Fréttablaðið - 13.04.2007, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 13.04.2007, Blaðsíða 18
nær og fjær „ORÐRÉTT“ Ekkert stuð Fer ekki með veggjum Baugsmálið að teiknimyndasögu „Þetta var yndislegt ferðalag og alls staðar tóku heimamenn okkur mjög vel,“ segir Kay Wiggs, kór- stjóri Kirkjukórs Staðastaðar, Búða og Hellna á Snæfellsnesi, sem er nýkomin úr níu daga tón- leikaferðalagi um Bandaríkin. Kay er borinn og barnfædd í bænum Selmu í Norður-Karólínu- ríki en hefur búið á Íslandi síðan 1979. „Ég kom hingað til að gerast skólastjóri tónlistarskólans á Hellissandi. Þar kynntist ég mann- inum mínum og hef búið hér allar götur síðan,“ segir hún. Fyrir tveimur árum fóru söngs- ystkin hennar í kórnum þess á leit við Kay að hún færi með þeim á heimaslóðir sínar í Bandaríkjun- um. „Ég sló til og þá hófst undir- búningurinn; til að safna pening máluðum við meðal annars kirkj- una á Hellissandi og þrifum félags- heimilið eftir samkomur.“ Kórinn flaug loks utan um síð- ustu mánaðamót og Kay segir ferðina hafa gengið eins og í sögu. „Við hófum ferðina í Washington- borg, þar sem við skoðuðum okkur um áður en við héldum áleiðis til Norfolk í Virginíuríki þar sem við sungum fyrir Íslendingafélagið þar. Þaðan lá leiðin til Norður- Karólínu þar sem við dvöldum tvo daga, sungum í kirkjunni, lékum golf og fleira. Þetta var æðislegt.“ Sella Seifert (Siggeirsdóttir), formaður Íslendingafélagsins í Norfolk, segir að góður rómur hafi verið gerður að frammistöðu kórs- ins, sem söng bæði þjóðlög og sálma. „Flutningurinn var frábær og við hlökkum til að fá þau aftur í heimsókn.“ Heimildarmyndin Tímamót verður frumsýnd í Háskólabíói á sunnudag en í henni er sögð saga þriggja þroska- heftra manna sem standa á krossgöt- um í lífinu. Guðjón, Sigurbjörn og Steinþór höfðu búið á Tjaldanesheimili í Mosfellsdal í áratugi þegar ákveðið var að loka heimilinu fyrir þremur árum, sökum lélegs húsakosts. Í staðinn fluttu þeir hver í sína íbúðina. Guðmundi Erlingssyni, starfsmanni á Tjaldanesi, datt í hug að fylgjast með breytingunum í lífi þremenninganna og fékk Herbert Sveinbjörnsson til liðs við sig til að búa til heimildarmynd. „Ég þekkti þá alla mjög vel og vissi að þetta yrðu mjög dramatískar breytingar á þeirra högum,“ segir Guðmundur. „Þeir höfðu búið í einangruðu og vernduðu umhverfi uppi í sveit í nokkra áratugi og áttu nú að flytja í bæinn og búa innan um annað fólk. Þeir þurftu í rauninni að hugsa allt lífið upp á nýtt og vera sjálfstæðari en þeir höfðu áður verið.“ Guðjón, Sigurbjörn og Steinþór voru boðnir og búnir að taka þátt í myndinni og næstu þrjú ár fylgdust Guðmundur og Herbert með hvernig þeim reiddi af. „Þeir tóku nýju lífi mjög vel og hafa blómstrað eftir að þeir fluttu,“ segir Guð- mundur. „Þeir eru orðnir mjög sjálfbjarga, kaupa sjálfir inn, fara í bíó og heimsóknir þegar þeim sýnist. Þetta breytti sannarlega miklu fyrir þá.“ Hann segir myndina líka segja stærri sögu um aðbúnað þroskaheftra á Íslandi. „Málefni þroska- heftra hafa breyst mikið á undanförnum tuttugu árum, til dæmis er sjálfstæð búseta orðin mun algengari en áður. Þessir menn eru um fimmtugt og af kynslóð sem fór á mis við þessa þróun, í myndinni fylgjumst við með hvernig þeir í raun- inni stökkva inn í nútímann. Þannig endurspegl- ar myndin þær miklu breytingar sem hafa orðið á stuttum tíma í þessum málaflokki.“ Guðmundur segir tilgang myndarinnar ekki síst þann að minnka fordóma í garð þroska- heftra. „Ég held hún veiti nánari innsýn inn í þeirra heim en áður hefur sést hér á landi, áhorf- andinn er eins og fluga á vegg og sér að Guðjón, Sigurbjörn og Steinþór eru eins og hvert annað fólk.“ Þurftu að hugsa lífið upp á nýtt Göng óraun- hæfur kostur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.