Fréttablaðið - 20.04.2007, Síða 29

Fréttablaðið - 20.04.2007, Síða 29
Guðjón Þorsteinn Pálmarsson, leikari og leikstjóri, er mikill villimaður í eldhúsinu. Hans uppáhaldsréttur er villimanna-sushi. Guðjón hefur einfaldan smekk þegar kemur að mat. Hann á að vera einfaldur, fljótlegur og helst hrár. „Villimanna- sushi er lýsandi réttur fyrir þessa stefnu mína,“ segir Guð- jón. „Maður tekur laxaflak og úrbeinar það, roðhreinsar og sker í bita. Með bitunum ber maður fram fullt af wasabi, sojasósu, smá af engifer og piparrót.“ Matreiðsluleiðbeiningar Guðjóns eru einfaldlega að éta matinn eins og hann kemur. „Ég vil helst hafa allt á stórum diski svo allt sé til taks. Smyrja sósu og wasabi á laxinn og piparrótinni og engiferinu með,“ segir Denni og bætir við með kaldhæðnum tón: „Mér finnst best að taka rótina sér og reyni að sýna mikla karlmennsku og borða mikið af henni án þess að grenja. Ég er að verða betri og betri í því.“ Matinn borðar Guðjón með pinnum eða einfaldlega putt- unum. „Það er langbest. Svo verður maður helst að vera ber að ofan og fara bara í sturtu eftir matinn,“ bætir hann við og hlær. Ástæðurnar fyrir fljótheitunum í eldamennskunni eru ærnar. Mikið hefur verið að gera hjá Guðjóni upp á síðkast- ið en hann hefur bæði verið að leika og leikstýra auk þess að vinna fulla dagvinnu. „Við vorum að enda við að frum- sýna Examinasjón sem heppnaðist mjög vel,“ segir Guðjón. „Leikararnir bjuggu verkið til sjálfir og það er alveg drep- fyndið. Ég mæli með að fólk kíki á www.myspace.com/stu- dentaleikhusid og kynni sér málið.“ Best að snæða ber að ofan 90% heimila ná Sirkus TV á ADSL kerfinu, Breiðbandinu, Digital Ísland en einnig er hægt að ná Sirkus TV með venjulegu UHF loftneti ALLT UM HOLLYWOOD ENTERTAINMENT TONIGHT OG INSIDER

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.