Fréttablaðið - 29.04.2007, Page 10

Fréttablaðið - 29.04.2007, Page 10
greinar@frettabladid.is Enginn þarf að efast um að menntun er forsenda framfara í nútímanum. Við búum í öflugu samfélagi þar sem allar for- sendur eru fyrir fjölbreyttu atvinnulífi. Til þess að við getum hins vegar tryggt gott samfélag um land allt skiptir máli að fólk búi alls staðar við jafngild tækifæri. Stað- reyndin er hins vegar sú að svo er ekki. Þó að atvinnuástand hér á landi sé tiltölulega gott búa ekki allir við sömu samfélagsgæði. For- eldrar víða um land búa til dæmis við þær aðstæð- ur að þurfa að senda börnin sín að heiman í fram- haldsskóla. Í fyrsta lagi er þetta auðvitað mjög kostnaðarsamt fyrir fjölskyldur. Kannanir sýna að tilkostnaður við að senda ungling í framhalds- skóla á heimavist nemur 600-700 þúsund krónum á ári. Ef um dvöl námsmanns af landsbyggðinni í Reykjavík er að ræða, nemur þessi kostnaður 1.100 þúsund krónum á ári. Er þá ótalinn ýmiss annar kostnaður. Þó að veittur sé sérstakur dreifbýlis- styrkur vegna barna sem fara í framhaldsskóla er hann ekki nema hluti af þessum útgjöldum. Stað- reyndin er sú að um 20% af heildarútgjöldum til fræðslumála er nú borið uppi af heimilum í landinu og nam sú fjárhæð tæpum 17 milljörðum króna árið 2005 og fer vaxandi. Í öðru lagi er auðvitað mörgum erfitt að senda börn sín að heiman 16 ára gömul til að fara í nám. Því miður er það svo að marg- ar fjölskyldur ákveða jafnvel að flytja ef eitt eða fleiri börn eru í framhaldsskóla til þess að halda fjölskyldum saman. Staðreyndin er sú að börn búa lengur heima hjá sér en áður, ekki síst vegna þess að það er enginn hægð- arleikur að koma þaki yfir höfuðið. Til þess þarf fólk að vera komið með reglubundnar tekjur og það á svo sannarlega ekki við um nemend- ur í framhaldsskóla eða þess vegna háskóla. Við Vinstri-græn teljum það mikilvægt forgangs- verkefni að efla menntun um land allt og auka lífs- gæði þeirra sem búa í dreifðum byggðum. Við vilj- um því að námskostnaður í framhaldsnámi verði jafnaður til fulls þannig að tekjulítið fólk í dreif- býli eigi sömu möguleika og aðrir að koma ungl- ingum til mennta. Að sama skapi viljum við að sem flestum nemendum verði tryggt nám í heimahéraði til 18 ára aldurs, t.d. með því að byggja upp fjar- nám og samvinnu framhaldsskóla. Nýtum tækn- ina til þess að auka lífsgæði og veita landsmönnum öllum jafngild tækifæri. Höfundur er varaformaður Vinstri grænna og skipar 1. sæti á lista flokksins í Reykjavík Norður. Aukum lífsgæði um land allt Auglýsing um kjörskrá Alþingiskosningar 12. maí 2007 Kjörskrá í Reykjavíkurkjördæmum norður og suður Kjörskrá í Reykjavíkurkjördæmum norður og suður vegna alþingiskosn- inga 12. maí nk. liggur frammi almenningi til sýnis í Ráðhúsi Reykjavíkur frá 2. maí nk. fram á kjördag. Vakin er athygli á að kjörskrána verður einn- ig að finna á heimasíðu Reykjavíkurborgar, www.reykjavik.is. Kjósendur eru hvattir til þess að kynna sér hvort nöfn þeirra séu á kjörskrá. Athugasemdum vegna kjörskrár í Reykjavíkurkjördæmum skal beint til skrifstofu borgarstjórnar, Ráðhúsi Reykjavíkur, sími 411 4708, netfang kosningar@reykjavik.is. Þar eru jafnframt veittar nánari upplýs- ingar. Borgarráð úrskurðar um athugasemdir vegna skráningar í kjörskrá. Borgarstjórinn í Reykjavík Þeirri skoðun hefur verið hreyft við mig að þessi kosn- ingabarátta sé ekki mjög lífleg, að það séu ekki mikil átök á milli flokkanna. Gamlir kallar fussa yfir núlifandi stjórnmálamönn- um, lygna síðan aftur augunum og rifja upp átökin á milli Ólafs Thors og Hermanns Jónasson- ar; „þá var nú tekist á, það voru sko kappar, þá var glímt lags- maður.