Fréttablaðið - 29.04.2007, Síða 11
Fullt tilefni er til að ræða stefnumál stjórnmálaflokk-
anna í utanríkis- og alþjóðamál-
um nú þegar fáeinar vikur eru til
kosninga. Tvennt stendur vissu-
lega upp úr í því efni undanfar-
in ár. Þátttaka Íslands í ólög-
legu árásarstríði í Írak og brott-
för Bandaríkjahers frá Íslandi.
Nú bætist við nýr hernaðarsamn-
ingur við Noreg sem vekur óneit-
anlega hugrenningartengsl við
Gamla sáttmála 1262. Í aðdrag-
anda hans var ekki leitað eftir
áliti þjóðarinnar frekar en venju-
lega þegar utanríkis-
mál eiga í hlut.
Það var mikið fagn-
aðarefni þegar banda-
ríski herinn hvarf af
landi brott sl. haust. Ís-
lendingar eru best sett-
ir án hers, hvort sem
hann er innlendur eða
erlendur. Satt að segja
væri tíma og fjármun-
um stjórnvalda betur
varið í mörg önnur
verkefni á sviði utan-
ríkismála en „varnarviðræður“
við hvert einasta land sem hefur
áhuga á því. Raunhæft og brýnt
verkefni væri að friðlýsa landið
og lögsögu þess fyrir kjarnorku-
sýkla- og efnavopnum og banna
umferð kjarnorkuknú-
inna farartækja. Til-
laga þess efnis hefur
ítrekað verið flutt á
Alþingi síðan 1995
en aldrei fengið efn-
islega meðferð. Þar
hefur herseta Banda-
ríkjanna eflaust tafið
fyrir. Bandaríkjastjórn
hefur aldrei viljað úti-
loka að herskip eða
flugvélar sem koma í
íslenska lögsögu beri
kjarnorkuvopn.
Núna er herinn farinn og því
engin ástæða til að láta tillits-
semi við Bandaríkin koma í veg
fyrir aðgerðir. Allir eru í orði
kveðnu sammála um þá ógn sem
stafar af kjarnorkuvopnum – en
æsingurinn virðist oft aukast
eftir því sem þau eru fjær okkur
sjálfum. Við getum sýnt viðhorf
okkar til kjarnorkuvopna í verki
með því að friðlýsa eigin rann.
Annars væri það hrein sýnd-
armennska að berjast fyrir af-
vopnun annars staðar á hnettin-
um. Samhliða þessu þyrfti auð-
vitað að beina aukinni athygli að
umhverfisöryggi og vernda hafið
fyrir úrgangi frá kjarnorkuver-
um og herstöðvum.
Í aðdraganda Íraksstríðs-
ins kom það fram af hálfu ým-
issa stjórnarþingmanna að vera
Bandaríkjahers á Íslandi skipti
sköpum fyrir stuðning íslenskra
stjórnvalda við innrásina í Írak.
Þjóðin á rétt á því að stjórnar-
flokkarnir geri hreint fyrir sínum
dyrum og svari því afdráttarlaust
hvort vænta megi frekari stuðn-
ings við hernaðaraðgerðir Bush-
stjórnarinnar.
Afstaða Vinstrihreyfingarinn-
ar – græns framboðs í þessu máli
er skýr: Við höfnum áframhald-
andi þjónkun við hernaðarhyggju
eins og þá sem birtist í stuðningi
stjórnarflokkanna við stríðið í
Írak. Atkvæði greitt okkur send-
ir skýr skilaboð um afstöðu til
Íraksstríðsins og setu Íslands á
lista „hinna staðföstu þjóða“.
Höfundur er borgarfulltrúi og
skipar 2. sæti á lista Vinstri
grænna í Reykjavík norður.
Sjálfstæð utanríkisstefna
Mikils mis-skilnings
gætir í mál-
flutningi stjórn-
arandstöðunnar,
þegar hún lætur
að því liggja, að
eftir 5 ára kyrr-
stöðu í fjárfest-
ingum í orku-
kræfum iðn-
aði verði unnt
að taka upp þráðinn við sömu fjár-
festa, þar sem frá var horfið. Ekk-
ert er fjær lagi en að fjárfestar sitji
með hendur í skauti og bíði þess, að
valdhöfum í stjórnmálum á Íslandi
þóknist að leyfa samninga um stór-
iðju. Fjárfestarnir munu freista
gæfunnar annars staðar í heimin-
um í stað þess að bíða.
