Fréttablaðið - 13.04.2007, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 13.04.2007, Blaðsíða 50
BLS. 10 | sirkus | 13. APRÍL 2007 „Útiveran, félagsskapurinn og eftirvænt- ingin eftir þeim stóra er það sem er svo heillandi við stangveiðina,“ segir Katrín Pétursdóttir, forstjóri Lýsis, sem hefur stundað sportið í yfir 20 ár. Katrín fékk maríulaxinn árið 1988 í Eystri-Rangá en getur ekki gert upp á milli ánna sem hún hefur veitt í þótt Laxá í Aðaldal og Haffjarðará séu ofarlega á listanum. Aðspurð segir hún laxveiðina jafnt fyrir konur sem karla. „Þetta er afskaplega ánægjulegt og skemmtilegt sport að stunda og í laxveiði gerast svo ótrúlegir hlutir. Þess vegna eru veiðimenn oft sagðir mestu lygarar í heimi,“ segir hún hlæjandi og bætir við að í veiði sé maður alltaf að upplifa eitthvað nýtt. „Hvernig fiskurinn tekur, baráttan við hann og leikurinn, hvort hann sé fallegur eða stór, það er þetta allt sem dregur mig í þetta auk félagsskaparins og útiverunnar,“ segir Katrín og bætir við að þeir laxar sem veiðimenn missi verði gjarnar afar stórir í huganum. Katrín stundar laxveiðina með manninum sínum auk þess sem þau eru í hjónaholli sem heitir Salmon Rusty. „Þar erum við tólf hjón saman og svo er ég líka í kvennaholli sem kallast því skemmtilega nafni Happy Hookers. Ég held að það leynist lítill veiðimaður í hverri sál. Þetta er eins og að spila lottó nema þú hefur meira um það að segja hvort þú nærð í vinning eða ekki.“ „Ég byrjaði að veiða með pabba í vötnum og á heiðum þegar ég var lítil. Laxveiðin byrjaði svo fyrir alvöru eftir að ég kynntist manninum mínum,“ segir Inga Lind Karlsdóttir sjónvarpskona. „Maríu- laxinn fékk ég árið 2002 í Þverá í Borgar- firði en hann var stærsti lax sumarsins í ánni, gríðarlegur hlunkur, mig minnir ein 18 eða 19 pund,“ segir Inga Lind stolt og bætir við að þá hafi áhuginn kviknað fyrir alvöru. „Þetta var alveg rosalega skemmti- legt og þar sem hann var þetta stór bönnuðu samferðamenn mínir mér að naga af honum uggann. Ég lét því stoppa hann upp og var í staðinn látin éta kæsta hákarlsbita sem dugði ekki betur en svo að ég fékk ekki fisk næstu tvö sumur á eftir. Álögunum létti að lokum og síðan hef ég fengið marga en engan svona stóran.“ Inga Lind segir erfitt að gera upp á milli ánna enda eigi hún enn eftir að kynnast mörgum þeirra. „Víðidalsá er ótrúlega falleg en Ytri- Rangá gefur alltaf mest. Þverá er hins vegar hjúpuð gulli í minningunni vegna maríulaxins. Mig langar að prófa fleiri ár og sú sem heillar mest þessa stundina er Breiðdalsá,“ segir Inga Lind sem veiðir aðallega með eiginmanni sínum. „Mér hefur ekki tekist enn að draga vinkonur mínar í þetta sport en það stendur til bóta. Tvisvar hefur mér boðist stöng í ágætum ám en þau boð voru dregin til baka þar sem um karlaholl var að ræða. Ég fer ekki ein í karlaholl svo það er fínt að vera með manninum. Svo fremi að hann sé ágætur og minn er það.“ „Ég er rosalega ánægð með að vorið skuli vera að koma og veiðin að byrja,“ segir Ragnheiður Thorsteinsson dagskrár- gerðarmaður sem þegar hefur farið í Sogið og í Vífilsstaðavatn það sem af er veiði- tímabilinu en ekkert fengið. „Það er skemmtilegra að fá eitthvað,“ viðurkennir hún en bætir við að hún hafi oft prófað að taka Pollýönnu á þetta. „Það er náttúrlega æðislegt að vera úti í náttúrunni og allt það en það skemmir ekki að fá fisk og venjulega fæ ég fisk í Vífilsstaðavatni. Ég var bara orðin loppin af kulda í snjónum en er viss um að ég hefði fengið fisk ef ég hefði verið lengur.“ Ragnheiður fór á hnýtinganámskeið með syni sínum sem er 8 ára og þegar byrjaður að veiða á flugu og þau mæðginin veiða nú með sínum eigin flugum. „Núna loksins er ég orðin alvöru,“ segir hún hlæjandi en Ragnheiður fékk maríulaxinn sinn árið 1999 í Vatnsdalsá. „Ég hafði verið með sömu fluguna í örugglega 45 mínútur og ég held að laxinn hafi hreinlega gefist upp á þessum fíflagangi og gert mér til geðs að taka hana,“ segir hún og bætir við að hún hafi veitt frá því hún var lítil stelpa. „Veiðimað- urinn hefur alltaf blundað í mér. Flugu- veiðin er svo dásamleg, létt og auðveld.“ SIRKUS TALAÐI VIÐ FJÓRAR KONUR SEM GEFA KÖRLUNUM EKKERT EFTIR ÞEGAR KEMUR AÐ VEIÐUM. Á eftir bráð kemur kona MEÐ EINN VÆNAN Ragnheiður Thorsteinsson ásamt veiðivinkon- um sínum Brynju Gunnarsdóttur og Hrefnu Ósk Benediktsdóttur. „Ég man ekki hvað ég var gömul þegar ég fór fyrst á hreindýraveiðar en ég er fædd og uppalin austur á Jökuldal sem er mikið veiðisamfélag og þetta kom bara með móðurmjólkinni,“ segir Stefanía Katrín Karlsdóttir sem stundar stangveiði, rjúpna-, gæsa-, og hreindýraveiði með bræðrum sínum. „Ég held að veiðieðlið blundi í flestum Íslendingum. Þetta er svo spennandi, félagsskapurinn og útiveran er frábær, maður er náttúrlega að reyna við náttúruöflin,“ segir Stefanía og bætir við að í hreindýraveiðum sé grundvallaratriði að hitta dýrið á réttan stað. „Það er mikið vandaverk að skjóta dýrið svo það deyi en særist ekki og hlaupi af stað. Hittnin þarf því að vera góð auk þess sem flestir veiðimenn reyna að hitta í framhluta dýrsins til að skemma ekki bestu matar- svæðin. Þetta er ákveðin kúnst og maður verður að æfa sig í að hitta í mark áður en haldið er af stað.“ Stefanía segir skotveiði henta konum jafn sem körlum. „Riffillinn er stórt verkfæri en ég held að veiðieðlið blossi upp í konum jafnt sem körlum þegar komið er á veiðistað.“ Fluguveiðin er dásamleg LAXVEIÐI Inga Lind Karlsdóttir veiðir aðallega með eiginmanni sínum en ætlar sér að draga vinkonurnar með í sportið. Maríulaxinn var stærsti lax sumarsins Á HREINDÝRAVEIÐUM Stefanía með hreindýr sem hún felldi. Veiðieðlið blossar upp Veiðimenn mestu lygarar í heimi FLOTTAR VEIÐIKONUR Katrín Pétursdóttir ásamt Svövu Johansen verslunar- konu í veiðitúr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.