Tíminn - 18.12.1979, Blaðsíða 12

Tíminn - 18.12.1979, Blaðsíða 12
12 Þri&judagur 18. desember 1979^ Þriðjudagur 18. desember 1979. Nýlega birtist i Ber- linske Tidende grein um nýja danska bók, sem vakið hefur mikla athygli sökum nýstár- legra kenninga um Atla Húnakonung. Ritdóm- urinn birtist hér á eftir. ,,í nýrri danskri bók, „Guldhomenes tale”, (Mál gullhornanna), er að finna nýja skýr- ingu á fyrstu öldunum i sögu Danmerkur. Þar er þvi haldið fram, að óaldarflokkar Húna hafi hernumið Dan- mörku fyrir rúmlega 1500 ámm, ef Danmörk er það sama og „eyj- arnar i hafinu”. Hvar eru „eyjarnar i haf- inu”? Þessa staðsetningu notar aust-rómverski embættismað- urinn og rithöfundurinn Priskop, þegar hann lýsir land- vinningum HUna undir stjórn Atla um 448. I augum sagnfræðingsins Dan Hemming leikur enginn vafi á þvi við hvað er átt. Þessar eyjar i hafinu eru dönsku eyjarnar I Norðursjó eða Eystrasalti. Kenninguna setur hann fram i nýútkominni bók sinni, „Guld- hornenes tale”. tbók sinni reynir Dan Hemm- ing að skýra sögu Danmerkur á hinum „dimmu” timum, allt frá timum fyrstu ibúanna til daga Sveins konungs Astríðarsonar. Höfundarnafnið er dulnefni, og eftir fyrsta lestur leggur lesand- inn bókina frá sér með hæönis- legri athugasemd: „bull og vit- leysa”. En efni bókarinnar heldur áfram að sveima i höfði hans. Þaö er einkum tvö atriði I bókinni, sem nauðsynlegt er að gefa gaum. Það er sú merkilega fullyrðing annars vegar, að Danmörk hafi verið sigruð og hernumin af Húnum, og i kjöl- farið á þvi hafi mynd Atla Húnakonungs haft áhrif á hugmyndir margra kynslóða Dana, og hins vegar skýring höfundar á þvi, hvert Danir sækja uppruna sinn. Húnarnir Húnarnir höfðu sérstakan, ó- siðmenntaðan greftrunarsiö, þar sem mikilvægasta dýriö þeirra, hesturinn, leikur stórt hlutverk. Hestar eru færðir aö fórn, svo að hinn dauði geti komiö riðandi til sælulandsins. Að sögn Dan Hemmings hafa fornleifafræðingarfundið merki um slikar hestafórnir vlöa I Danmörku. Annaö merki um veru Hún- anna I Danmörku finnur Dan Hemming istaöanöfnum, en allt að 35 þeirra byrja á HUN eða HUND. ( =hundur). A samsetn- ingum má sjá, aö I fæstum til- fellum getur verið um dýrið að ræða. T.d. er staöarnafnið Hundborgmerkingarlaust, ööru máli gegnir um ,,borg” (kast- ali) Húnanna. Það er löngu vit- að, að oröiö ,,dige” (stíflugarð- ur) þýddi á sínum tlma það sama og „skanse” (virki). 1 ljósi þessa dregur Dan Hemm- ing þá ályktun, að Hund- inge-þorp, rétt hjá Kaupmanna- höfn, merki i rauninni virki Húnanna. Dan Hemming nefnir llka, að I Hleiðruannál (frá bk- um 12. aldar) sé talað um, er hinn grimmi konungur Aðils lagði undir sig Danmörku, Til að lítillækka Dani, setti hann hund til að stjórna landinu. Annállinn er skrifaöur svo seint, að fariö er að rugla saman „hund” og ,,hun”, Dan Hemm- ing heldur því fram, að sögulega séösegi annállinn okkur, að Atli (sama og Aðils) hafi lagt Dan- mörku undir sig og sett landa sinn I hásæti landsins. Sanngirninnar vegna ber að nefna, að Dan Hemminger ekki einn um þessar hugmyndir. Svipaðar kenningar hefur dr. Phil Niels Lukman, prófessor I norrænni og germanskri þjóð- sagnafræöi við Kaupmanna- hafnarháskóla sett fram, svo og Peter Grove, lektor frá Hille- röd, sem nú er látinn. Atli Dan Hemming er mjög upp- tekinn af Atla-myndinni. „AUt bendir til, að Atli sé hvorki meira né minna en öðinn sjálf- ur”. Þetta er óneitanlega óvænt staðhæfing. Frekari skýringar eru svohljóðandi: Óðinn er dökkur og hættulegur, allsendis ólikur norrænum mönnum. Hann hefur að visu yfirburði fram yfir aðra og er