Tíminn - 04.12.1979, Blaðsíða 13

Tíminn - 04.12.1979, Blaðsíða 13
4 r » » . .____________________________________________J ' • t * I, Þriðjudagur 4. desember 1979 ' ÍÞRÓTTIR ÍÞRÓTTIR 13 KR-ingar unnu öruggan sigur 26:21 Framarar eins og höfuðlaus her... Pétur skoraði Pétur Pétursson skoraði eitt mark þegar Feyenoord vann stórsigur 5:1 yfir Willem II I hollensku 1. deildarkeppninni. Pétur er nú langmarkhæstur I Hollandi — hefur skorað 16 mörk, en Kist, sem var markhæsti leikmaður Evrópu 1979, er i ööru sæti — meö 10 mörk. Arnór Guðjohnsen og félagar hans hjá Lok- eren unnu sigur 3:1 yfir Lieres en Standard Liege gerði jafntefli 0:0 gegn Hassel. þegar Atli Hilmarsson var tekinn úr umferð KR-ingar unnu auðveldan sigur 26:21 yfir ráðvilltum leikmönn- um Fram I l.deildarkeppninni I handknattleik, þegar þeir mætt- ust I Laugardalshöllinni á su nnudagsk völdið. Þegar Framarar voru yfir 16:15 — var Haukur Ottesen látinn taka aðalskyttu Fram, Atla Hilmars- son, úr umferð og við það hrundi leikur Framara, sem voru eins og höfuðlaus her. Framarar léku eins og meistarar i byrjun — Gissur Agústsson varði vel i markinu hjá þeim og sóknarleikurinn var liflegur. Framararnáðu þriggja marka forskoti — 5:2 á 10 min. leiksins, en þá hrökk allt I bak- lás hjá þeim og þeir skoruðu ekki nema 1 mark i næstu minúturnar. A sama tima voru KR-ingar grimmir I vörninni — þeir breyttu stöðunni úr 2:5 i lÓ:6og voru yfir 11:8 i leikhléi. Framarar með Atla Hilmars- son sem aðalmann náðu aö jafna metin 14:14 og komast yfir 16:15. En þá hrökk allt I baklás aftur, enda höfðu KR-ingar tek- ið til þess ráðs að taka Atla úr umferð. Þegar staöan var 19:18 fyrir KR-inga, tóku þeir leikinn i sin- ar hendur og skoruðu 5 mörk i röð — 24:18 og sigur þeirra 26:21 var öruggur. KR-ingar unnu ekki leikinn á stórleik — þeir þurftu þess ekki, þar sem Framararnir voru af- spyrnulélegir. Það voru aðeins tveir leikmenn Fram sem sýndu eitthvað — þeir Atli Hilmarsson og Gissur Kristjánsson, sem varði 13 skot og kom hann i' veg fyrir aö Framarar fengu meiri útreið hjá KR-ingum. KR-ingar voru jafnir I leikn- um — baráttan var aðalmerki þeirra. ólafur Lárusson skoraði skemmtileg mörk og þá varði Gisli Felix Bjarnason oft vel i markinu. aílMÍS GISSUR AGÚSTSSON...bjargaði Fram frá stórtapi — hér sést hann vera búinn aö verja frá Kon- ráði Jónssyni. (Timamynd Róbert) Mörkin i leiknum skiptust þannig: FRAM: — Atli 8, Andrés 6 (4), Hannes 2, Erlingur 2, Björn 1, Egill 1 og Birgir 1. KR: — Ólafur L. 7, Haukur 6, BjörnP. 5 (2), Konráð 5 og Frið- rik 3. MAÐUR LEIKSINS: Atli Hilmarsson. —SOS Shous skoraði 100 stig — þegar Ármann vann Skallagrim 118:109 Blökkumaðurinn smávaxni hjá Armanni — Danny Shous, var heldur betur i essinu sínu, þegar Armenningar unnu sigur 118:109 yfir Skallagrimi i 1. deildar- keppniuni i körfuknattleik, þegar þeir mættust i Borgarnesi. Hann geröi sér litið fyrir og skoraöi 100 stig i leiknum, sem er alveg frá- bær árangur. „Spóinn” — Webst- er hjá Skallagrimi, sem lék áöur með KR, skoraði 60 stig. -sos Fram fór léttmeð Val Framstúlkurnar unnu léttan sigur 19:15 yfir Valsstúlkunum i 1. deildarkeppni kvenna I