Fréttablaðið - 02.05.2007, Blaðsíða 4
MARKAÐURINN 2. MAÍ 2007 MIÐVIKUDAGUR4
F R É T T I R
Nánari upplýsingar á spron.is eða hjá þjónustufulltrúa í síma 550 1200
*M.v. 20. apríl sl. Ávöxtun í fortíð er ekki vísbending um ávöxtun í framtíðinni.
Hlutabréfavísitölur geta hækkað jafnt sem lækkað.
Hlutabréfareikningur II
Nýr fjárfestingarkostur
- tekur mið af erlendum hlutabréfavísitölum
Hlutabréfareikningur II
• 100% höfuðstólstrygging
• Lágmarksupphæð kr. 500.000
• Ávöxtun tekur mið af erlendum hlutabréfavísitölum í V-Evrópu, A-Evrópu og Asíu.
• Ekkert þak á ávöxtun
• Binditími 2 ár
Sölutímabil er 2.-10. maí 2007
A
R
G
U
S
0
7
-0
3
0
1
100% höfuðstólstrygging!
Ekki mis
sa
af þessu
tækifær
i!
Japanski leikjatölvurisinn Nin-
tendo hagnaðist um 174,3 millj-
arða jena, jafnvirði rúmra 94,6
milljarða króna, á fyrsta árs-
fjórðungi. Hagnaðurinn hefur
aldrei verið meiri enda er þetta
rúmlega 77 prósenta aukning
frá síðasta ári. Afkoman skýr-
ist af mikilli eftirspurn eftir Wii-
leikjatölvunni sem kom á markað
í nóvember í fyrra og góðri sölu á
DS-handtölvunni.
Leikjatölvan hefur skilaði sér
í aukinni tiltrú fjárfesta á Nin-
tendo en gengi bréfa í félaginu
tvöfaldaðist í fyrra. - jab
Góð afkoma
hjá Nintendo
Breska verslanakeðjan Wool-
worths ýtir á fyrri hluta næsta
árs úr vör markaðsátaki þar
sem teiknarinn Rolf Harris,
Kelly Osbourne, dóttir rokkarans
Ozzie, og illmennið Svarthöfði
úr kvikmyndabálkinum Stjörnu-
stríði, auk fleiri persóna, kynna
verslanakeðjuna í röð sjónvarps-
auglýsinga.
Woolworths hefur, líkt og
fleiri verslanir í Bretlandi, átti
við samdrátt að stríða á síðasta
ári. Hagnaður dróst saman um
73 prósent á milli ára og árið
sagt eitt það versta í afkomusögu
keðjunnar.
Baugur Group er einn stærsti
hluthafi Woolworths í gegnum
fjárfestingafélagið Unity Invest-
ments ásamt FL Group og breska
fjárfestinum Kevin Stanford.
Jón Ásgeir Jóhannesson, for-
stjóri Baugs, gagnrýndi nýverið
stjórnendur verslanakeðjunnar
harðlega í viðtali við breska dag-
blaðið Financial Times.
Í forsvari markaðsátaksins
fara brúðurnar Wooly og Worth,
en Harris, Osborne og Svart-
höfði leika sitt aukahlutverkið
hvert. Harris málar íbúð brúð-
anna, Kelly snæðir kvöldverð
með þeim en Svarthöfði nýtir
Máttinn og töfrar fram glóðvolg-
ar baunir á ristuðu brauði. - jab
Svarthöfði til starfa
hjá Woolworths
Fyrsta verksmiðjan sem alfarið
er í eigu Íslendinga var formlega
opnuð í Zhongshan-borg í Suður-
Kína í síðustu viku. Gunnar S.
Gunnarsson, sendiherra Íslands
í Kína, vígði verksmiðjuna ásamt
Óskari Jónssyni og aðstoðar-
borgarstjóra Zhongshan.
Verksmiðjan er í eigu Green
Diamond, sem framleiðir skósóla
og sprautusteypta innsóla. Skó-
sólarnir byggja á sömu tækni og
harðkornadekk og eru stamir á
hálu undirlagi. Innsólarnir eru
nýlunda á skómarkaðnum í Asíu
og hefur fyrirtækið einkaleyfi á
þeim í Kína og frá Ítalíu.
Að sögn Óskars Jónssonar, fram-
kvæmdastjóra Green Diamond
sem býr í Zhongshan, er fram-
leiðsla hafin á skósólum en beðið
er sérhæfðrar vélasamstæðu frá
Ítalíu fyrir innsólaframleiðsluna.
Framleiðslan nemur allt að 12
milljónum skósólapara á ári en
20 þúsund innsólapörum á dag.
Um 50 til 60 manns munu starfa í
verksmiðjunni í fyrstu.
