá varð allt i einu allt i lagi, án þess að nein bilun hefði fundist, eða gert væri við nokkuð. Sögðu starfsmenn Rafveit- unnar þetta ekki óalgengt, þegar kerfið stæði spennulaust nokkurn tima, að svona lagað henti. Hótel Loftleiðir: Mikið um að vera í Blómasal FI — Vönduð dagskrá verður á Hótel Loftleiðum I Blómasal jólamánuðinn og snýst mest um fjögur kvöld. Dagskráin er I stórum dráttum auk tiskusýn- inga: A Aðventukvöldi söng Ólöf K. Harðardóttir við undirleik Jóns Stefánssonar og Jens Guö- jónsson sýndi nýjungar i gull- smiöi. A Sælkerakvöldi mun Agnar Kofoed-Hansen flug- málastjóri ráða matseðli og leiðbeina með val vina og fl. A Lúsiukvöldi syngja sænskar stúlkur og islenskar og vlkinga- skipið verður skreytt frá Kosta Boda. A jólapakkakvöldi syngur Garðar Corters jólalög og jóla- sálma við undirleik Jóns Stefánssonar. Ennfremur verður gjafakynning á vegum Rammagerðarinnar og islensks Heimilisiðnaðar. Sigurður Guðmundsson sá hinn þekkti hljómlistarmaður mun leika á orgel I Blómasal frá fimmtudags* til sunnudags- kvölda og að sjálfsögðu öll þau kvöld, sem getið er að ofan. Tískusýning verður og i hádeg- inu 7. des. Módelsamtökin sjá um allar tiskusýningarnar. Þá má geta þess, að jólaglögg verður á boðstólum frá 1. des. Að sögn Emils Guðmunds- sonar hótelstjóra varð i fyrra að hafa góöan fyrirvara til þess aö komast á þessi kvöld. ALTERNATORAR í FORD BRONCO MAVERICK CHEVROLET NOVA BLAZER DODGE DART PLYMOUTH WAGONEER CHEROKEE LAND ROVER FORD CORTINA SUNBEAM FIAT — DATSUN TOYOTA — LADA VOLGA — MOSKVITCH VOLVO — VW SKODA — BENZ — SCANIA o.fi Verð frá 26.800/- Einnig: Startarar, Cut-out, anker, bendixar, segulrofar o.fl. í margar tegundir bifreiða. Bílaraf h.f. Borgartúni 19. Sími: 24700

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.