Fréttablaðið - 13.04.2007, Side 16

Fréttablaðið - 13.04.2007, Side 16
Yfirkjörstjórn í Suðurkjördæmi tilkynnir: Framboðsfrestur til alþingiskosninga 12. maí 2007 rennur út hinn 27. apríl 2007, kl. 12 á hádegi. Yfirkjörstjórn Suðurkjördæmis tekur á móti framboðslistum föstudag- inn 27. apríl 2007, kl. 10:00-12:00 á skrifstofu Héraðsdóms Suðurlands að Austurvegi 4 á Selfossi. Á framboðslistum skulu vera nöfn 20 frambjóðenda, hvorki fleiri né færri. Tilgreina skal skýrlega nafn frambjóðanda, kennitölu hans, stöðu eða starfsheiti og heimili. Listanum skal fylgja skrifleg yfirlýsing allra frambjóðenda um að þeir hafi leyft að setja nöfn sín á listann. Þá skal fylgja skrifleg yfirlýsing um stuðning við listann og fyrir hvaða stjórnmálasamtök listinn er borinn fram frá kjósendum í Suðurkjör- dæmi. Fjöldi meðmælenda skal vera 300 hið fæsta, en 400 hið flesta. Við nöfn meðmælenda skal greina kennitölu og heimili. Loks skal fylgja framboðslista skrifleg tilkynning frá frambjóðendum listans, hverjir tveir menn séu umboðsmenn listans. Framboðslistar verða úrskurðaðir á fundi yfirkjörstjórnar sem haldinn verður á sama stað, laugardaginn 28. apríl 2007, kl. 11:00. Meðan kosning fer fram, laugardaginn 12. maí 2007 verður aðsetur yfirkjörstjórnar Suðurkjördæmis í Fjölbrautarskóla Suðurlands á Selfossi og þar fer fram talning atkvæða. Yfirkjörstjórn Suðurkjördæmis 12. apríl 2007 Karl Gauti Hjaltason Sigurjón Erlingsson Ellert Eiríksson Þórir Haraldsson Sigurður Ingi Andrésson 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI Magnús Stefánsson félagsmálaráð- herra vill skoða kosti þess að setja sérstaka löggjöf um úrræði vegna greiðsluerfiðleika. Þetta kom fram í ávarpi ráðherrans á ársfundi Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna. Magnús sagði í ávarpi sínu að löggjöf um skulda- aðlögun hefði marga kosti í för með sér, bæði fyrir skuldarann, kröfuhafann og samfélagið í heild og benti á góða reynslu Norðmanna í þessum efnum. Ásta Sigrún Helgadóttir, forstöðumaður Ráðgjaf- arstofu, tekur í sama streng. „Við erum hið eina Norðurlandanna sem er ekki með þessa löggjöf en nú hefur verið skipuð nefnd til þess að vinna drög að frumvarpi svo við getum verið bjartsýn,“ segir Ásta. Einstæðar mæður voru í meirihluta þeirra sem leituðu til Ráðgjafamiðstöðvarinnar í fyrra. Þá bar einnig mikið á einstæðum karlmönnum sem marg- ir hverjir voru í vandræðum vegna hárra meðlags- skulda. Lágar tekjur, offjárfesting og veikindi voru helstu ástæður greiðsluerfiðleika. „Fólk sem er í miklum örðugleikum lendir í öng- stræti eins og kerfið er núna. Með nýrri löggjöf yrði auðveldara að losna úr vítahringnum. Heimilisrétt- ur yrði meðal annars tryggður og skuldarinn fengi að halda eftir lágmarki tekna sinna til að sjá sér far- borða,“ segir Ásta. Fátt bendir til þess að kynbundið starfs- val sé á undanhaldi ef marka má rannsókn sem Námsgagnastofnun vann fyrir Samtök atvinnulífsins um hugmyndir 15 ára ungmenna um framtíðarstörf. Almar M. Halldórsson, verkefnisstjóri hjá Náms- matsstofnun, segir að staðalímyndir um hlutverk kynjanna kunni að hafa áhrif á val barnanna. Þannig segjast afar fáar stúlkur ætla að verða iðnaðarmenn og strákum í hjúkrunarfræði fer ekki fjölgandi. Á heildina litið virðast strákarnir síður tilbúnir til þess að fara í hefðbundin kvennastörf. Stúlkurnar sækja hins vegar í að verða læknar, bændur, flugmenn og arkitektar sem áður voru karlastörf. „Stúlkurnar virðast mjög metnaðarfullar og það er í takt við þá þróun sem verið hefur í háskólun- um undanfarin ár,“ segir Almar en samkvæmt rann- sókninni ætla 65 prósent allra stúlkna að verða sér- fræðingar. „Það er athyglisvert að skoða þessar niðurstöð- ur með hliðsjón af námsárangri kynjanna. Stúlk- unum gengur almennt betur í námi og það skilar sér í auknum metnaði. Nú ætla til dæmis 11,6 pró- sent allra stúlkna að verða læknar meðan aðeins 1,9 prósent ætla að verða hjúkrunarfræðingar,“ segir Almar Áfram kynbundið starfsval

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.