Tíminn - 04.12.1979, Blaðsíða 10

Tíminn - 04.12.1979, Blaðsíða 10
10 Þriðjudagur 4. desember 1979 Ægivald auðhringanna Jóhannes Björn (Sigfiísson): Falið vaid. örn og örlygur 1979. 154 bls. A undanförnum árum hafa endrum og sinnum borist af þvi fregnir, að einstakir grúskarar eða duglegir spæjarar hafi kom- ist á snoðir um eitt og annað óhreint hjá virtum og vellauð- ugum borgurum. Risafyrirtæki og auöhringar hafa gjarnan variö bendluð viö málin, stund- um rikisstjórnir, og oftast hefur verið um að ræða valdbeitingu eða það, sem á máli „finna” fjölmiðla er kallað „óeðlilegur þrýstingur”. Fréttir af þessu tagi hafa ósjaldan vakið mikla athygli, en fyrr en varöi hætta fréttir að berast, málið þaggað niður, og nýjar æsifréttir hafa gagntekið hug almennings. t bókinni Faliö vald er fjallað um hið óhugnanlega vald sem auðhringar og peningastofnanir hafa ogbeita skefjalaust. Hér er fjallað um nokkur stærstu fyrir- tæki heims: Rockefellersam- steypuna, sem veltir meira fé á ári en nemur samanlögöum fjárlögum allra Noröurland- anna, Fordhringinn, allskyns efnafyrirtæki, vopnafram- leiöslu o.sv.frv. Skýrt er frá tengslum þessara fyrirtækja innbyrðis, tengslum þeirra við rikisstjórnir voldugustu rikja heims, sagt frá aöild þeirra að byltingum, herforingja og sósialista rætt um þátt þeirra i lyfjaframleiðslu, þar sem þau gera hvorttveggja i senn aö auka neysluna og standa jafnvel i vegi fyrir visindalegum rann- sóknum, sem þau þó þykjast stuöla að. Auöhringamir fara ekki I manngreinarálit. Þeir beina fjármagninu þangað, sem ágóöa er von. Bandariskir auö- hringar styðja og fjármagna rússnesku hernaðarvélina engu siður en þá bandarisku og ekk- ert er þeim óhagkvæmara en stöðvun vigbúnaöarkapp- hlaupsins. A árum seinni heims- styrjaldarinnar fjármögnuðu auðhringarnir alla aðila, þeir áttu og stjórnuðu hergagna- framleiöslu I Þýzkalandi Hitlers jafnt sem i löndum Bandamanna og það voru bandariskir f jármálamenn, Fordog fleiri, sem áttu mestan þátt i að koma Hitler til valda á sama hátt og þeir fjármögnuöu bolsévikabyltinguna, sem fólki hefur ávallt siðan veriö talin trú um aö rússneskir öreigar hafi framkvæmt af hugsjónaástæö- um. Hér er skýrt frá helstu valda- félögum þessara þokkapilta, Round Table, Bilderberghópn- um o.fl. Þar kemur framað einn „leiðtogi” Islendinga hefur lagt lag sitt við þetta fólk og verður fjallaö um bankakerfiö, hvernig og hvers vegna það þenst stöö- ugt út, þrátt fyrir erfitt efna- hagsástand i heiminum. Hætt er við þvi, aö þessi bók, og þær upplýsingar, sem i henni felast eigi eftir að koma mörg- um á óvart. Við sjáum, að hinir svonefndu „ráðamenn” ráöa 1 raun ósköp litlu, lýðræðið, sem svo mikiö er gumaö af er litiö annaö en pappirsgagn og frelsi einstaklingsins takmarkast við þröngan ramma. Ég ætla mér ekki þá dul, aö gagnrýna einstök atriði þessa rits, til þess skortir mig þekk- ingu á þeim svinastium alþjóð- legs auðmagns, sem um er fjall- aö. Hinu get ég þó ekki leynt, að mér viröist sem höfundur alhæfi um of á stundum. Þar vil ég nefna tvö dæmi: Þar sem rætt er um lyfjaframleiðslu og þá einkum krabbameinslækningar lætur höfundur i það skina að alllengi hafi veriö þekktar að- ferðir tillækningar á þeim sjúk- dómi en auöhringarnir hafi staðið gegn henni vegna þess að þá hefðu þeir hætt aö græða á lyfjunum. Þarna er ráöist harkalega gegn læknastéttinni og þótt undirritaður hafi heldur takmarkaða þekkingu á lækna- visindum verður að segjast eins og er, að mér þykir harla ósennilegt