Tíminn - 18.12.1979, Blaðsíða 8
8
Þriðjudagur 18. desember 1979.,
I BÓKAFREGNIR:
Sovétríkín
Sovétrikin, eftir Kjartan
ólafsson, er nýtt bindi í flokkn-
um Lönd og lýöir.en hann telur
nú alls tuttugu og tvær bækur.
Ritið er 280 blaðsiður að stærð
og prýtt fjölda mynda.
Höfundur bókarinnar, Kjart-
an ólafsson hagfræðingur, er
löngu kunnur af ritum sinum,
frumsömdum og þýddum. Kann
hann rússnesku, hefur feröast
viöa um Sovétrikin og aflað sér
mikils fróöleiks um sögu RUssa.
Skiptist ritiö 1 þrjá aðalhluta
sem bera fyrirsagnirnar Sovét-
rikin, Sambandslýöveldin og
Þjóðlíf og menning. Inngangur-
inn um Sovétrikin fjallar eink-
um um sögu hins forna rikis en
rekur atburði til daga byltingar-
innar og rdöstjórnarinnar, siö-
ari heimsstyrjaldarinnar, kalda
strlösins og nútimans. Þá er
greinargóö lýsing á Sovétrikj-
unum fimmtán,hverjuum sig,og
helstu sérstööu þeirra og loks
vlötæk frásögn af þjóöllfi, ald-
arfari og menningu I hinu um-
deilda stórveldi. Dylst ekki aö
höfundur er gagnkunnugur
þessu margþætta efni, en jafn-
framtslyngurog athyglisveröur
rithöfundur. Bókin um Sovétrík-
inerlmeginatriöum hliöstæö aö
gerö fyrri ritum flokks þessa
um lönd og lýöi sem nýtur
mikilla vinsælda. Var til útgáfu
hans stofnaö I þvl skyni aö
kynna lslendingum riki og þjóö-
ir heims og vlkka andlegan
sjóndeildarhring lesenda.
j Gunnar S. Sigurjónsson
Kveldskin
Dulrænar frásagnir, hugdettur og ljóð
Kveldskin
Bókaútgáfan Skjaldborg hef-
ur nú sent frá sér bók um dulræn
málefni, frásagnir, hugdettur
og ljóö, eftir Gunnar S. Sigur-
jónsson. Bókin heitir Kveldskin
og er 151 bls. aö stærö.
Gunnar S. Sigurjónsson hús-
vöröur Iönskólans á Akureyri er
kominn á efri ár og er þetta
frumraun hans á sviöi bóka-
skrifa. Hann hefur tekiö mikinn
þátt istörfum Sálarrannsóknar-
félags Akureyrar og oft veriö
aöstoöarmaöur þeirra miöla,
sem komiö hafa til Akureyrar á
vegum félagsins.
Fótboltafélagið
Falur á heimavelli
Margir ræða knattspyrnumál
af meiri alvöru en sjálf lands-
málin og stekkur þá ekki bros á
vör, sérstaklega ekki ef
uppáhaldsliðið þeirra hefur ný-
lega tapað og það jafnvel stórt.
Knattspyrnu er þó sem betur
fer hægt aö horfa á I skoplegu
ljósi og það gera þeir a.m.k.
Toon og Joop höfundar grinbók-
anna um Fótboltafélagið FAL,
sem eru að vinna sér æ meiri
vinsældir I Evrópu um þessar
mundir. Nú hefur Bókaútgáfan
örn og örlygur gefið út fyrstu
bókina um þetta fræga fótbolta-
félag og er þýðandi hennar
Ólafur Garðarsson mennta-
skólanemi.
