Tíminn - 18.12.1979, Blaðsíða 11

Tíminn - 18.12.1979, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 18. desember 1979. 11 Nelson lávarður Roy Hattersley: Nelson. Örn og örlygur 1979. 223 blsr Undanfarnar tvær aldir hefur Nelson flotaforingi verið þjóð- hetja Breta og um hann hafa verið ritaðar fleiri bækur en um flesta aðra striðsmenn þeirrar þjóðar og er þá langt til jafnaö. í þessari nýju bók rekur Roy Hattersley æviferil Nelsons ^llt frá fæðingu til dauða í orrust- unni við Trafalgar. Mestu rúmi er eðlilega varið til þess að segjá frá ferli söguhetjunnar i breska flotanum, en nokkuð er einnig fjallað um hið kynlega ástarævintýri hans með lafði Hamilton. Það þótti mikil rómantik á sinum tima. Eins og vænta má eru hér tiu- undaðir mestu flotasigrar Nelson, orrustan á Nil, við Trafalgar, að ógleymdri orrust- unni við Kaupmannahöfn. Annars skýtur nokkuð skökku við, hve mikil áhersla er lögð á „sigurinn” yfir Dönum við Kaupmannahöfn. Enskir sagn- fræðingar hafa flestir reynt að afsaka þá árás breska flotans, sem gerð var á hæpnum for- sendum og þar að auki getur það tæpast talist til hernaðaraf- rekaað læðast að sofandi fólki i skjóli myrkurs og skjóta það. Höfundur þessa rits, Roy Hattersley, var aðstoðarutan- rikisráðherra Bretaveldis um það bil sem landhelgisdeilur Breta við Islendinga stóðu yfir og hafði forystu fyrir einni samninganefndinni sem hingað kom. Sagt hefur verið, að sú för hafi eyðilagt framavonir hans á stjórnmálasviðinu, en ekkert skal fullyrt um það hér. Hvað sem þvi liður er ljóst að maður- inn kann vel að halda á penna. Frásögn hans er lipur og létt og hann blindast ekki af hetju- dyrkun á Nelson. Þvert á móti hygg ég að honum hafi tekist að draga upp raunsanna mynd af flotaforingjanum. Að lestri loknum stendur Nelson ekki les- andanum fyrir hugskotssjónum sem hin hugumstóra hetja, er aldrei skeikaði, öllu heldur sem kaldrifjaður hermaður, sem sveifst einskis ef von var á fé og frama. Þessi bók fellur ekki undir A J|a- 7t->É* ■ .."''’jlW * ~ C ! T ; éjOF' iÉ*- ^ l. JgMfK m IfC M \/ Æp / 1 O cClcS H M~ ; E H H 1 R V/ / f 1 II 1 yy* • y H 1 1 ..jSP f 'V-ívclr' mmm ~ Cif 1 K fost KIDOS l ijó LeikfQngabúðln IðnaðQfhúsinu - Rallveigarsttg í Dr. Peale og trúboð það, sem almennt er kallað sagnfræði. Þetta er öllu heldur alþýðlega rituð ævisaga og ætti að minni hyggju helst erindi til unglinga og skólafólks, sem vill öðlast sem mestar upplýsingar úr einföldu og greinargóðu riti, en þaö er þessi bók tvimæla- laust. Mikið af myndum prýðir bók- ina og eru þær vel valdar og góður kostur við ritið. Jón A. Gissurarson hefur þýtt bókina áJ islensku. Þýðing hans er yfir- leitt góð, en eilitið stirðbusaleg á köflum . I bókarlók er skrá yfir helstu heimildir og atriðis- orð og er að þeim góður fengur. Jón Þ.Þór. hans Norman Vincent Peale. Bjartsýnin léttir þér lifið. Baldvin Þ. Kristjánsson is- lenskaði. Bókaútgáfan örn og örlygur. Þetta er sjötta bókin sem Baldvin þýðir eftir dr. Peale svo að nærrilætur að segja megi að hann hafi siðustu 15 árinhelgað sig I tómstundum sinum þvi hlutverki aö koma kenningum þessa kennimanns á framfæri hér á landi. Þaöernaumasthægtaö segja að nokkur ný hlið á boöskapnum komi fram hér. Miklu fremur er þetta áréttun þess sem kennt er ifyrri bókum. Mikiö er rætt um mátt bænarinnar og þýðingu þeirrar trúarvissu aö bænin sé til nokkurs. En auk þess eða i sambandi við það eru sagöar ýmsar sögur sem benda tíl þess að bænarhugurinn hefur sinar Framhald á bls. 23. Vandaðar minningar Mánasilfur. Safnendurminninga I Gils Guð- mundsson valdi efnið og sá um útgáfuna. Iðunn. Minningabækur njóta mikilla vinsælda hér á landi. Það má meðal annars ráða af þvi hve mikið kemurútaf þeim. Létuþó ýmsir þeir sem fyrirmenn vildu kallast á sviði bólcmennta ónotaorð falla til þeirrar grein- ar fyrir nokkrum árum. Þær raddir eru nú þagnaðar eins og ádeilurnar á Hallgrimskirkju og turninn. Er