Fréttablaðið - 20.04.2007, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 20.04.2007, Blaðsíða 29
Guðjón Þorsteinn Pálmarsson, leikari og leikstjóri, er mikill villimaður í eldhúsinu. Hans uppáhaldsréttur er villimanna-sushi. Guðjón hefur einfaldan smekk þegar kemur að mat. Hann á að vera einfaldur, fljótlegur og helst hrár. „Villimanna- sushi er lýsandi réttur fyrir þessa stefnu mína,“ segir Guð- jón. „Maður tekur laxaflak og úrbeinar það, roðhreinsar og sker í bita. Með bitunum ber maður fram fullt af wasabi, sojasósu, smá af engifer og piparrót.“ Matreiðsluleiðbeiningar Guðjóns eru einfaldlega að éta matinn eins og hann kemur. „Ég vil helst hafa allt á stórum diski svo allt sé til taks. Smyrja sósu og wasabi á laxinn og piparrótinni og engiferinu með,“ segir Denni og bætir við með kaldhæðnum tón: „Mér finnst best að taka rótina sér og reyni að sýna mikla karlmennsku og borða mikið af henni án þess að grenja. Ég er að verða betri og betri í því.“ Matinn borðar Guðjón með pinnum eða einfaldlega putt- unum. „Það er langbest. Svo verður maður helst að vera ber að ofan og fara bara í sturtu eftir matinn,“ bætir hann við og hlær. Ástæðurnar fyrir fljótheitunum í eldamennskunni eru ærnar. Mikið hefur verið að gera hjá Guðjóni upp á síðkast- ið en hann hefur bæði verið að leika og leikstýra auk þess að vinna fulla dagvinnu. „Við vorum að enda við að frum- sýna Examinasjón sem heppnaðist mjög vel,“ segir Guðjón. „Leikararnir bjuggu verkið til sjálfir og það er alveg drep- fyndið. Ég mæli með að fólk kíki á www.myspace.com/stu- dentaleikhusid og kynni sér málið.“ Best að snæða ber að ofan 90% heimila ná Sirkus TV á ADSL kerfinu, Breiðbandinu, Digital Ísland en einnig er hægt að ná Sirkus TV með venjulegu UHF loftneti ALLT UM HOLLYWOOD ENTERTAINMENT TONIGHT OG INSIDER
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.