Þeir félagar, Toon og Joop
bregða skoplegu ljósi á stjörnu-
dýrkun iþróttaunnenda aug-
lýsingaskrum félaganna,
„iþróttaandann” og kynna les-
endum hvernig llf „stjarnanna”
i raun og veru er. I næstu bók
sem kemur út að ári, koma þeir
Falsarar við á Islandi á leið
sinni til Argentinu og I þriðju
bók heimsækja þeir Island
gagngert til þess að keppa við
KR og þá fer nú að hitna i kolun-
um i Vesturbænum.
Bókin er prentuð á Itallu.
IgALUft.
Ný skáldsaga
W. Heinesen
Mál og menning hefur sent frá
sér skáldsöguna t morgunkulinn
eftir William Heinesen i þýðingu
Þorgeirs Þorgeirssonar. Undir-
titill er Samtimasaga úr Fær-
eyjum. Sögusviö er ofurlitiö
færeyskt eyjasamfélag á
straumhvörfum og sögutlmi eru
veltiárin milli stríöa sem einnig
uröu til þess aö gerbreyta is-
lensku samfélagi. Atvinnuhætt-
ir taka aö breytast meö nýjum
fiskmörkuöum, smákaupmenn
rétta úr kútnum og gerast út-
geröarmenn og fiskverkendur
og loks kemst á allt sem var
gamalt og gróiö. 1 brjóstum
unga fólksins takast á skyldutil-
finning og ævintýraþrá og ekki
sist birtast þessir breyttu timar
i átökum milli þjóðkirkju og
sértrúarflokka og i afstööunni
til ýmissa syndsamlegra ný-
mæla sem líka eru timanna
tákn.
Heinesen hefur tekist einstak-
lega vel að bregða upp skýrri
mynd þessara tima með því að
leiða fram fjölskrúðugt per-
sónusafn, fulltrúa hvers kyns
fólks á eyjunum, og tengja sögu
þess I samfellda og skáldlega
heild og ekki sist nýtur skopgáfa
hans sin til fullnustu. í morgun-
kulinu er fyrsta skáldsaga höf-
undar I endurskoðaðri gerð.
Þorgeir Þorgeirsson er löngu
orðinn handgenginn verkum og
skáldskaparheimi Heinesens og
bætir hér við enn einni snilldar-
þýðingu. Fyrri þýðingar hans
eru Turninn á heimsenda 1977
og Fjandinn hleypur i Gamaliel
1978. t morgunkulinuer 345 bls.,
prentuö I Prentsmiðjunni Hól-
um hf.
Skræpótti
fuglinn
„Skræpótti fuglinn heitir ný-
útkomin skáldsaga eftir Jerzy
Kosinsky sem bókaútgáfan
Skjaldborg gefur út. Bókin hef-
ur verið metsöubók I Bandarikj-
unum, verölaunabók I Frakk-
landi en er bönnuö i Aust-
ur-Evrópu.
Höfundurinn er fæddur I Pól-
landi, fluttist til Bandarfkjanná
1957 og hlaut þar menntun slna
og hefur veriö prófessor I bók-
menntum viö Yale-háskóla slö-
an 1970. Aftan á bókarkápu seg-
ir aö bókin gey mi hrikalega frá-
sögn frá Austur-Evrópu um vit-
firringu síöari heimsstyrjaldar-
innar og mannlif þar.
Þórdís
á Hrauná
Þórdís á Hrauná heitir ný
skáldsaga eftir Aöalheiöi Karls-
dóttur frá Garöi. Bókaútgáfan
Skjaldborg gefur bókina út og I
undirtitili segir aö bókin sé
rammíslensk ástarsaga. Þórdis
á Hrauná er fyrsta bók Aöal-
heiöar en hún hefur þó skrifaö
talsvert i blaöiö Húsfreyjuna,
bæöi sögurogljóö, þá hefur hún
skrifaö sögur I timaritiö Heima
er best og barnablaðiö Æskuna.
son greina I bókinni frá kristni-
boöastarfinu I Eþíópiu. Þau lýsa
viöbrögðum sinum viö framandi
aöstæöum og lýsa kjörum
sjálfra sin og skjólstæöinga
sinna meö svipmyndum sem
þau bregöa upp. Bókin er 111
bls. aö stærö.