hygginn, en hann er undirförull, ótrúr, göldróttur, samviskulaus flag- ari, blóðþyrstur, hann vill striö strlðsins vegna, hann hlýtur en orðið að vlkja fyrir þessum grimmu stríðsmönnum. Danir skiptust I tvö „ættbálka”, Suð- ur-Dani og Norður-Dani. Sam- eiginlegur upprunastaður er, skv. Dan Hemming, Skýþaland, norðan Svartahafs. Endur fyrir löngu sendu Danir útflytjendur til Palestlnu, þar sem þeir sett- ust að I norðanverðu landinu, til Grikklands, en I goðafræðinni þar er talað um Danaidur, já, m.a.s. kannski alla leið til Abessinlu, enþarvar ættbálkur, sem nefndist Danakil. Ferð Dana norður á bóginn var ekki að þeirra vilja. öldum saman börðust þeir við hina slavnesku Rútenlumenn, sem nú á dögum eru Úkralnumenn, og settust að lokum að I héruð- unum sunnan við Finnska flóa. Enn þann dag I dag má finna á þeim slóðum staðanöfn, sem „bera óvéfengjanleg dönsk ein- kenni”. Siðarhljóta þeir að hafa flutt sig til Danmerkur, og þar hafa þeir verið, þar til koma Húnanna tvistraði þeim. Hluti þeirra, Norður-Danir, fóru til Sviþjóðar og settust m.a. að i Dölunum, annar hluti flæmdist I suðvesturátt. Gefjun Eftir að Húnarnir hörfuðu, i kringum 450, komu Norð- ur-Danir aftur og hreiðruðu um sig á Sjálandi og I Vendelsýslu. Frá þessu er sagt I sögunni um Gefjun. Leiðtogi Norður-Dana var þá Hálfdán konungur, af honum tóku við synir hans, Minjar, sem kenndar eru viö Hunnested á Skáni. Núna eru steinarnir þvl sem næst eyðilagðir, en myndin hér með er af teikningu Oie Worms frá fyrri hluta 17. aldar. Augljóst er, að maðurinn á stein- inum er i asiskum búningi. Nafniö Hunnested bendir llka til tengsla við Húna. Óðinn afhj úpaður sem Atli Húnakonungur fullnægingu við aftökur, hann er guð hengda mannsins, hrafn og úlfur feta i fótspor hans. En sé hann ekki norrænn, þá er hann asiskur, samkvæmt grófum skilningi okkar. Við skulum lika hafa I huga, að Snorri gerir hann að Asiumanni, nánar til- tekið Tyrkja”. Grunur Dan Hemming styrkt- ist, þegar hann las bók Peter Groves, „Danmarks Daab”, (Skirn Danmerkur), þar sem Grove fullyröir m.a. að Atli hafði gert kröfu til aö vera til- beöinn sem guð og að nafnið Óðinn sé eldra en Atli, en að Húnakonungurinn hafi tekiö sér nafn gamla guðsins og breytt honum i sina mynd. Dan Hemming veit líka, hvernig hann á að koma Óöni (þ.e. Atla) fyrir I hinni æva- fornu norrænu goöafræði. Hann fullyrðir, að goösagnirnar um Æsina, sem Óðinn tilheyrir, hafi ekki komið til Norðurlanda fyrr en um miöjaS.öld, þ.e.skömmu eftir dauða Atla. Danir Hernám Húna á Danmörku stóðekki lengi. Af Asiumönnum tóku við raunverulegir forfeður nútima Dana sem kunna aö hafa veriðá þessum breiddargráöum þegar áður en Húnarnir komu, 1<hl t M PX 11 n o ;w ;v p yr vi vv miiYííHíiYúuu rrm'vimf? mm PTT y? * ? f -'•Hj ‘i Ai.AJU.-jL v,- JL -ffs ? öjK' : Fyrsti myndhringurinn á svokölluöu stutta gullhorni. Þriðja veran frá vinstri er skv. túlkun Dan Hemmings óðinn. Hann hafði horn á enni og má þekkja hann á geirnum Gungni og hringnum Draupni. 10% STADGRHDSUI AFSIATIUR SjÍaVEGM^^L ^277æ NESCO JOL Helgi og Hróar. Ættin hafði að- setur i Hleiðru. Suður-Danir komu lika aftur og mynduðu riki, þar sem Miklatundur var höfuðaðsetur. Þar var Hlégestur konungur um 450. Það var hann, sem lét gera gullhornin og þau fundust ein- mitt i nágrenni Miklatundurs. Að þessum niðurstöðum kemst Dan Hemming með þvl að lesa út úr þjóðsögum, nú- tlmastaðanöfnum og dreifðum skráðum heimildum, svoog ein- staka fornleifafundum. Þetta er I rauninni algerlega ný Dan- merkursaga, sem hann ber á borð fyrir lesendur sina. Það er ekki