hand- knattieik. Fram og KR eru nú taplaus i deildinni, en KR vann stórsigur yfir Grindavik — 21:5. Haukar lögðu Fll að velli 18:15 og Þór frá Akureyri vann sigur 22:18 yfir Vikingi á Akureyri. Sonja setti Islandsmet Sonja Hreiðarsdóttir úr Ægi setti nýtt islandsmet i 400 m bringusundi i Hafnarfiröi á laugardaginn, er hún synti vega- lcngdina á 5:58,3 min. Ægir vann yfirburðasigur i hikarkcppninni — Iilaut 235 stig, en HSK hlaut 167 stig, ÍA 126, ÍBK 106 og Armann fékk aðeins 2 stig. SONJA HREIÐARSDÓTTIR Víkingar sprungu á lokasprettinum og Heim sigraði 23:19 í Gautaborg VÍKINGAR sprungu á lokasprettinurri/ þegar þeir mættu Heim í Gautaborg í fyrri leik liöanna í Evrópu- keppni bikarmeistara. Þegar 8 mín-voru til leiks- loka var staöan 19:18 fyrir Heim, en þá hrökk allt í baklás hjá Víkingum. — Þeir misnotuöu tvö hraða- upphlaup og Svíarnir náðu aö tryggja sér sigur — 23:19. Vikingar náðu sér aldrei fylli- lega á strik i Gautaborg — hafa oftast leikið betur. Heim byrjaði leikinn af miklum krafti — komst yfir 4:1 en staðan var 13:10 fyrir Heim i leikhléi. Jens Einarsson byrjaði i markinu hjá Vikingum, en hann „fann sig ekki”, svo Kristján Sigmundsson tók stöðu hans, og varði hann mjög vel. Vfkingar réttu úr kútnum i seinni hálfleik. — Þeir náðu að minnka muninn i eitt mark 18:19, en þá sprungu þeir og Heim gerði út um leikinn. Þróttarar unnu í Eyjum Vestmannaeyingar réðu ekkert við Ólaf H. Jónsson, þegar hann komst i ham. — Hann skoraði 5 siðustu mörk Þróttara, sem unnu nauman sigur 22:21 yfir Tý i 2. deildarkcppninni i handknattleik. Það var landsliðsmarkvörður Svia — Klaes Hellgren, sem var maðurinn á bak við sigur Heim. Hvað eftir annað varði hann snilldarlega — alls 20 skot i leikn- um. Ef Vikingar ná góðum leik gegn Heim i Laugardalshöllinni á sunnudaginn, eiga þeir að geta hæglega unnið upp fjögurra marka forskot Heim og tryggt sér þar með rétt til að leika i 8-liða úrslitum Evrópukeppninnar. Svi- arnir, sem leika hraðan og skemmtilegan handknattleik, eru miklu sterkari á heimavelli, heldur en útivelli. Sigurður Gunnarsson og Ólafur Jónsson skoruðu flest mörk Vik- inga — 5 sinnum sendu þeir knött- inn i netið. Erlendur Hermanns- son skoraði 3 mörk, Páll 3, Arni 2 og Þorbergur 1. • Léttur sigur hjá FH FH-ingar unnu léttan sigur 26:24 yfir lR-ingum i 1. deildarkeppn- inni i handknattleik I Hafnarfiröi. ÍR hafði yfir 11:10 I leikhléi, og siðan 25:20 þegar 5 min. voru til leiksloka. FH: — Sæmundur 7, Kristján A. 6, Pétur I. 4, Hafsteinn P. 4, |Guðmundur M. 3, og Geir 2. ÍR: — Bjarni Bessason 9, I Sigurður S. 5(4), Bjarni Bjarna- son 4, Guðjón 2, Guðmundur 1, Bjarni H. 1, Hörður H. 1, og I Arsæll 1. MAÐUR LEIKSINS: Bjarni Bessason. SIGURÐUR. gegn Heim. .. skoraði 5- mörk • Haukar voru sterkari Haukar voru sterkari á enda- sprettinum gegn HK aö Varmá — unnu 21:18, en staöan var 11:7 I leikhléi fyrir Hauka. HK: — Ragnar 6(3), Guðjón 4, I Karl 3, Kristinn 2, Magnús G. 1, I Hilmar 1 og Kristján 1. Haukar: — Andrés 6, Höröur H. 14(2), Stefán J. 3(3), Þorgeir 3, Sigurður A. 2, Arni S. 2 og Ingi- | mar 1. MAÐUR LEIKSINS: Andrés I Kristjánsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.