IÓIJyH) MITT
-OG FLEIRI DÝR-
Elds er þörf
Mál og menning hefur sent frá
sér bókina Elds er þörf eftir
Magnús Kjartansson. Bókin er
gefin út I tilefni af sextugsaf-
mæli höfundar á siöasta ári og
hefur aö geyma úrval úr grein-
um hans og ræðum frá 1947-1979.
Arni Bergmann, Einar Laxness
og Óskar Halldórsson völdu efn-
iö.
Magnús Kjartansson hefur
staöið I fylkingarbrjósti is-
lenskra sósialista um margra
áratuga skeið sem ritstjóri
Þjóöviljans, alþingismaöur og
siöast ráöherra. Um nafn hans
hefur ætiö staðiö gustur enda
hefur hann ráöiö yfir þeirri rit-
leikni, hugvitssemi og
skopskyni sem hafa gert hann
aö beittasta penna islenskra
stjórnmála um langt árabil.
Pólitiskir andstæðingar
Magnúsar kveinkuöu sér ósjald-
an undan skeytum hans enda
mun hann hafa verið oftar
dæmdur fyrir ritsmíöar sinar en
aðrir samtimamenn.
Þetta ritgeröasafn Magnúsar
endurspeglar glöggt þá um-
brota- og átakatíma sem
Magnús hefur lifað: Lífskjara-
byltingu eftirstríösáranna, her-
námið og kalda stríöiö, átökin
um landhelgismáliö, baráttuna
um efnahagslegt og menningar-
legt sjálfstæöi islensku þjóöar-
innar.
Kápuskreyting er skopmynd
af Magnúsi eftir Halldór
Pétursson en hönnun kápu er
geröaf Þresti Magnússyni. Elds
er þörf er 294 bls. prýdd mörg-
um myndum, prentuð i Prent-
smiðjunni Odda hf.
íslenskir kristni-
boðar segja frá
„Islenskir kristniboöar segja
frá” heitir bók sem Bókaútgáf-
an Salt hefur nýlega sent frá
sér. Kristniboðarnir Katrin
Guölaugsdóttir, Margrét Hró-
bjartsdóttir og Helgi Hróbjarts-
Fólkið mitt
— og fleiri dýr
Fólkiö mitt — og fleiri dýr,
heitir nýútkomin bók frá Leiftri
hf. Bókin er eftir Gerald Durrell
sem fæddur er I Indlandi og
fjallar bókin um dvöl hans og
fjölskyldu hans á Korfu þegar
hann var drengur „en þar gerö-
ust margir spaugilegir atburöir,
ekki sist vegna ástriöu hans aö
safna aö sér allskonar dýrum.
Tæplega tvítugur geröist hann
starfsmaöur I dýragaröi og ekki
leiö á löngu þar til hann skipu-
lagöi feröir til fjarlægra heims-
hluta til aö safna dýrum fyrir
dýragaröa og kvikmynda lifn-
aöariiætti þeirra.
Gerald Durrell er einn vinsæl-
asti rithöfundur Bretlands og
eru þaö hinar gamansömu frá-
sagnir hans af mönnum og dýr-
um, sem fyrst og fremst hafa
aflaö honum vinsælda.”
Aftan á bókarkápu er mælt
með þessari bók fyrir unga og
aldna, ekki sist þá sem hafa
ánægju af dýrum og undrum
náttúrunnar.
Sigurður Guð-
mundsson málari
Leiftur hf. hefur nú endur-
prentaö bókina um Sigurð Guö-
mundsson málara en bók þessi
hefur aö geyma myndir af verk-
um Siguröar auk þess sem séra
Jón Auöuns skrifar formála.
evd
quartz-úr fást
hjá flestum
úrsmiðum
UMBOÐSMAÐUR