Fréttablaðið - 13.04.2007, Blaðsíða 31
Lára Hrönn Pétursdóttir segir þeim peningum
sem fara í menntun best varið. Menntun hefur
skilað henni upp í brú syngjandi sjómanna-
valsa.
Lára Hrönn er ekki í vafa um hver bestu kaup
hennar séu. „Það er menntunin mín, alveg hik-
laust,“ segir Lára. „Hún hefur komið mér á þann
stað sem ég er á í dag.“
Menntun Láru er um margt forvitnileg. „Ég út-
skrifaðist úr Versló, en það er algjör óþarfi að aug-
lýsa það eitthvað sérstaklega,“ segir Lára og hlær.
„Svo kláraði ég þriðja stig skipstjórnar í Stýri-
mannaskólanum ásamt því að vera í söngnámi.“
Lára starfar sem sagt sem skipstjóri á sumrin
en á veturna er það söngurinn sem á hug hennar
allan, sérstaklega þessa stundina. „Ég og vinkona
mín, María Jónsdóttir, héldum tvenna tónleika um
páskana með strengjasveit,“ segir Lára.
Lára segir að aldrei hefði hún náð þessum áfanga
hefði hún ekki menntunina að baki sér. „Hún skiptir
öllu máli,“ segir Lára.
Verstu kaup Láru eru af allt öðrum meiði en þau
bestu og ekki hægt að segja að þau hafi haft jafn
mikil áhrif á líf hennar og menntunin. Verstu kaup-
in eru fjögurra diska safn með öllum helstu lögum
stjarna samtímans. „Ég var fjórtán ára og safnið
kostaði svo sem ekki mikið, en á þessum tíma var
þetta stór fjárfesting,“ segir Lára. „Svo þegar ég
kom heim komst ég að því, mér til mikillar skelf-
ingar, að þetta voru panflautuútgáfur.“
Menntun bestu kaupin
Vesturlandsvegur
Reykjavík
Mosfellsbær
Húsasmiðj
an
Nóatún
Toppskórinn
Margt Smátt
Vínlandsleið
Sport Outlet
Vínlandsleið 2–4, efri hæð
Grafarholt
www . u n i k a . i s
Fákafeni 9 Sími: 568 6700
mán-fös. 10-18 og laug. 11-16