Fréttablaðið - 02.05.2007, Blaðsíða 1
Endurheimt stöðugleika |
Spennufall í efnahagslífinu mun
reyna á heimili og fyrirtæki sem
mörg hver eru viðkvæm sökum
skulda. Þetta kemur fram í um-
fjöllun Seðlabankans um fjár-
málastöðugleika.
Undir spám | Hagnaður Straums-
Burðaráss nam 69,16 milljónum
evra á fyrsta fjórðungi ársins.
Það jafngildir um sex milljörðum
króna og er langt undir vænting-
um greiningardeilda bankanna.
Sló Íslandsmet | Exista sló Ís-
landsmet í ársfjórðungsgróða
þegar félagið hagnaðist um 57,2
milljarða króna á fyrsta fjórðungi
ársins 2007. Afkoman var umfram
spár greiningardeilda.
Yfir væntingum | FL Group skil-
aði 15,1 milljarðs króna hagnaði á
fyrsta ársfjórðungi. Greiningar-
deildir höfðu reiknað með að af-
koma félagsins yrði í kringum tólf
milljarða króna.
Til Þýskalands | FL Group hefur
eignast þriggja prósenta hlut í
öðrum stærsta banka Þýskalands,
Commerzbank. Hluturinn er met-
inn á rúma 63 milljarða króna.
Selja IGI | Exista hefur selt hlut
sinn í breska tryggingafélag-
inu IGI Group Ltd, 54,4 prósent
hlutafjár, til alþjóðlega trygginga-
félagsins AmTrust Insurance.
Annar besti | Kaupþing hagn-
aðist um 20.281 milljón króna á
fyrstu ársfjórðungi miðað við
19.593 milljónir á sama tíma í
fyrra. Þetta er annar besti fjórð-
ungurinn í sögu fyrirtækisins.
Eftir væntingum | Hagnaður
Glitnis banka nam sjö milljörðum
króna á fyrstu þremur mánuðum
ársins. Þetta er 2,1 milljarði króna
minna en á sama tíma fyrir ári.
Útrás Landsbankans
Ætlar sér góða
hluti í Winnipeg
12
Brautryðjandinn
Bjarni Ármannsson
Hverfur á
braut
6
Sögurnar... tölurnar... fólkið...
F R É T T I R V I K U N N A R
8-9
www.trackwell .com
Tíma- og verkskráning
fyrir starfsmenn og tæki
FORÐASTÝRING
Greinar í viðskiptablöðum og efni greiningardeilda
bankanna njóta mests trausts og trúverðugleika.
Traust á aðra fjölmiðla minnkar nokkuð á milli
ára. Þetta kemur fram í alþjóðlegri könnun al-
mannatengslafyrirtækisins Edelman á trausti og
trúverðugleika sem gerð var í 18 löndum.
Ísland er undanskilið könnun Edelmans en
Capacent hefur nú í fyrsta sinn gert sambærilega
könnun hér á landi og eru niðurstöðurnar samhljóða
könnun Edelmans að því leyti að viðskiptablöð og
efni greiningardeilda nýtur mesta traustsins. Meira
traust er borið til útvarpsfrétta hér en í öðrum lönd-
um en að meðaltali hefur traust til útvarpsfrétta
minnkað í öðrum löndum. Svipaða sögu er að segja
af trúverðugleika sjónvarpsfrétta.
Á meðal þess helsta sem fram kemur í skýrsl-
unni er að trúverðugleiki á fyrirtæki hefur aukist
mikið undanfarin ár og hefur aldrei verið meira.
Helstu ástæðurnar fyrir því er aukið aðhald með
rekstri fyrirtækja í kjölfar hneykslismála í upphafi
aldarinnar, meðal annars gjaldþrots bandaríska
orkurisans Enrons og WorldCom.
Edelman hefur gert kannanir á trausti og trú-
verðugleika síðastliðin átta ár. Í könnuninni er
viðhorf skilgreinds hóps, svokallaðra áhrifavald,
mælt. Áhrifavaldarnir eru háskólamenntað fólk á
aldrinum 35 til 64 ára sem fylgist með fjölmiðlum
og hefur heildartekjur yfir 400.000 krónum á mán-
uði. Í úrtaki Edelmans í ár voru 3.100 manns sem
teljast til áhrifavalda í átján löndum. Úrtakið í
könnun Capacent hér var sambærilegt.
- jab / Sjá síðu 4
Traustið mest á viðskiptalífið
Greiningardeildir og viðskiptablöð skora hátt í nýrri könnun á trausti.
