Fréttablaðið - 13.04.2007, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 13.04.2007, Blaðsíða 2
Sjómaður á fiskibáti frá Vopnafirði fannst um hádegis- bil í gær eftir víðtæka leit. Hann var látinn þegar að var komið. Björgunarskip Slysavarnafélags- ins Landsbjargar, Hafbjörg frá Neskaupstað, fann manninn í sjónum um eina og hálfa sjómílu frá landi, mitt á milli Kattárvík- ur og Flesjar úti af Kollamúla í Vopnafirði. Um eitt hundrað björgunar- sveitarmenn frá tólf björgunar- sveitum tóku þátt í leitinni á sjó og landi. Þyrla og Fokker-vél Landhelgisgæslunnar og varð- skipið Týr tóku jafnframt þátt í leitinni. Ekkert neyðarkall hafði borist og reglulegar sendingar bárust frá bátnum í sjálfvirku tilkynn- ingarskyldunni. Hafin var eftir- grennslan eftir bátnum að beiðni Vaktstöðvar siglinga þar sem ekki náðist fjarskiptasamband við bátinn. Björgunarskip Slysavarna- félagsins Landsbjargar, Svein- björn Sveinsson frá Vopnafirði, var kallað út og fann það bátinn úti af Kollumúla í Vopnafirði. Nokkuð erfiðlega gekk að komast að bátn- um en nokkru eftir miðnætti kom í ljós að báturinn var mannlaus. Sjómaðurinn, sem var á sjö- tugsaldri, fór til veiða frá Vopna- firði á miðvikudagsmorgun en samkvæmt upplýsingum varð- stjóra lögreglunnar á Vopnafirði eru tildrög slyssins ókunn. Ekki er unnt að greina frá nafni hins látna að svo stöddu. Fannst látinn í sjónum Vop nafj örð ur Héraðsflói „Ef platan hefði farið í okkur hefði hún drepið okkur, það er ósköp einfalt,“ segir Magnús Jónsson, starfsmaður Orkuveitu Reykjavíkur, sem lenti í heldur óþægilegu atviki á Vestur- landsvegi í gær. Magnús var að vinna ásamt fleirum við að færa rafmagns- strengi fyrir Orkuveituna skammt frá Þingvallaafleggjar- anum þegar vörubíll ók framhjá á miklum hraða með þeim afleið- ingum að álplata á pallinum losn- aði og fauk í átt til verkamann- anna. „Hún lenti örfáum metr- um frá okkur og við vorum bara heppnir að fá hana ekki í okkur,“ segir Magnús en platan er stór og þung. Magnús segir að algengt sé að ökumenn sýni litla tillitssemi. „Við erum oft að vinna mjög ná- lagt vegunum og menn hægja sjaldnast á sér þegar þeir aka framhjá,“ segir Magnús. Sá sem ók vörubílnum varð ekki var við að platan losnaði og starfsmönnum Orkuveitunnar tókst ekki að greina hver var þar á ferð. Ljóst er að farmurinn var ekki nógu vel festur á palli flutn- ingabílsins. Dönsku slúðurblöðin Se og Hør og Billedbladet greina frá því að Jóakim prins, fráskilinn yngri sonur Margrétar Þórhildar drottningar, hafi kynnt nýja kær- ustu sína, Marie Cavallier, fyrir foreldrum sínum og vænta megi brúðkaups. Að sögn vikublaðanna tveggja hafa drottningin og Hinrik prins þegar lagt blessun sína yfir hina frönsku Cavallier sem tilvon- andi tengdadóttur og því sé bara spurning hvenær brúðkaupið fari fram. Alexandra, fyrrverandi eigin- kona Jóakims, giftist aftur 3. mars síðastliðinn og afsalaði sér þar með konunglegri tign. Jóakim prins kynnir konuefni Sigmar, ætlið þið að skjóta minknum ref fyrir rass? Svissneska símafyrir- tækið Amitelo AG, sem á besta til- boðið í rekstur nýs GSM-kerfis á Íslandi, er nú rannsakað af þýska fjármálaeftirlitinu vegna gruns um að keyra upp hlutabréfaverð með villandi upplýsingum. Kanadískt símafyrirtæki, sem Amitelo tók nýlega yfir, hefur einnig kært Amitelo fyrir að blekkja hluthafa sína og krefst tæpra fjögurra milljarða króna í skaðabætur. Þetta er meðal þess sem kom fram í þýska fréttaskýringaþætt- inum Frontal21 síðastliðinn þriðju- dag. Khaled Akid, forstjóri