Fréttablaðið - 13.04.2007, Side 71
FYRSTUR
MEÐ
FRÉTTIRNAR
www.visir.is
10 11 12 13 14 15 16
Félagar í Bandalagi þýðenda og
túlka hafa tilnefnt fimm bækur til
Íslensku þýðingaverðlaunanna fyrir
framúrskarandi þýðingar fagurbók-
mennta á árinu 2006. Eru verðlaun-
in sett á stofn af félaginu til að auka
hróður þýðenda sem hafa löngum
auðgað íslenska menningu á ýmsan
hátt. Þær bækur sem að þessu sinni
eru tilnefndar eru eftirfarandi:
Brekkan eftir Carl Frode Tiller í
þýðingu Kristians Guttesens, útgef-
andi Salka.
Dætur hússins eftir Michéle Ro-
berts í þýðingu Fríðu Bjarkar Ingv-
arsdóttur, útgefandi Salka.
Nostromo eftir Joseph Conrad í
þýðingu Atla Magnússonar, útgef-
andi Mál og menning.
Umskiptin eftir Franz Kafka í
þýðingu Ástráðs Eysteinssonar og
Eysteins Þorvaldssonar, útgefandi
Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur/
Háskólaútgáfan.
Wuthering Heights eftir Emily
Brontë í þýðingu Silju Aðalsteins-
dóttur, útgefandi Bjartur.
3ja manna dómnefnd, skipuð
verðlaunahafa síðasta árs Rúnari
Helga Vignissyni, og þeim Gunn-
þórunni Guðmundsdóttur og Jór-
unni Sigurðardóttur, tekur nú við og
kveður upp lokadóm um hvaða bók
hlýtur verðlaunin.
Forseti Íslands, Ólafur Ragnar
Grímsson, afhendir Íslensku þýð-
ingaverðlaunin að venju á degi bók-
arinnar 23. apríl nk. á Gljúfrasteini
þar sem verðlaunin hafa verið af-
hent frá upphafi, enda var Halldór
Laxness afkastamikill þýðandi á
sinni tíð.
Þýðendur tilnefndir Draumalandið
eftir Andra Snæ Magnason
Strandgata 50, Hafnarfirði. Miðasala
í síma 555 2222 og á www.midi.is
Frumsýning
16.mars föstudagur kl. 20:00
22.mars fimmtud. 2.sýn kl. 20:00
23.mars föstud. 3.sýn kl. 20:00
24.mars laugard. 4.sýn kl. 20:00
Sýningar eru opnar virka daga kl. 11 - 17
og um helgar kl. 13 - 16 • sími 575 7700
GERÐUBERG
www.gerduberg.is
RÚRÍ
Tími - Afstæði - Gildi
Sýning frá glæstum listferli
Sjá www.ruri.is
Óður til
íslenskrar náttúru
Guðlaug I. Sveinsdóttir
sýnir málverk og vefnað
Vissir þú af...
góðri aðstöðu fyrir veislur,
námskeið, fundi o.fl.
Nánar á www.gerduberg.is
Leggðu góðu málefni lið
Leggðu góðu málefni lið er heiti á þjónustu í Einkabanka og Fyrirtækjabanka
Landsbankans sem auðveldar þér að hefja mánaðarlegan stuðning við góð málefni.
Það þekkja það flestir að greiða mánaðarlega af húsinu og bílnum og fyrir rafmagn
og hita. Nú er auðvelt að bæta góðum málefnum við þann lista og gerast áskrifandi
að þeim. Þú getur styrkt eitthvert af 75 góðgerðarmálefnum; velur einfaldlega
styrkupphæðina og hversu lengi þú vilt styrkja. Hver króna skilar sér til góðgerðar-
félaganna og notendur bera engan kostnað við stuðning sinn. Með einfaldri aðgerð
er svo hægt að hætta stuðningi. Landsbankinn hefur boðið þessa þjónustu síðan 1.
júlí sl. og síðan þá hafa hundruð Íslendinga gerst áskrifendur að góðu málefni.
Það er auðvelt að skipta máli
gottmalefni.is