Fréttablaðið - 29.04.2007, Page 6

Fréttablaðið - 29.04.2007, Page 6
 Vladimír Pútín, forseti Rússlands, kvartaði í gær við Ang- elu Merkel, kanslara Þýskalands, sem fer með forsæti í Evrópusam- bandinu, yfir framgöngu eist- neskra stjórnvalda við að bæla niður mótmæli Eista af rússnesk- um uppruna í Tallinn, höfuðborg Eistlands, síðustu daga. Rússar fullyrða að maður sem lést í óeirðunum hafi verið Rússi, búsett- ur í Eistlandi. Eistnesk stjórnvöld bjuggu sig í gær undir þriðju nóttina af óeirð- um. Um sex hundruð manns voru handteknir og um hundrað slösuð- ust þegar óeirðir brutust út í borg- inni í fyrrakvöld, annað kvöldið í röð. Alls hafa um þúsund manns verið handteknir, á annað hundrað hafa slasast og einn hefur látist. Átökin blossuðu upp eftir að eist- nesk stjórnvöld fjarlægðu sovésk- an minnisvarða um sigur Rauða hersins yfir nasistum, bronsstyttu af hermanni sem staðið hefur í hálfa öld, úr miðborginni. Undir styttunni voru nokkrir hermenn grafnir, og stóð til að færa líkams- leifar þeirra. Innan við þriðjungur íbúa landsins er af rússneskum uppruna og eru þeir um áttatíu pró- sent mótmælendanna. Aðrir Eistar telja flestir minnisvarðann minna á áralanga kúgun Sovétríkjanna yfir Eistum. Drukkin ungmenni hafa kastað grjóti og eldsprengjum í vígbúna lögreglumenn, brotið og bramlað flest sem á vegi þeirra verður og látið greipar sópa í verslunum í borginni. Til að sporna við mótmælunum lagði eistneska ríkisstjórnin í gær bann við áfengissölu fram yfir mánaðamót. Þótt það hafi dregið úr ölvun, kynti það heldur undir reiði flestra mótmælenda. Þeir af rúss- neskum uppruna reiddust þar sem þeir töldu bannið lýsa því viðhorfi stjórnvalda að það væri aðeins ölvun, en ekki reiði þeirra sem væri valdur óeirðanna. Margir ungir Eistar urðu einnig bálvondir út í Rússana fyrir að hafa orðið til Urriðaholt Nýtt hverfi. Ný hugsun. Nýr lífsstíll. Miðvikudaginn 2. maí verða haldnir tveir kynningar- fundir um rammaskipulag við Urriðaholt fyrir verktaka. Kynningarnar verða í golfskálanum við golfvöll Oddfellwow í Garðabæ; þær hefjast kl. 12.00 og kl. 17.00. Í Urriðaholti er sleginn nýr tónn í skipulagi byggðar á Íslandi og hefur skipulagið hlotið verðlaun og viðurkenn- ingar, m.a. frá stærsta fagfélagi bandarískra arkitekta. Við Urriðaholt mun rísa afar fjölskylduvæn og fjölbreytt byggð, í góðum samhljómi við náttúrufegurð svæðisins. Léttar veitingar í boði. Verið velkomin. Götuhópur fíkni- efnadeildar lögreglunnar á höfuð- borgarsvæðinu hefur slegið eigið met í málafjölda það sem af er þessu ári. Hann hefur komið að 166 fíkniefnamálum frá því um áramót. Í fyrra voru málin sam- tals 227. Sé litið á fjölda mála eftir mán- uðum þá kemur í ljós að hópurinn kom upp um 61 fíkniefnamál í þeim mánuði sem nú er að kveðja. Á síðasta ári var metfjöldi mála á mánuði 32, eða tvöfalt minni held- ur en nú. „Við teljum góðan árangur af starfi götu hópsins innan fíkni- efnadeildarinnar,“ segir Karl Steinar Valsson, yfirmaður fíkni- efnadeildarinnar. „Markmið hans er að hafa eftirlit á götunni með virkum sölumönnum og þá tak- marka framboð þeirra efna sem mest eru áberandi hverju sinni.