fyrir- tækisins, er þar sagður hafa beitt verðbréfamarkaðinn blekkingum til þess að hækka verð hlutabréfa í fyrirtækinu. Í þættinum var rætt við við fyrr- verandi markaðsstjóra fyrirtækis- ins, Victoriu Anzola. Hún sagði áætlanir fyrirtækisins um upp- byggingu í Kólumbíu, sem aug- lýstar voru á hlutabréfamarkaðn- um, hafa verið orðin tóm. Þáttastjórnendur heimsóttu höfuðstöðvar fyrirtækisins í Zür- ich en fundu engan starfsmann Amitelo. Lögfræðingur með skrif- stofu á sömu hæð sagðist ekki hafa séð neinn frá fyrirtækinu í hálft ár. Þeir heimsóttu einnig útibú Amitelo á Spáni, kynntu sig sem hóteleigendur og vildu kaupa símaþjónustu af fyrirtækinu. Af tæknilegum ástæðum gátu starfs- menn ekki selt þeim neitt. Gengi hlutabréfa í Amitelo, sem rekur útibú í þrettán löndum, hrundi á þýska markaðnum eftir að þátturinn var sýndur. Á nokkr- um mínútum féll það um rúm 60 prósent, úr 1,1 evru á hlut í 0,4. „Við erum að undirbúa lögsókn gegn forsvarsmönnum þáttar- ins,“ segir Jan Malkus, áætlana- stjóri fyrirtækisins. „Þetta kemur okkur gríðarlega illa og við ætlum að leita okkar réttar.“ Hann segir rannsókn fjármálaeftirlitsins ekki beinast gegn fyrirtækinu heldur sé um venjulegt eftirlit að ræða. „Þetta er bara heimskur blaða- maður.“ Malkus var hér á landi í fyrra- dag að kanna aðstæður vegna út- boðs á rekstri GSM-farsímakerf- is, sem Póst- og fjarskiptastofnun auglýsti. Þar átti Amitelo besta til- boðið, samkvæmt ákveðnu stiga- kerfi, en svissneska símafyrir- tækið BebbiCell kom næst á eftir. Íslensku fyrirtækin Núll-Níu og IP-fjarskipti voru í þriðja og fjórða sæti, en tvö leyfi eru í boði. Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, vill ekki tjá sig um málið. Vafasamt fyrirtæki vill reka farsímakerfi Svissneska símafyrirtækið Amitelo er rannsakað vegna gruns um ólögmæta við- skiptahætti. Fyrirtækið var með besta tilboð í rekstur nýs GSM-kerfis á Íslandi. Tilhæfulausar ásakanir, segir áætlanastjóri. Höfuðstöðvarnar standa tómar. Borinn Jötunn er nú kom- inn til Húsavíkur. Jötunn verð- ur notaður til að bora fjórar rann- sóknarhólur á háhitasvæðum í Þingeyjarsýslu, eina á Þeista- reykjum og þrjár á Kröflu- og Bjarnarflagssvæðinu. Að borun lokinni verður búið að afla um fjörutíu prósenta þeirrar gufu sem þarf vegna fyrri hluta hugsanlegs álvers á Bakka. Borinn hefur undanfarin ár verið notaður við jarðboranir á Azoreyjum. Borinn kominn til Húsavíkur Bæjarráð Vest- mannaeyja lýsir yfir andstöðu sinni við fyrirkomulag á úthlut- un byggðakvóta. Bæjarráðið telur ekki forsendur fyrir umsókn og segir fyrirkomulagið ganga út á að skerða stöðu fyrirtækja á þeim svæðum þar sem fyrirtæki hafa fjárfest og styrkt kvótastöðu sína, segir í bókun ráðsins. Sjávarútvegsráðuneytið sendi bréf til sveitarstjórna 20. mars þar sem byggðarlögum sem telja sig hafa lent í vanda vegna sam- dráttar í sjávarútvegi og sem háð eru veiðum og vinnslu á botnfiski er gefinn kostur á að sækja um byggðakvóta. Andstaða gegn úthlutun kvóta Þrjú hundruð krabbar, sem höfðu verið veiddir og biðu þess eins að verða seldir einhverjum matgæðingum, fengu óvænt frelsi á ný. Tíu ungmenni, sem ekki hafa látið nafna sinna getið, greiddu veiðimönnunum í Portland í Maine 3.400 dali fyrir krabbana, en það samsvarar nærri 225 þús- und krónum. Verðið á kröbbunum var reynd- ar óvenjuhátt vegna þess hve lítið hefur veiðst af þeim undan- farið. Dýraverndarsamtökin PETA neita því að hafa staðið fyrir þessari frelsun. Gáfu kröbbum dýrkeypt frelsi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.