Fréttablaðið - 02.05.2007, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 02.05.2007, Blaðsíða 20
 2. MAÍ 2007 MIÐVIKUDAGUR12 fréttablaðið verk að vinna Haraldur Ingvarsson arkitekt er einn af eigendum arkitekta- stofunnar +Arkitektar. Hann segir að ýmislegt hafi breyst á þeim tíma sem hann hefur starfað sem arkitekt. Haraldur er einn af þremur eig- endum arkitektastofunnar +Arki- tektar sem tekur að sér margs konar verkefni. „Verkefnin eru allt frá því að vera vöruskemm- ur og bílskúrar upp í einbýlishús og fjölbýlishús og allt þar á milli. Við vinnum bæði fyrir einstakl- inga og fyrirtæki, í deiliskipulagi og bara hverju sem kemur upp. Við höfum svolítið mikið verið að stússast í kringum miðbæinn í Reykjavík en við erum líka með verkefni í Hafnarfirði, Kópavogi og bara hingað og þangað um bæinn,“ segir Haraldur. Ýmislegt hefur breyst síðan Haraldur hóf störf sem arkitekt að hans sögn. „Ég hef starfað við þetta í tuttugu og eitthvað ár og það er alltaf einhver þróun. Núna er til dæmis hægt að setja allt upp í þrívíddarlíkön og það held ég að sé mesti munurinn frá því fyrir fimm til tíu árum síðan þegar menn voru bara með grunnmynd- ir og svona einfaldar þrívíddar- myndir. Það er hægt að sýna allt miklu betur og nákvæmar þannig að kúnninn gerir sér almennilega grein fyrir því hvað hann er að fara út í. Það er er líka margt sem hefur breyst í húsunum sjálfum og alls konar tölvustýrðir hlutir komnir inn. Svo finnst mér líka að viðhorfið hjá fólki hafi svolítið breyst. Þegar ég var að byrja í þessu starfi gekk þetta meira bara út á að byggja hús utan um einhvern til þess að búa í. Núna er fólk farið og hafa ákveðnari skoðanir og hærri standard.“ Haraldur segir að svokallað- ur funkis-stíll sé mjög vinsæll og töluvert um að ný hús séu byggð í honum. „Það má í raun og veru allt á öllum tímum, en funkis- stíllinn er voðalega ráðandi núna og allt í þeim anda, sérstaklega í nýbyggingum á einbýlishúsum,“ segir hann. Hærri staðall en áður Haraldur segir að með aukinni tækni sé betur hægt að sýna viðskiptavinum hvernig húsin muni koma út. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Tryggvagata 18 er eitt af þeim verkefnum sem Haraldur er að vinna í. Viðhaldsfríar ÞAKRENNUR Smiðjuvegi 4C Box 281 202 Kópavogur Sími 587 2202 Fax 587 2203 hagblikk@hagblikk.is www.hagblikk.is Varmaskiptasamstæður loftræstistokkar og tengistykki Hágæða HAGBLIKK ehf. Þegar hús eru klædd með „viðhaldsfrírri“ klæðningu er nauðsynlegt að nota „viðhaldsfríar“ þakrennur. Rennurnar frá Grövík Verk í Noregi eru gerðar úr 0,9 mm áli og tærast ekki, ryðga, né brotna. Fyrsta rennan var framleidd árið 1956 og er enn í notkun. Litir til á lager: Svartar, hvítar, rauðbrúnar og ólitaðar. A u g l. Þ ó rh ild ar 1 4 6 0 .2 4

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.