Fjármálaþjónustan
Drífur efnahagslífið
Forsvarsmenn FL Group tóku
samkvæmt heimildum Markað-
arins heldur fálega í þá niður-
stöðu Fjármálaeftirlitsins að tak-
marka atkvæðisrétt stærstu eig-
enda í Glitni.
Fyrir hluthafafundi í Glitni á
mánudag tilkynnti FME um að
sameiginlegur atkvæðisréttur FL
Group, sem ræður um 32 pró-
senta hlut í Glitni, og Elliðaham-
ars, Jötuns Holding og Sunds og
aðila þeim tengdra í Glitni hefði
verið takmarkaður við 32,99 pró-
senta eignarhlut.
Í kjölfar viðskipta sem urðu
hinn 5. apríl kannaði FME hvort
samstarf hefði myndast um með-
ferð virks eignarhlutar í Glitni á
milli FL Group og þessara aðila
og komst að þeirri niðurstöðu að
svo væri.
Ekki reyndi á takmörkunina á
hluthafafundinum á mánudaginn,
enda var ný stjórn sjálfkjörin.
- eþa / Sjá síðu 6
Takmörkunum
fálega tekið
Eggert Þór Aðalsteinsson
skrifar
Eigendur tískuverslanakeðjunnar Jane Norman
munu fá um níu milljarða króna í arð eftir að félag-
ið hefur verið endurfjármagnað fyrir um sautján
milljarða króna (132 milljónir punda). Kaupþing
sölutryggir fjármögnunina en bankinn er annar
stærsti hluthafinn á eftir Baugi Group. Í fyrra var
Jane Norman endurfjármagnað í fyrra skipti þegar
yfirtökuskuldum var skipt út fyrir ódýrara lánsfé.
Þetta er í annað skipti á skömmum tíma sem ís-
lenskir fjárfestar greiða sér út arð vegna endur-
fjármögnunar fyrirtækja í Bretlandi. Eigendur
Iceland-verslanakeðjunnar, sem eru meðal ann-
ars Baugur, Fons og Milestone, fengu ríflega 38
milljarða króna arð á dögunum, sem er hæsta arð-
greiðsla Íslandssögunnar. Baugur og meðfjárfestar
þeirra í Iceland og Jane Norman munu því fá 47
milljarða arðgreiðslur í vasann.
Gunnar Sigurðsson, framkvæmdastjóri fjárfest-
inga Baugs í Bretlandi, segir að gríðarlegur vöxtur
hafi einkennt Jane Norman eftir að Baugur og
Kaupþing keyptu áttatíu prósenta hlutafjár í fé-
laginu af Graphite Capital í júlí 2005. Stjórnend-
ur eignuðust um fimmtung en heildarkaupverð-
ið nam um 117 milljónum punda, um þrettán millj-
örðum króna, á þeim tíma. Fjöldi verslana hefur
farið úr 90 í 150 á sama tíma og innri vöxtur hefur
verið yfir tíu prósent á ári. Jane Norman er leið-
andi tískumerki fyrir konur á aldrinum 15-25 ára
og hefur tekist að halda vel í viðskiptavini sína.
Gunnar ber lof á öflugt stjórnendateymi undir
forystu forstjórans Saj Shah. „Við höfum líka
markað alþjóðlega stefnu. Þegar við komum að
þessari fjárfestingu voru engin áform um að fara
með merkið út fyrir landsteinana.“ Nú eru verslan-
ir undir merkjum Jane Norman reknar í Kringlunni
í Reykjavík, í Stokkhólmi og í Illum í Kaupmanna-
höfn og liggja mikil tækifæri í erlendum vexti
keðjunnar að sögn Gunnars.
Samkvæmt óendurskoðuðu uppgjöri fyrir síð-
asta rekstrarár, sem lauk í mars, var velta Jane
Norman sautján milljarðar króna og jókst um 35,7
prósent á milli ára. Rekstrarhagnaður fyrir af-
skriftir (EBITDA) var um 3,8 milljarðar króna og
hefur ríflega tvöfaldast frá árinu 2005 og um 44
prósent frá 2006.
Gunnar segir að vel hafi verið tekist til í þessum
tveimur verkefnum og gaman að sjá afraksturinn.
„Við höldum að bæði Iceland og Jane Norman hafi
mikla vaxtarmöguleika og erum spenntir fyrir
því að vinna áfram með þeim og ná enn betri ár-
angri.“
Eigendur Jane Norman
fá níu milljarða í arð
Arðgreiðslur til hluthafa Jane Norman og Iceland nema
um 47 milljörðum króna eftir endurfjármögnun félaganna.
Rekstrarhagnaður Jane Norman tvöfaldast frá yfirtökunni.