“ Til sanns vegar má færa að ég á ekki von á því að Stein- grímur reyni að rjúka á Geir með brögðum til að fella hann, stjórn- málin hafa breyst síðan þá. Samt krauma undir harkaleg átök í pól- itíkinni, menn verða bara að vita hvar þau er að finna. Samfylkingin fékk Jón Sigurðsson, fyrrum ráðherra Alþýðuflokksins og Seðlabankastjóra, til að skrifa fyrir sig efnahagsstefnu og má það heita fögur ræktarsemi við liðna tíð. Að hætti bissnesmanna hélt Samfylkingin morgunverðarfund þar sem hugleiðingar Jóns voru kynntar og kenndi þar margra grasa sem von var. Greinargerð Jóns rúmast á 31 síðu og er skilið eftir gott pláss á spássíu fyrir les- andann til að skrifa hjá sér athuga- semdir. Áhugaverðast við skýrsl- una eru þau harkalegu átök sem Jón lendir í við sjálfan sig á þess- ari 31 síðu. Í greiningu sinni verð- ur honum tíðrætt um að stöðug- leika skorti í íslensku efnahags- lífi og því sé mikilvægt að grípa til aðgerða. Því skrifar Jón á einum stað að nauðsynlegt sé að „beita al- mennu aðhaldi í hefðbundnum rík- isfjármálum“ og síðan er kveð- ið fastar að orði. „Næstu misseri þarf aðaláherslan að vera á að- hald í útgjöldum.“ Hér er kom- inn sá Jón Sigurðsson sem sat eitt sinn á stóli í Seðlabankanum og talar hann af þunga þess manns sem skynjar mikilvægi aðhalds og aga. En það er þekkt hjá okkur Ís- lendingum að sökum mannfæðar þurfa flest okkar að sinna fleiri en einum starfa og fyrir vikið reyn- ist mörgum létt að skipta um hlut- verk þegar þess þarf. Seðlabanka- húfan er tekin niður og gamli ráð- herrahatturinn er settur upp. Svellur þá Jóni móður og setningar eins og „Ríkið á að stofna til stór- huga fjárfestingar í hugviti og vel- ferð“ og að það þurfi „aukið fé til menningar, mennta og heilbrigð- is“ líta dagsins ljós (en þetta eru þeir málaflokkar sem jafnan falla undir hugtakið hefðbundin ríkis- fjármál). Óvanir gætu glapst til þess að halda að efnahagsstefna Samfylkingarinnar sé skrifuð af tveimur mönnum sem báðir heita Jón, en svo er ekki. Þetta er í takti við annað hjá Samfylkingunni og dregur það töluvert úr gildi grein- argerðar Jóns fyrir þjóðmálaum- ræðuna. En fyrir þá sem sakna pólitískra deilna er þetta plagg Samfylkingarinnar himnasend- ing, þarna takast á stálin stinn og hvergi gefinn afsláttur. Gjáin á milli þeirra Jóns og Jóns er djúp og víst að Samfylkingarinnar bíður mikið verk að brúa hana. Ef mönnum nú leiðist að fylgjast með annars áhugaverðri deilu eins manns við sjálfan sig má benda á aðra áhugaverðari. Jón Sigurðs- son, fyrrverandi Seðlabankastjóri og höfundur efnahagsstefnu Sam- fylkingarinnar og Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Sam- fylkingarinnar, eru komnir í hár saman út af efnahagsmálum. Jón Sigurðsson boðar aðhald, bæði al- mennt og sértækt, í ríkisfjármál- unum eins og getið var hér að ofan. Á sama tíma birti varafor- maður Samfylkingarinnar lang- an loforðalista yfir væntanlega út- gjaldaaukningu ríkissjóðs í kjölfar yfirvofandi valdatöku síns flokks. Þar ægði útgjaldaloforðum saman og má segja að þar hafi öllum verið lofað öllu. Hafa þeir þá tekið höndum saman Ágúst varafor- maður og Jón fyrrverandi ráð- herra og myndað einkar harðsnú- ið bandalag geng Jóni, fyrrverandi Seðlabankastjóra. Úr þessu öllu er orðin hin áhugaverðasta deila og má ekki mikið útaf bera í hinu viðkvæma valdajafnvægi sem nú ríkir innan Samfylkingarinnar. Rétt er að hafa í huga að stjórn- un efnahagsmála er nú sem áður vandasöm. Verðbólgan fór upp í rúm 7% á síðasta ári meðal annars vegna framkvæmdanna fyrir aust- an og breytinga á húsnæðismark- aðinum. Áhrifin taka nú að þverra og Seðlabankinn spáir því að hann muni ná verðbólgumarkmiði sínu innan fárra mánaða. Deilur