að læknar hafi látið milljónir falla i valinn ef þeir hefðu þekkt örugga lækningu. Hitt atriðið snýr aö banka- og peningamálum. Ég efast ekki um að mikið sé um bókhalds- gróöa i bankakerfi allra landa, enundirstaða alls peningakerfis hlýtur þó að vera framleiðsla, þaö er varla hægt að skapa eft- irspurneftir þvi, semekki er til, — eða hvað? En hvað sem ölluslfku liöur er þetta hin þarfasta og á margan hátt merkasta bók, sém á erindi til allra. Við höfum of lengi látið teyma okkur á asnaeyrunum. . Jón Þ. Þór bókmenntir Saga úr daglega lifinu Gunnel Bachman. Voriö þegar mest gekk á. Jóhanna Sveinsdóttir þýddi. Iðunn. t fyrra kom út hjá Iöunni sag- an Þrjár vikur fram yfir. Þetta er framhald af henni. Þar var einkum sagt frá áhyggjum 17 ára stúlku, sem óttaðist að hún væri orðin barnshafandi, þó að áhyggjuefnin væru að vlsu fleiri. Hér segir svo frá sömu stúlku næsta misseri. Enda þótt sagan sé sænsk ger- ist hún I umhverfi, sem við þekkjum. Unglingar eru mótað- ir af hugmyndum um frjálslegt kynllf. „Er þaö ekki framför aö við skulum vera komin yfir þessa djöfuls siðavendni og rómantikina og ástina með stór um stórum staf. Aö pillan og svoleiðis skuli hafa veitt okkur svona mikið frelsi”. Þetta segir þó ekki söguna alla og leysir ekki allan vanda. „Ég er ekki að tala um rómantiska vellu. Ég er aö tala um tilfinningar. Égvilekki vera einhver hjásofelsisvéi”. Jafnréttismál og rauðsokka- rök koma þarna fram. Amma, sem komin var á elliheimilið, var ung um 1920 og það var draumur'.móður hennar aö hUn gengi menntaveg og yröi sjálf- stæö kona. Hún giftist og átti börnog ennþá verða ótimabær- ar barneignir til að trufla frelsisgöngu ungra kvenna I langskólanáminu. Annars kem- ur amma gamla heim til Maju og pabba hennar og er af þvl mikil saga. Þá er m.a. rifjað upp þegar afi las upphátt fyrir heimilisfólkiö, ljúfar minningar frá ógleymanlegum og áhrifa- rikum stundum. Þannig er sögusviöið og sögu- efniö eins og það sem við þekkj- um oghrærumsti. Sömu viöhorf og vandi og við og okkar fólk stendur andspænis. Mæja og félagar hennar eru venjulegir unglingar. Þar virðist það þykja sjálfsagt að drekka áfengi þeg- ar áaöskemmta sér,enda hefur það sin áhrif. Höfundur kann vel að leiða fram röksemdir and- stæðra aðila og gerir þvi ágæt samtöl og lýsir vel viðhorfum ungiinganna meö fáum oröum. Þetta er saga af geöþekkum unglingum liðandi. stundar. Sjálfsagt verður Mæju fylgt lengra og sagt frá henni i fleiri bókum og rakið hvernig henni tekst að leysa sinn vanda þvi aö þrátt fyrir allt er vandinn marg- ur ennþá. H.Kr. Bréf milli Eleanor Roose- velt og Lorenu Hickok vekja mikið umtal Væntanleg er á markað i Bandarikjunumbókin „The Life of Lorena Hickok” eftir Doris Faber. Þaö, sem einkum vekur áhuga á þessari bók, er það að þar birtast bréf, sem þær skipt- ust á Lorena Hickok og Eleanor Roosevelt, en til eru 3.360 bréf, sem þeim fór á milli á þrjátiu árum, allt til dánardægurs Eleanor 1962. Lorena Hickok var blaöa- maöur. Hún var dóttir farand- smjörgeröarmanns og langafi hennar var hin fræga hetja Vestursins, Bill Hickok. Þegar innan við tvitugt hóf hún störf i blaöamennsku, fyrst við smá- bæjarblað nokkurt, en varð siöan Iþrótta- og stjórnmála- fréttaritari við Minneapolis Tri- bune. — Hún var nokkuð gróf, Segir gamali samstarfsmaður JþWmar þaðan, — en þá voru ekki margar konur i blaöa- mennsku, og þær urðu að vera nokkuð grófar til að komast af I starfinu. Og hvernig hún talaði! segir hann fullur aödáunar, — en hún