Tíminn - 04.12.1979, Blaðsíða 11

Tíminn - 04.12.1979, Blaðsíða 11
Þriöjudagur 4. desember 1979 Magnús Ingólfsson kosninga- stjóri B-listans i Kópavogi hefur lagt nótt viö dag nii aö undanförnu, eins og allir þeir vita, sem komiö hafa á kosn- ingaskrifstofuna sföustu vik- urnar. Menn uröu þvi undr- andi þegar þeir sáu i sunnu- dagsblaöinu okkar mynd af Skúla Sigurgrimssyni bæjar- fulltrúa Framsóknarfiokksins i Kópavogi meö þeim myndar- texta, aö hann væri oröinn Magniis Ingólfsson kosninga- stjóri! Auðvitað var hér um þaö aö ræöa aö myndirnar vixluðust, og eru þeir báöir, Skúli og Magnús, beðnir vel- virðingar á mistökunum. Séra Árelíus Níelsson mun flytja síð- ustu messu sína í útvarp um áramót ÁM— Um næstu áramót hyggst séra Árelíus Níelsson, sóknarprestur í Langholtsprestakalli láta af prestsskap eftir 40 ára þjónustu. Við áttum stutt spjall við séra Árelí- us af þessu tilefni og spurðum hann um starfs- feril hans. „Ég tók guðfræðipróf 1940 og varð fyrst prestur að Hálsi i Fnjóskadal, en var þar ekki nema til haustsins og fór þá vestur að Stað á Reykjanesi i -Reykhólasveit. Þar var ég i tæp þrjú ár. Þvi næst var ég prestur á Eyrarbakka, Stokkseyri og i Gaulverjabæ og var þar i nær tiu ár. Þá fór ég til Reykjavikur og hef verið hér i 27 ár. Nú er kominn timi til fyrir mig að hætta, þetta er orðinn langur timi og breytingarnar' frá þvi er ég hóf prestsskap eru orðnar of margar eða of miklar, eftir að söfnuðinum var stiað i sundur. Segja má, að ég sé enn á sama stað en allt orðið gjör- breytt. Mér fannst ég vera að byggja þetta upp hér, en nú þykir mér sem þetta sé allt að sléttast út. Ég gæti nefnt að okkur hefur gengið erfiðlega að ktrma kirkjuþákinu á, en kirkjan var hönnuðog byggð fyrir 20 þúsund man"a söfnuð, sem nú telur að- eins 5500 manns. Ætli hitt sé ekki komið upp i Breiðholt? Ég held að Reykjavik eigi bráðum að hætta að vera til og verða eins konar fjallaborg, — eitt samfellt Breiðholt i fyllstu merkingu orðsins. En maður getur litið yfir langan veg, — fyrstu þrjú bú- skapar- og prestsskaparár min höfðum við aðeins tvö.smá her- bergi til umráða, höfðum enga eldavél, aðeins primus á borðs- horni og kenndum að auki fimmtán nemendum i þessum vistarverum og sváfu þrjár námsmeyjanna i öðru herberg- inu. En timarnir hafa breytst i þessu sem öðru. Flest urðu fermingarbörn hér 317 árið 1963, — i fyrra voru þau aðeins 30. Hópurinn árið 1963 vann vand- aðar verkefnabækur fyrir ferm- ingu sina, en nú þykir ekki hægt að leggja slikt erfiði á börn. Spurningarnar verða að vera tómur leikur núna og kannski ættu börn ekki að fermast hjá gömlum prestum lengur. En ég er þó ekki svartsýnni en það, að ég held að fólk sé betur kristið i dag en áður var. Dæmi um það finnst mér vera hvernig búið er að öryrkjum, þröska- hömluðum og smælingjum. A Séra Arellus Nielsson lætur af prestsskap okkar timum tiðkast það heldur ekki lengur aö stia börnunum sitt i hvora áttina, þegar faöir- inn fellur frá, eins og fyrr var gert og bæta þannig á raunir ekkjunnar. En vel á minnst, — liklega hef ég ritað i Timann lengur en flestir aðrir, eða i 23 ár. I 23 ár ritaði ég hugvekjur á hverjum sunnudegi i blaðið og á ekki nema góðar minningar um það og blaöið. Ég fékk aldrei nema þakkir fyrir það starf. Ég veit ekki hvenær eða hvort ég kveð söfnuðinn, mér væri kærara að hverfa, ef svo má segja. Þess hefur verið farið á leit við mig, að ég verði með messu i útvarpi hinn 30. desem- ber nk., en ég hef sótt um lausn frá embætti frá og með 1. janúar 1980. Það verður liklega mitt siðasta prestsverk i þessu em- bætti”. Timinn er peningar Verslióísérverslun með LITASJÓNVÖRPog HUOMTÆKI 29800 BUÐIN Skipholti19 " / Gömlu ,græjurnar' upp í Já, auðvitað tökum við lika notuð og ónýt hljómtæki uppí ný frábær hljómtæki frá Crown, - Bang & Olufsen, - Dual eða Nordmende. Við í Radíóbúðinni veitum þarfa þjónustu, sem fólk kann að meta - það hefur sýnt sig.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.