“ Varðandi stóraukinn fjölda mála bendir Karl Steinar á að miklar breytingar hafi orðið um áramót, þar sem þessi eining hafi verið styrkt og skipulagi breytt. Við sameiningu Kópavogs og Hafnar- fjarðar við Reykjavíkurumdæmið hafi lögreglumenn sem áður unnu einir að götueftirlitinu á tveimur fyrrnefndu stöðunum komið inn í hópinn sem starfi eftir það á öllu höfuðborgarsvæðinu. Metfjöldi mála götuhópsins „Björgunarmálum á Íslandi hefur löngum verið haldið niðri vegna hernaðar,“ segir Stef- án Pálsson í Samtökum hernaðar- andstæðinga. Með samningunum við Norðmenn og Dani sé haldið áfram á sömu braut. „Það er verið að tengja saman borgaralega og hernaðarlega þætti til að réttlæta hernað og hervið- veru. Í kalda stríðinu var Land- helgisgæslan fjársvelt svo áratug- um skipti. Það væri fræðilega mögulegt fyrir Íslendinga að halda úti þyrlum “ segir Stefán. „Svo kom í ljós að við gátum tekið þetta að okkur eins og aðrir.“ Í drögum að samningum við Norðmenn og Dani segir að þeir muni þjálfa Íslendinga í björgunar- og örygg- isstörfum. Stefán telur þetta rök- leysu. „Björgunarfólk er hæfast að sjá um björgunarstörf. Um lögsögu á Landhelgisgæslan að sjá. Ef menn eiga einhverja hundruði milljóna til að styrkja þessar stofnanir þá gera þeir það. Við eigum ekki að vera að kaupa þessa þjónustu ann- ars staðar frá. Það er engin glóra í því að við séum að þjálfa norska borgara eða hermenn til þessa,“ segir Stefán. Ættum að bjarga okkur sjálf Á að taka harðar á ungum ökuföntum? Heldur þú að Íslandshrreyfing- in nái inn þingmanni? Rússar kvarta vegna óeirðanna í Tallinn Forseti Rússlands hefur kvartað við Evrópusambandið vegna óeirðanna í Tallinn í Eistlandi. Búist var við áframhaldandi óeirðum í nótt. Yfir þúsund manns hafa verið handteknir, á annað hundrað slasast og stjórnvöld hafa bannað áfengissölu. Tvær íslenskar stúlkur, Alma Joensen og Hrönn Guðmunds- dóttir, eru í Tallinn á vegum Stúd- entaráðs Háskóla Íslands, á aðal- fundi norrænna og baltneskra stúdentahreyfinga. Alma segir ástandið rosalegt. „Við megum ekki ganga saman í stórum hópum og helst ekki vera úti, þá verðum við handtek- in,“ segir Alma. „Ég hef aldrei séð jafnmargar löggur og á fimmtudagskvöldið þegar við vorum á leiðinni aftur á gisti- heimilið. Svo þegar við komum í bæinn næsta dag þá var búið að brjóta allar rúður og táragaslykt um allt.“ Hún segir marga fundar- gesti hafa fundið fyrir sviða í augum og fengið hóstaköst. Á fundinum er meðal annars rætt um stúd- enta og lýðræði. „Það er allavega nægur efnivið- ur í þær umræð- ur,“ segir Alma. Að hennar sögn vilja stöku rót- tækar stúdenta- hreyfingar að stúdentarnir blandi sér í óeirðirnar. Alma og Hrönn fljúga heim á mánudag og segist Alma ekki eiga von á að ástandið raski þeim fyrirætlunum. þess að þeir gætu ekki haft áfengi um hönd við skemmtanir í gær- kvöldi. Þá reistu stjórnvöld tjald yfir torgið þar sem styttan hafði staðið, og sendu hundruð þúsunda símskilaboða á landsmenn þar sem þeir voru hvattir til að halda sig innandyra.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.