sam- fylkingarmanna eru því óþarf- ar um þetta mál. Ekki er þetta þó sjálfgefið og nauðsynlegt að fara að öllu með gát. En í ljósi kaup- máttaraukningar almennings, öfl- ugs og fjölbreytts atvinnulífs, út- rásar íslenskra fyrirtækja, gríð- arlegrar fjárfestingar í menntun og samgöngum á sama tíma og skattar hafa lækkað og ríkissjóður eflst, þá eru fullyrðingar Samfylk- ingarinnar um hrikaleg mistök í efnahagsmálum ósannfærandi. En það er hægt að klúðra þessu öllu saman og vísasta leiðin er sú að deilurnar á milli Jóns, Jóns og Ág- ústs verði eitthvað annað og meira en vandamál Samfylkingarinnar. Tveggja manna makiE itt stærsta viðfangsefni stjórnmálanna nú og næstu ár er að finna lausn á fyrirséðum fjárhagsvanda heilbrigð- isþjónustunnar. Þó er undarlega hljótt um þennan mála- flokk í aðdraganda kosninganna. Kannski er ástæðan sú að verkefnið vex öllum stjórnmálaflokkum í augum? Hér á landi fara um það bil fjörutíu prósent af samneyslu þjóð- arinnar til heilbrigðismála og eins og í öðrum vestrænum löndum hækka þau útgjöld umfram þjóðarframleiðslu milli ára. Augljóst er að slíkt gengur ekki til langframa. Hvað er þá til ráða? Að mati hinnar alþjóðlegu Efnahags- og framfarastofnunar (OECD) eru möguleikarnir tæpast aðrir en að hækka skatta, skera niður í öðrum málaflokkum eða láta sjúkling- ana taka aukinn þátt í kostnaðinum við heilbrigðisþjónustuna. Sem sagt, skattahækkun, niðurskurður eða þið þurfið að borga meira. Flokkarnir gætu alveg eins bætt við, „ekki kjósa okkur“ ef þessir liðir fengju pláss á kosningaloforðalistanum. Það er ekkert skrítið að þeir kjósi að segja sem minnst. En þó verður ekki hjá því komist að stjórnmálamennirnir okkar verða að takast á við þennan vanda. Engir aðrir en þeir eru færir um það verkefni. Og þetta er brýnt mál því Ísland er ekki aðeins meðal þeirra landa innan OECD þar sem útgjöld til heilbrigðismála vaxa hvað hraðast, heldur eru opinber útgjöld til heilbrigðismála sem hlut- fall af landsframleiðslu hvergi hærri. Þessi miklu útgjöld má túlka með tvennum hætti. Annars vegar að hér sé rekið öflugt og framúrskarandi heilbrigðiskerfi á heims- mælikvarða, og hins vegar að íslensk heilbrigðisþjónusta sé óhag- kvæm og dýr þar sem er hægt að nýta peningana á mun betri hátt til velferðar fyrir þjóðina. Því miður eru vísbendingar um að seinni túlkunin sé nær lagi en sú fyrri án þess þó að þar með sé hallað á gæði þjónustunnar. Í grein sem Ólafur Örn Arnarson, fyrrverandi yfirlæknir og fyrr- verandi formaður heilbrigðisnefndar Sjálfstæðisflokksins, skrif- aði í Morgunblaðið í vikunni kom fram að hér á landi er kostnað- ur á hvern sjúkling sem fær bráðaþjónustu mun hærri en í öðrum OECD-ríkjum. Ólafur Örn heldur því fram að með breyttu rekstr- arkerfi, sem önnur lönd innan OECD notast við, væri hægt að spara milli tvo og þrjá milljarða á ári í heilbrigðisþjónustunni. Ólafur Örn kallaði að ósekju Framsóknarflokkinn einan til ábyrgðar í grein sinni þar sem sá flokkur hefur farið með heil- brigðisráðuneytið undanfarin þrjú kjörtímabil. Að sjálfsögðu á Sjálfstæðisflokkurinn engu minni skerf af þeirri ábyrgð. Og jafn- vel heldur meiri ef eitthvað. Þessi stærsti flokkur landsins hefur verið í forystuhlutverki í ríkisstjórn nánast samfellt í fjögur kjörtímabil en ítrekað vikið sér undan því að láta til sín taka í heilbrigðisráðuneytinu. Þess í stað hefur Sjálfstæðisflokkurinn látið þann flokk sem er minni máttar í stjórnarsamstarfinu um verkefnið. Þetta er skrítin afstaða. Einhvern veginn hélt maður að fólk færi í stjórnmál til þess að takast á við málin en ekki forðast þau. Vondir en óhjá- kvæmilegir kostir

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.