Tíminn - 18.12.1979, Blaðsíða 3

Tíminn - 18.12.1979, Blaðsíða 3
ÞriBjudagur 18. desember 1979. 3 FRI — Samkeppni um., hönnun kirkjubyggingar á Seltjarnarnesi er nú lokiB. Fyrstu verBlaun 1,5 millj. hlaut HörÐur Björnsson byggingatæknifræöingur og sam- starfsmaöur hans Höröur Haröarson byggingatæknifræö- ingur. Kirkjubygging hefur ekki staöiö á Seltjarnarnesi siöan 1779 er kirkjan I Nesi fauk af grunni sinum. Seltirningar uröu þá sóknar- börn Dómkirkjunnar I Reykjavik þar til Nesprestakall var stofnaö 1941. Seltjarnarnes var siöan sér- stök sókn 1974. Sóknarnefndin á Seltjarnarnesi lagöi fljótt á þaö áherslu aö kirkjubygging risi sem fyrst. Bæjarstjórn ákvaö fyrir ári aö Likan af hönnunmm sem var Athugasemd ráðherra Vegna athugasemda frá Hauki Haraldssyni, deildarstjóra í Morgunblaöinu og Timanum þann 15. desember sl„ óska ég eftir aö taka fram eftirfarandi. Ég hef ævinlega boriö mikla viröingu fyrir Haraldi heitnum Guömundssyni og störfum hans. Hafi orö min falliö svo aö þau mætti skilja á annan veg þá þykir mér þaö miöur og biöst velvirö- ingar á þvi. Kjartan Jóhannsson. Formaöur dómnefndar Kristln Friöbjarnardóttir afhndir sigurvegur- unum 1. verölaun. ætla kirkjunni lóö norövestan Mýrarhúsaskóla eldri og bauö hún sóknarnefndinni að standa straum af kostnaöi viö samkeppni um bygginguna. Dómnefnd var skipuö i byrjun aprll s.l. Útbjó hún útboðslýs- ingar, auglýsti samkeppnina og ákvaö aö verðlaunafé skyldi verða 3,4 millj. Skilafrestur var til 17. okt og bárust 19 tillögur. 2. til 3. verðlaun, kr. 1.000.000. Hilmar ólafsson, arkitekt, Hrafn- kell Thorlacius, arkitekt, og Njöröur Geirdal, arkitekt. 2. til 3. verölaun, kr. 1.000.000. Jes Einar Þorsteinsson, arkitekt. 4. til innkaups, kr. 200.000. Hilmar Þór Björnsson, arkitekt, og samstarfsmaöur hans, Finnur Björgvinsson, arkitekt. 5. til innkaups, kr. 200.000. Birgir Breiödal, arkitekt. Auk þess hlaut tillaga Arnar Sigurðs- sonar, arkitekts, viöurkenningu sem athyglisverö tillaga. Seltjarnarnes: Samkeppni um hðnnun kirkjubygg ingar lokið Leikfélag Akur- eyrar í Svíþjóð — sýndi leikritið Fyrsta öngstræti til hægri á norrænni leikhúsviku Dagana 3.-8. desember var haldiö mót norrænna lands- hlutaleikhúsa (þ.e. atvinnuleik- húsa utan höfuöborganna) i Orebro i Sviþjóö. Alla dagana var fjölþætt dagskrá frá morgni til kvölds, umræöur — þar sem m.a. gafst kostur á aö kynna starfsemi viökomandi leikhúsa, leiksýningar og námskeiö. Leikfélagi Akureyrar var boöiö aö sýna leikritiö Fyrsta öngstræti til hægri eftir örn Bjarnason, en Norræni menn- ingarsjóöurinn greiddi allan kostnaö af þvi. Vakti sýningin athygli og þótti takast I alla staöi mjög vel, en þetta er i fyrsta skipti sem L.A. sækir slikt mót og I fyrsta sinn sem þaö fer i sýningarferö til út- landa. A ráöstefnunni undruðust menn þróttmikiö starf jafn litils leikfélags i svo miklu fámenni, einnig vakti athygli mikil aö- sókn aö leikhúsinu og islenskum leikhúsum yfirleitt. Sýningar á öngstrætinu veröa teknar upp eftir jól, enda hefur veriö uppselt á allar sýningarn- ar i haust. Nú standa yfir æfing- ar hjá Leikfélagi Akureyrar á Púntila og Matta eftir Bertolt Brecht, en vegna utanfarar leikfélagsins getur frumsýning ekki oröib fyrr en i janúar. Cr leikritinu Fyrsta öngstræti til hægri. Sunna Borg og Svanhild- ur Jóhannesdóttir I hiutverkum slnum. valin I fyrsta sæti. Timamyndir G.E. í stolinni bifreið með lögregluna á hælunum brutust inn I Grindavlk og náðust I Kópavogi eftir ofsafenginn flótta undan lögreglunni FRI —Þrir menn stálu bil I Kópa- vogi aðfararnótt sunnudagsins og héldu slöan til Grindavlkur þar sem þeir brutust inn i verslunina Báruna. Lögreglan var kölluö til en þjófunum tókst aö komast undan á bllnum. Hörkueltingarleikur hófst nú milli lögreglunnar og þjófanna og var keyrt á 140-150 km. hraöa eftir Keflavikurveginum I átt aö Kópavogi. Reynt var aö stööva þá þrisvar á leiöinni en i öll skiptin keyrðu þjófarnir framhjá tálm- unum lögreglunnar á sama ofsa- hraðanum. Loks keyröu þeir inn I lokaða götu I Kópavogi og voru þá lög- reglumenn úr fjórúm umdæmum, Grindavik, Keflavik, Hafnarfiröi og Kópavogi komnir á hæla þeirra. Þjófarnir reyndu aö komast úr götunni en þá var keyrt á bil þeirra. Tveir þeirra tóku til fót- anna en lögreglan hljóp þá uppi. Hinn þriöji sat stjarfur inni I biln- um eftir aksturinn. Glerhált var á Keflavikurveg- inum þegar þetta átti sér staö og þykir mikil mildi aö piltarnir fóru ekki sjálfum sér og öörum aö voöa I þessum eltingaleik. Rannsóknarlögreglan hefur nú fengiö mál þeirra þremenninga til rannsóknar. AUGLYSINGASTOFA SAM8ANDSINS DAMIXA Nýtt blöndunartæki með tveimur handföngum, sem snúast aðeins 1/4 úr hring. Ódýr, stílhrein og auðveld í notkun. Nýjungarnar fylgja Damixa. dönsk gæðavara Næstsíðasti dagur ársins Næstsíðasti dagur ársins eftir Normu E. Samúels- dóttur. Beta/ húsmóðir í Breiðholti, situr við dagbókar- skriftir og gerir upp líf sitt, hispurslaust og af ein- lægni. Upp af slitróttum dagbókarblöðum þar sem renna saman endurminningar, svipmyndir daglegs lifs og hvers konar utanaðkomandi áreiti rís smám saman heilsteypt persónulýsing, skýr og trúverðug mynd af hlutskipti láglaunafólks, húsmæðra fyrst og fremst, í svefnhverfum Stór-Reykiavíkur. Því nærtæka viðfangsefni hafa ekki fyrr verið gerð skil í íslenskri skáldsögu. Næstsiðasti dagur ársins er fyrsta bók Normu E. Samúelsdóttur. Mál og menning \

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.