þessog dæmi aö rit- höfundar hafi gert best þegar þeir komu á svið minningabóka. Þetta þarf engan að undra. Allt verður óraunverulegt nema menn lýsi þvi sem þeir þekkja og „ritning er hljómlaus, hol og dauð ef hjarta les ekki i málið.” Þessar staðreyndir munu duga til þess að menn hyggi gott til þessaðfá úrval úr minninga- bókum. Og það mun enginn verða fyrir vonbrigöum af þessu safni. Hér koma fram 20 karlar og 6 konur. Þetta er fjölbreytilegur söfnuður og hirði ég ekki aö telja upp með nöfnum. Fjarri fer þvf að allt þetta fólk hafi skrifað ævisögur sfnar í heild, enda eru einstakir þættir engu siðri. Þarna eru ágætar myndir úrþjóðlífihorfinstimasvosem I þáttum önnu Thorlacius og Guðmundar Björnssonar land- læknis svo að eitthvað sé nefnt. Þarna eru frásagnir af tíma- mótaatburðum svo sem þar sem Arni Óla segir frá fyrstu dögum Morgunblaðsins, Bernharð Stefánsson frá þingrofinu 1931 og Tryggvi Gunnarsson frá fyrstu verslunarferð sinni. Má þó segjá að hér sé tiundað af fullu handahófi. En margs verð- ur ungur maður vis ef hann les þessa bók með athygli. Þetta eru ósviknar bók- menntir. Svo er ráð fyrir gert að þetta safn verði þrjú bindi og mun ekki þurfa að kvíöa þvi að safn- andinn verði i vandræðum meö gott efni. Égheld að þetta hafi verið góð hugmynd og þvi megi treysta að þessari útgáfu verði vel tekið og hún muni vísa ýmsum lesenda sinna á fjársjóöi sem honum hafa dulist. H.Kr. bókmenntir NÝJAR BÆKUR 1979 FRANK og JÓI: Leynigöngin FRANK og JÓI: Dularfulli skugginn Höf.: Franklin W. Dixon. Þýðandi: Gísli Ás- mundsson. Hér koma 22. og 23. bók í þess- um vinsæla bókaflokki. Fyrri bókin er 128 bls. en hin siðari 160 bls. NANCY og gamla albúmið NANCY og skakki strompurinn 27. og 28. bókin i þessum flokki. Höfundur: Carolyn Keene. Þýð.: Gunnar Sigurjónsson. Fyrri bókin er 175 bls. en hin siðari 141 bls. LABBA fær sér snúning LABBA lætur allt fjúka 7. og 8. bókin. Höfundur: Merri Vik. Þýðandi: Gísli Ásmundsson. Fyrri bókin er 142 bls. en hin síðari 157 bls. SIGURFÖR Höfundur: Sverre Magelssen. Þýðandi: Benedikt Arnkelsson. Þetta er lifandi frásögn um brautryðjandann og æskulýðsleiðtogann, Georg Williams, sem var upphafsmaður Kristilegs félags ungra manna. — SIGURFÖR er skrifuð jafnt fyrir unga sem gamla. — Bókin er 136 bls. NIÐJATAL GUNNLAUGS BJÖRNSSONAR bónda á Óspaksstöðum í Hrútafirði og eigin- kvenna hans, Sigríðar Bjarnadóttur og Guð- runar Jónsdóttur. FRIÐRIK TH. INGÞÓRSSON tók saman. Bókin er 206 bls. með nafnaskrá. I SÖGUTÚNI Höfundur: Benedikt Gislason frá Hofteigi. Hér fjallar höf. mest um það timabil i sögu þjóðarinnar, sem minnst hefur verið skrifað um — það er 14. og 15. öldin. — Árni son- ur hötundar segir svo / formála: ..Framsetn- ingin miðast oft við, að lesandinn gjörþekki þau mál og þá menn, sem um er fjallað. — Segja má að það efni, sem hér liggur fyrir sé uppkast sem eftir er að vinna úr til fulln- ustu.“ — Bókin er 245 bls. FÓLKIÐ MITT - og fleiri dýr - Höfundur: Gerald Durrell. Þýðandi: Sigriður Thorlacius. Höfundurinn, Gerald Durrell, er einn vinsæl- asti rithöfundur Bretlands og eru það hinar gamansömu frásagnir hans af mönnum og dýrum, sem fyrst og fremst hafa aflað hon- um vinsælda. Hann hetur einnig ritað skáld- sögur og barnabækur. — Bókin er 228 bls. TAMARINDFRÆIÐ Höfundur: Evelyn Anthony. Þýðandi: Hersteinn Pálsson. Judith starfaði í aðalskrifstofu Sameinuðu þjóðanna, þar sem fjallað var um trúnaðar- mál. Hana grunaði ekki, að hinn alúðlegi mað- ur, sem hún hitti i orlofi á Barbados, væri tengdur njósnarkerfi Rússa. ,,Frábærlega skemmtileg blanda af njósnum, stjórnarerindrekstri 6g ástum." — Daily Telegraph. — Bókin er 230 bls. FINNUR FRÆKNI Höfundur: Marryat. Ein af vinsælustu bókum höfundarins, og hafa þó margar þótt góðar. 167 bls. með mörgum myndum. FÁST HJÁ ÖLLUM BÓKSÖLUM PRENTSMIÐJAN LEIFTUR HF. HÖFÐATÚNI 12 - SÍMI 17554

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.