Sveltur sitjandi kráka, en fljúg-
andi fær. Hið sama á við um fjár-
festana. Þeir eiga á hættu að tapa
markaðshlutdeild, ef þeir bíða í 5
ár; hvað þá lengur. Þess vegna yrði
valdaskeið núverandi stjórnarand-
stöðu tímabil hinna glötuðu tæki-
færa. Þjóðarbúskapurinn íslenzki
yrði af um 200 milljörðum króna á
slíku stöðnunarskeiði, og er þá að-
eins reiknað með því erlenda fé,
sem mundi streyma um æðar ís-
lenzks efnahagskerfis vegna fjár-
festinga í virkjunum fyrir álver og
í álverunum sjálfum. Miðað er við
hóflegan uppbyggingarhraða, sem
íslenzka efnahagskerfið ræður við
án verðbólgu. Þetta jafngildir því,
að stjórnmálamenn forræðishyggj-
unnar hafi með handstýringu sinni
og úreltum vinnubrögðum haft eina
milljón króna í tekjuaukningu af
hverjum einasta launþega í landinu.
Sameignarsinnarnir yrðu lands-
mönnum miklu dýrari en þetta,
kæmust þeir til valda eftir kosn-
ingarnar 12. maí 2007. Þeir væru
með sínu „stóriðjustoppi“ búnir
að stórskaða trúverðugleika ís-
lenzkra yfirvalda í samskiptum
við fjárfesta. Trúnaðarbrest tekur
langan tíma að bæta fyrir. Þá er
og líklegt, að sameignarsinnarn-
ir í Samfylkingu og VG færu að
föndra við skattakerfið með þeim
afleiðingum, að allir bæru skarð-
an hlut frá borði; ríkissjóður, fjár-
magnseigendur og launþegar.
Slíkt er ávísun á samdrátt efna-
hagslífsins, skuldasöfnun hins op-
inbera og gengissig. Hafa þá skap-
azt aðstæður fyrir verðbólgu, og í
heild gætu landsmenn undir nýrri
vinstri stjórn setið uppi með dýr-
tíð og kreppu (e. „stagflation“).
Sameignarsinnarnir á Íslandi
skilja hvorki gangverk viðskipta-
lífsins né efnahagslífsins.
Forystumenn vinstri manna eru
hugmyndafræðilegar fornaldar-
eðlur, sem engan veginn er þor-
andi að hleypa inn í Stjórnarráð-
ið. Þeir boða stjórnunaraðgerðir,
sem henta ekki frjálsu efnahags-
kerfi í heimsviðskiptum, en þóttu
nothæfar, þegar stjórnmálamenn
ginu yfir atvinnulífinu.
Höfundur er verkfræðingur.
Glötuð
tækifæri BÆTUM KJÖRIN
BURT MEÐ FÁTÆKT
BARÁTTUDAGUR VERKALÝÐSINS 1. MAÍ
VG Í REYKJAVÍK Á NASA
Dagskrá byrjar 15:00
Katrín Jakobsdóttir flytur barátturæðu
Steinunn Þóra Árnadóttir flytur ávarp
Sigríður Kristinsdóttir flytur ávarp
Einar Már Guðmundsson rithöfundur les
Kvartettin Krummafótur með alþjóðlega tóna
VG Í KÓPAVOGI, KOSNINGAMIÐSTÖÐINNI HAMRABORG 1-3
Dagskrá byrjar 15:00
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir flytur barátturæðu
Hljómsveitin Bardukha leikur af alkunnri snilld
"Við brún nýs dags" Þorleifur Friðriksson fjallar um verkalýðsbaráttuna
Aðalsteinn Ásberg rithöfundur les ljóð
Leikararnir Hjálmar Hjálmarsson og Valgeir Skagfjörð flytja leiklestur
Guðrún Gunnarsdóttir og Tryggvi Hubner flytja nokkur lög
ALLIR VELKOMNIR
BARÁTTUTÓNLEIKAR Á NASA
KL: 21:00
Pörupiltarnir Hannes og Smári kynna af alkunnri snilld
Guðrún Gunnars syngur Ellý Vilhjálms
Einar Már flytur skáldskap
Toggi - Puppy
Dóri DNA
Nýstirnin í Johnny and the rest heiðra okkur með nærveru sinni
Heiða í Unun með sig heilann sinn
Didda Jóns og rakasta sinua Elvis, Didda elskar Elvis
ALLT ANNAÐ LÍF! - með vinstri grænum