Fréttablaðið - 29.04.2007, Side 78
Árlegt lokahóf Körfu-
knattleikssambands Íslands fór
fram í Stapanum í Reykjanesbæ í
gær. Þar var kynnt kjör leikmanna
og þjálfara á bestu leikmönnum
Iceland Express deilda karla og
kvenna í ár.
Njarðvíkingurinn Brenton Birm-
ingham var í fyrsta sinn á ferl-
inum kjörinn besti leikmaðurinn
hjá körlunum en Njarðvík tapaði
í úrslitunum fyrir KR. Besti leik-
maður úrslitakeppninnar, Tyson
Patterson úr KR, var sömuleið-
is kjörinn besti erlendi leikmaður
deildarinnar.
Hjá konunum var Helena Sverr-
isdóttir hjá Íslands-, deildar- og
bikarmeisturunum Haukum kjör-
in best. Þetta var hennar síðasta
tímabil hér á landi í bili en hún er á
leið til Bandaríkjanna í nám. Þetta
er þriðja árið í röð sem Helena er
valin besti leikmaður deildarinn-
ar og er það í fyrsta skipti í sög-
unni sem það gerist. Besti erlendi
leikmaður Iceland Express deild-
ar kvenna var Tamara Bowie úr
Grindavík.
Njarðvíkingar fengu fern af
sex verðlaunum í einstaklings-
flokkunum í karlaflokki en Brent-
on var einnig valinn besti varnar-
maður deildarinnar. Hann var ekki
eini leikmaðurinn sem fékk tvenn
einstaklingsverðlaun því Pálína
Gunnlaugsdóttir í Haukum, var
valin besti varnarmaður deildar-
innar en einnig prúðasti leikmað-
urinn. Í karlaflokki var Justin
Shouse í Snæfelli kjörinn prúðasti
leikmaðurinn.
Leikmenn og þjálfarar kusu
einnig bestu ungu leikmenn deild-
anna. Hjá konunum var Margrét
Kara Sturludóttir úr Keflavík
valin besti ungi leikmaðurinn en
Jóhann Árni Ólafsson, Njarðvík, í
Iceland Express deild karla.
Sérstaka athygli vakti að Bene-
dikt Guðmundsson, þjálfari Ís-
landsmeistara KR, var ekki val-
inn besti þjálfarinn heldur koll-
egi hans í Njarðvík, Einar Árni
Jóhannsson. Njarðvíkingar unnu
reyndar deildakeppnina nokkuð
örugglega en KR vann svo loka-
slag liðanna um Íslandsmeistara-
titilinn.
Ágúst S. Björgvinsson, þjálf-
ari Hauka, var kjörinn sá besti í
kvennadeildinni. Það eru einung-
is þjálfararnir sem hafa atkvæðis-
rétt í kjöri bestu þjálfaranna.
Enn einn Njarðvíkingurinn
var heiðraður í gærkvöldi er Sig-
mundur Már Herbertsson var val-
inn besti dómarinn.
Lokahóf KKÍ fór fram í gær í Stapanum í Reykjanesbæ. Brenton Birmingham,
leikmaður Njarðvíkur, og Helena Sverrisdóttir úr Haukum voru kosin best.
Ferð þú á
úrslitaleikinn?
Taktu þátt í UEFA Champions League Final
SMS leik Vodafone og Sýnar og þú gætir verið
á leiðinni til Aþenu í maí.
Hvaða lið keppa til úrslita í
UEFA Champions League Final?
Manchester United FC / Chelsea FC
Sendu SMS: UCL A í síma 1900
Manchester United FC / Liverpool FC
Sendu SMS: UCL B í síma 1900
AC Milan / Chelsea FC
Sendu SMS: UCL C í síma 1900
AC Milan / Liverpool FC
Sendu SMS: UCL D í síma 1900
Dregið verður úr réttum svörum 10. maí.
Tveir getspakir vinningshafar fá miða fyrir tvo
á úrslitaleikinn í Aþenu 23. maí, njóta gestrisni
Vodafone á svæðinu ásamt hótelgistingar, flugs
og ferða til og frá flugvelli.
Verð á skeyti er 99 kr.
Gríptu augnablikið og lifðu núna
Á lokahófi KKÍ í gær
var eins og ávallt kynnt hvaða
leikmenn voru valdir í lið ársins í
Iceland Express deild bæði karla
og kvenna. Athygli vakti að aðeins
einn Íslandsmeistari var meðal út-
valinna en það var Helena Sverris-
dóttir úr Haukum. Enginn liðs-
maður karlaliðs KR þótti eiga það
skilið að vera í liði ársins.
Þrátt fyrir að kvennalið Hauka
sé handhafi allra þeirra fimm titla
sem í boði eru í körfuboltanum
hér á landi kemst aðeins einn leik-
maður Hauka í lið ársins sem fyrr
segir. Þrír Keflvíkingar komast
reyndar í liðið, sem og einn Grind-
víkingur. Haukar eru núverandi
Íslands-, bikar-, deildar-, deildar-
bikarmeistarar sem og meistarar
meistaranna.
Valið á liði ársins í karlaflokki
dreifðist einnig á þrjú lið en tveir
leikmenn Njarðvíkur og Snæfells
voru valdir í liðið sem og einn frá
Grindavík.
Tveir leikmenn, Friðrik Stef-
ánsson og Páll Axel Vilbergsson,
voru í úrvalsliðinu í fyrra en þetta
er í fjórða skiptið á fimm árum
sem Páll Axel er valinn. Hildur,
Helena og María voru einnig í lið-
inu í fyrra.
Aðeins einn Íslandsmeistari í
liðum ársins í karla- og kvenna-