víst, að hún sé hárrétt I ein- stökum smáatriðum, en hún er svo sannarlega áhugaverð og þess virði að lesa hana. 1 formála skrifar Dan Hemm- ing, hver svo sem hann nú er, „A vorum dögum, er það nokk- urs konar kredda, að sagnfræði sé barahagvisindi. Ég álít þessa kenningu alranga, enda er hún til komin vegna pólitiskra efna- hagsflækja vorra tima. Sú grundvallarskoöun, sem kemur fram I þessari bók er, að sálar- llfiö beri uppi og standi að baki allri atburðarás”. Samkvæmt skoðun Dan Hemmings ber að llta á vlkingaherferðirnar I ljósi Asatrúarinnar og þess atriðis I henni, að bani á vigvelli sé æskilegasti dauðdaginn. 1 þess- um hugleiðingum, sem öðrum I bókinni.erlesandinn ekki alveg sannfærður um, að Dan Hemm- ing hafi fundið hinn endanlega sannleik, en sagnfræðiritun i hans andafæðir af sér aölaðandi bækur, sem gaman er aö lesa”. 13 i»w 67 ára og eldri: Skrifuðu í samkeppni sem svar- ar 20 meðalstórum bókum FI — Haustiö 1976 hleyptu Sagn- fræðistofnun Háskóla islands, Stofnun Arna Magnússonar og Þjóðminjasafn islands af stokk- unum samkeppni um minninga- skrif fólks eldra en 67 ára. Heii- brigðis- og tryggingamáiaráðu- neytið veitti þá mikilsverða að- stoð, að dreifingarkerfi Trygg- ingarstofnunar rlkisins var notað til aö unnt væri að koma boðs- bréfinu og verkefnalistanum til allra ellilifeyrisþega I landinu. Skilafrestur var I fyrstu ákveð- inn til 1. nóvember 1977, en siðan framlengdur til 1. mars 1978. Alls bárust frásagnir 148 manna, 75 karla og 73 kvenna stuttar og langar, eða allt frá 2-3 bls. upp I 4-500 síöur. Oftast var lengdin þó á bilinu 30-40 siður, enda mun heildarmagnið vera nálægt fimmþúsund vélrituðum meðalslðum eða sem svarar u.þ.b. tuttugu mebalstórum bók- um. Þótt ekki sé unnt að rlgbinda sérhvern mann við eina ákveðna sýslu, var greinilega talsverður munur á þvl> hversu mikiö barst frá einstökum upprunaheruðum. Langmest var frá þrem samfelld- um svæöum á landinu, þ.e. Vest- fjarðakjálkanum með Breiða- firði eða 37%, Suður-Þingeyjar- sýslu 10% og Arnessýslu 10%. Aberandi minnst kom hinsvegar úr Húnavatnssýslum, Eyjafirði, Noður-Þingeyjarsýslu, Suður- Mýlasýslu og Austur-Skaftafells- sýslu. Fulltrúar stofnananna þriggja, sem að þessari framkvæmd stóðu, voru Ólafur Hansson frá Sagnfræðistofnun Háskólans, Einar G. Pétursson frá Arna- stofnun og Arni Björnsson frá Þjóðminjasafninu. Við mat á frásögnunum voru þeir sammála um, að eitthvað væri bitastætt I öllum þeirra og að mjög mörgum mikill fengur. Afar erfitt var að gera upp á milli u.þ.b. þrjátlu þeirra bestu þegar veita skyldi sérstaka viöurkenn- ingu. Það varð þó að lokum niöur- staðan, að þrjár mundu teljast sameina best það tvennt að vera mjög fróðlegar um hætti iiðinnar tiðar og jafnframt ágæta vel skrifaðar. Þetta voru frásagnir þeirra Emiliu Biering frá Barðaströnd, Guðmundar Guðmundssonar úr Ófeigsfiröi og Péturs Guðmunds- sonar frá Rifi og Hellissandi, en hann andaðist reyhdar daginn eftir að hann sendi frá sér minn- ingarnar. Höfundar annarra frásagna, sem sérstök ástæða þykir til aö nefna eru: Sigurður Thoroddsen, Reykjavík, Valbjörg Krist- mundsdóttir, Grundarfirði og Saurbæ, Hallgrimur Jónsson, Laxárdal, Geir Sigurösson, Hvammssveit og Arnkell Ingi- Framhald á bls. 23 Skíðafatnaður á fulíorðna / fjjölbreyttu úrvali. Barnaskíðafatnaður, varðfró 19.900 ti! A Sportval ILAUGAVEG1116, VIÐ HLEMMTORG SÍMAR 14390 ft 26690 t. .. " ....... ... Þm w * -V- rjar gooar tegundir af kremkexi. Hver annarri betri. KEXVERKSMIÐIAN HOLT REYKJAVÍK SÍMI 85550

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.