var góður fréttaritari. Ariö 1928 var Lorena sem var þéttvaxin og reykti vindla, að vinna sin störf fyrir AP frétta- stofuna og hitti þá Eleanor Roosevelt fyrst. Eleanor kom úr allt öðru umhverfi en Lorena, hún var af riku fólki komin, en strax fór vel á með þeim. En vikjum nú aftur að bréfun- um. Það.semhefur vakið mest- an áhuga manna, er tónninn i sumum þeirra. Sem dæmi má taka bréf frá Eleanor, skrifað 1933. — Þaö eru öll þessi smáat- riði, hljómurinn I rödd þinni, það aö snerta hár þitt, handa- hreyfingar, þaö eru þessi atriöi seméghugsaum ogþrái. Annað dæmi: — Elsku Hick. ö, mig langar til að faðma þig að mér. Ég vil þrýsta þér að mér. Hringurinn frá þér er mér til mikillar huggunar. Ég horfi á hann og hugsa, hún elskar mig, annars væri ég ekki meö hann. Hickok skrifar I bréfi frá desember 1933: Elskan, i dag hef ég veriö aö reyna að muna andlitið á þér... Ég man best eftir augunum og þeirri tilfinn- ingu, þegar varir minar snerta þennan mjúka blett rétt norð- austan við munnvikið þitt. Hickok og Eleanor fóru saman í 10 daga ferð um Karlbahafið 1934. Myndin er tekin, þegar þær heimsóttu Puerto Rico. Lorena iengst t.v. fékk forsetafrúna, Eleanor Roosevelt, til að halda sinn fyrsta blaöamannafund 1933. 1953 hittust nokkrir þátttakend- anna tii að minnast þessa atburöar. Ekki eru öll bréfin skrifuö I þessum dúr. Hickok segir t.d. frá baráttu sinni við að grenna sigog tilraunum til aö draga úr drykkjuskap. Það er kannski engin furða aö fólki hefur orðið tiörætt um þessi bréf. Þykir þar sitt hverj- um, en sumir hafa viljað læða þeim gruni að almenningi, að ekki hafi verið allt með felldu um samband þeirra vinkvenn- anna. Er þar bæði vlsaö til bréf- anna, svo og þeirrar staðreynd- ar, sem er alkunna, að Roose- velt forseti hélt fram hjá konu sinni. Þráttfyrir þetta framhjá- hald forsetans, komust engar sögur á kreik um að Eleanor leitaði á önnur mið, utan einu sinni, að almannarómur vildi bendla hana við glæsilegan lög- reglumann. — Það var algjör tilbúningur?%egir blaðamaður- inn gamli Marquis Childs. Hanrt neitar jafnafdráttarlaust, að um nokkurt lesblskt samband geti hafa verið aö ræöa. Aörir benda á, að Eleanor hafi tamið sér iburöarmikið orðafar i bréfum sinum. Jafnvel, þegarhúnskrif- aði tengdamóður sinni, sem hún átti þóekki vingott við, viðhafði hún þennan sama stil. Franklin D. Roosevelt yngri, sonur henn- ar bætir hér við: — Muniö, að móöir mln ólst upp á þeim tíma, þegar börn lásu bækur Bronte-systra og Jane Austen, og tömdu sér sama ritstil. Lorena hætti störfum fyrir aldurs sakir 1954 og settist þá aö i nágrenni Roosevelt-fjöl- skyldunnar. Þar framfleytti hún sér með ritun barnabóka og ævisagna. Hún vann með Elea- noraö samningubókar um póli- tiska þátttöku kvenna, „Ladies of Courage”. Hickok arfleiddi Roosevelt bókasafnið að sendi- bréfasafni sinu með þvi skilyrði aö þaö yrði ekki gefiö út fyrr en lOárum eftirdauða hennar (hún dó 1968). Strax og fór að kvisast um innihald bókarinnar, tók sagn- fræöingurinn Arthur Schlesing- er yngri sig til og skrifaöi grein I Washington Post til aö koma i veg fyrir „krampakenndar dylgjur” og klykkti út meö aö segja: — Það er mikilvægt aö lesa ekki þær hugmyndir, sem mest brenna á fólki 20. aldar, út úr 19. aldar samskiptum fólks. Þessi mynd var tekin af Lorenu Hickok, þegar hún var orðin þekkt.Vinur hennar úr gagn fræðaskóla lv#tajhenni svo: Hún var mjögi&nnin, en harð ákveðin I þvi að verða fræg.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.