Fréttablaðið - 13.04.2007, Blaðsíða 86

Fréttablaðið - 13.04.2007, Blaðsíða 86
1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 Bandaríski leikstjórinn Quentin Tarantino hyggst endurnýja kynni sín við land og þjóð og verður við- staddur frumsýningu kvikmyndar sinnar, Death Proof, 8. júní. Mynd- in er fyrri hluti tvíleiksins The Grindhouse en Robert Rodriguez, þekktastur fyrir Sin City-mynd- ina, leikstýrir seinni myndinni, Planet Terror. Samkvæmt öruggum heimildum Fréttablaðsins barst dreifingar- fyrirtækinu Senu tölvupóstur frá Weinstein-fyrirtækinu sem fram- leiðir The Grindhouse en þar kom fram að Tarantino heimtaði að fá að sækja landið heim í kynning- arstarfi fyrir sinn hluta. Ekki er vitað hvort frítt föruneyti fylgi Tarantino til landsins en það er sjálfur Kurt Russell sem leikur aðalhlutverkið í Death Proof auk Rose McGowan. Tarantino og leik- konan góðkunna úr Charmed létu vel að hvort öðru í síðustu heim- sókn leikstjórans hingað. Þetta verður því í þriðja sinn sem Tarantino kemur til landsins í opinberum erindagjörðum en hann var hér við frumsýningu Hostel- myndar Eli Roth og hélt síðan litla kvikmyndahátíð um áramótin þar- síðustu. Tarantino kolféll fyrir landi og þjóð, sagðist vilja gera víkingamyndir og heimsótti for- seta Íslands á Bessastöðum, sem bar honum vel söguna. Hann kláraði meðal annars handritið að Death Proof á Nord- ica hóteli og Pizza Hut og segir sagan að hann hafi leikið hluta úr því fyrir gesti og gangandi í Laugum á meðan hann tók á því á hlaupabretti. The Grindhouse hefur verið sýnd sem ein mynd í Bandaríkjun- um en eins og kom fram í Frétta- blaðinu í gær hefur hún sem slík fengið misjafna dóma gagnrýn- enda og ekki þá aðsókn sem búist hafði verið við. Talið er að það sé fyrst og fremst hlutur Roberts Rodriguez sem dragi hana niður því gagnrýnendur hafa hrósað hluta Tarantinos. Þá lýsti Harvey Weinstein því yfir að hugsanlega yrði myndinni skipt í tvennt fyrir Bandaríkjamarkað en ákveðið hafði hins vegar verið fyrir löngu að þessi háttur yrði hafður á í Evr- ópu og öðrum heimsálfum. Og því verður Death Proof sýnd sem ein mynd en Planet Terror hins vegar frumsýnd í ágúst á Íslandi. „Ég þreyttist mjög á að leika ýmist sænska nuddara eða þýska heimilisvini.“ „Ég er vissulega faðir hans en ég veit ekki hvort rétt sé að kalla mig Guð,“ segir stórsöngvarinn Björgvin Halldórsson. Frétta- blaðið greindi frá því í gær að Krummi, sonur Björgvins, verð- ur í hlutverki Jesú í uppsetningu Vesturports á Jesus Christ Super- star í sumar. Og ef Krummi er Jesú hlýtur Björgvin að vera Guð. Eða hvað? „Þetta er nú ansi sniðugt en ég veit ekki hvort mér líst á þessa sam- líkingu,“ segir Björgvin hógvær og gefur lítið fyrir ábending- ar þess efnis að ferill hans réttlæti samlík- ingu sem þessa. „Komið til mín …,“ segir Bó og hlær við en fæst ekki til að grínast meira með þetta. „Ég held að þetta eigi eftir að verða mjög spennandi sýn- ing. Krummi á eftir að standa sig vel,“ segir Björgvin þegar hann er spurður um væntingar sínar til Jesus Christ Superstar. „Vesturport mun taka þessa sýn- ingu öðrum tökum en áður hefur verið gert og það er spennandi. Ég veit líka að bæði Krummi og fleiri myndu varla vera með í þessu nema af því að þetta verður svolít- ið öðruvísi. Þessi sýning á eftir að vekja heilmikla eftirtekt,“ segir Björgvin. Bó Halldórs kominn í guða tölu Þau erlendu kvikmyndatökulið sem hafa dvalist hér á landi síð- astliðin fimm ár hafa eytt fimmtíu milljónum Bandaríkjadala, sem samsvarar þremur milljörðum ís- lenskra króna. Þetta kemur fram í grein á vefsíðu kvikmynda- tímaritsins Variety sem birtist í gær undir nafn- inu „Iceland‘s landscape brings big names“ eða Íslenskt landslag laðar að stóru nöfnin. Auk hinnar sérstæðu náttúru landsins er nefnt að hækkun endurgreiðsl- unnar úr ellefu í fjórtán prósent hafi jafnframt leikið stórt hlut- verk í því að fá erlend kvikmynda- tökulið hingað til lands. Í greininni er talað við töku- stjóra kvikmyndaleikstjórans Clint Eastwood, Kokay Ampah, sem hrósar íslensku kvik- myndatökuliði og segir það hafa verið vel tækjum búið og hafi talað prýðilega ensku. Kvikmyndir Eastwoods, Flags of our Fathers og Letters from Iwo Jima, voru báðar að hluta til teknar upp hér á landi. Þá er jafnframt minnst á myndirnar Batman Beg- ins, Bond-myndina Die Another Day og Laura Croft: Tomb Raid- er en greinarhöfundur segir þær allar hafa verið stærri heldur en hið hundruð þúsund ferkílómetra landsvæði. Rætt er við Einar Tómasson, verkefnisstjóra Film in Iceland, en þar kemur fram að erlent kvikmyndagerðarfólk sem hing- að kemur hrífist ekki síður af því hve allar vegalengdir séu stutt- ar og hversu auðvelt sé að redda öllum hlutum. „Ég man sérstak- lega eftir pókersenunni í Flags of Our Fathers en það náðist að út- vega vöruskemmu fyrir tökuna með klukkutíma fyrirvara,“ segir Einar. Ísland græðir þrjá milljarða á Hollywood FYRSTUR MEÐ FRÉTTIRNAR www.visir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.