Óskar segir gríðarlegan vöxt
í kínverskri skóframleiðslu á
næstu 15 árum og spáir því að
framleiðsla og starfsmannafjöldi
Green Diamond aukist samhliða
því. „Það er mögulegt að fram-
leiðslan fari í tugi milljóna para
á ári. Það fer eftir því hversu vel
markaðurinn tekur við sér,“ segir
hann. - jab
Íslendingar framleiða skó í Kína
Jón Aðalsteinn Bergsveinsson
skrifar
Traust og trúverðugleiki dagblaða dalar annað árið
í röð og mælist nú 37 prósent á móti 44 prósentum í
fyrra í nýrri alþjóðlegri viðhorfskönnun Edelmans,
eins stærsta almannafyrirtækis í heimi, sem gerð
var á meðal skilgreinds hóps svokallaðra áhrifa-
valda í 18 löndum. Viðskiptalífið, greinar í við-
skiptablöðum og viðhorf í samræðum við vini og
jafningja tróna í efstu sætunum með 50 til 51 pró-
sents trúverðugleika þegar öll löndin eru tekin
saman. Ísland hefur fram til þessa ekki verið þátt-
takandi í könnun Edelmans en Capacent Gallup
gerði sambærilega könnun hér á landi.
Áslaug Pálsdóttir, framkvæmdastjóri AP al-
mannatengsla, sem er samstarfsaðili Edelmans á
Íslandi, segir traust og trúðverðugleika viðskipta-
lífsins efst í könnun Edelmans enda sé því betur
treyst en fjölmiðlum og hinu opinbera í öllum
heimshlutum. Hún bendir á að Enron-hneykslið árið
2001, svo fátt eitt sé nefnt, hafi rúið viðskiptalífið
trausti. Á svipuðum tíma
sprakk netbólan og varð
það til þess að traust á
viðskiptalífið fór í lægsta
gildi sitt í viðhorfsmæl-
ingu Edelmans árið 2002.
Síðan þá hefur vegur við-
skiptalífsins dafnað en
í skýrslu Edelmans, þar
sem fjallað er ítarlega um
könnunina, kemur fram að
fyrirtækjum sé sýnt mun
meira aðhald nú en áður
auk þess sem fyrirtækin
hafi látið gott af sér leiða
og alla jafna sýnt meiri
samfélagslega ábyrgð.
Fram kom sömuleiðis að
margir bera meira traust til fyrirtækja þar sem þau
hafa sýnt að þau geti tekist á við stór samfélagsleg
vandamál á borð við fátækt og loftslagsbreytingar,
að sögn Áslaugar.
Nýjungin í viðhorfsmælingu Edelmans nú er það
traust sem viðskiptablöðin og skýrslur greiningar-
fyrirtækja hafa. Áslaug segir nokkrar ástæð-
ur liggja þar líklega að baki. „Fyrirtækin þurfa
traustan þriðja aðila til að fjalla um sig á trúverðug-
an hátt,“ segir Áslaug og bendir á að þar komi við-
skiptablöðin og greiningardeildirnar við sögu sem
sjálfstæðir aðilar. „Könnunin sýnir að leitað er í
viðskiptablöð og rit greiningardeilda eftir trúverð-
ugri og fræðandi umfjöllun um fyrirtækin,“ segir
hún og bætir við að líklega liggi á bak við traustið
sérfræðiþekking höfunda og blaðamanna á efninu.
Áslaug flytur erindi í Salnum í Kópavogi á morg-
un. Þar mun einnig David Brain, framkvæmdastjóri
Edelman í Evrópu kynna alþjóðlegu könnunina auk
þess sem Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, rannsóknar-
stjóri Capacent, kynnir íslensku viðhorfsmæling-
una á trausti og trúverðugleika í fyrsta sinn. Að er-
indum þeirra loknum verða pallborðsumræður þar
sem fulltrúar fyrirtækja, fjölmiðla, stjórnvalda og
félagasamtaka ræða málin.
Traust á dagblöð dalar
Traust á dagblöð minnkar í nýrri viðhorfskönnun en við-
skiptablöð og rit greiningardeilda þykja áreiðanlegust.
M Æ L T T R A U S T A L M E N N I N G S T I L
M I S M U N A N D I F R É T T A V E I T N A *
Fréttaveitur ESB Bandaríkin Ísland
Skýrslur verðbréfa-
og greiningarfyrirtækja 54% 47% 74%
Greinar í viðskipablöðum 51% 55% 74%
Sjónvarpsfréttir 41% 35% 66%
Útvarpsfréttir 44% 39% 75%
Upplýsingar frá fyrirtækjum 11% 14% 57%
Greinar dagblaða 33% 37% 42%
Heimasíður fyrirtækja 18% 20% 36%
Samræður við vini
og kunningja 44% 37% 32%
Auglýsingar um
fyrirtæki og varning 32% 28% 5%
Bloggsíður 17% 16% 3%
Skemmtiefni, kvikmyndir
og sjónvarp 14% 15% 3%
* Heimild: Edelman og Capacent
H U G T A K V I K U N N A R
GÓÐÆRI kallast það þegar upp-
gangur er í hagkerfinu og vel gengur.
Þegar þannig árar er eftirspurn mikil
og nóg um atvinnu. Núna stefnir til
dæmis í mjúka lendingu í hagkerfinu,
að sögn fjármálaráðuneytisins, eftir
góðærisskeið tengt miklum uppgangi
og stóriðju, en góðæri fylgja miklar
framkvæmdir og viðskipti.
Atvinnuleysi hefur verið í sögulegu
lágmarki og þannig
lýst að „fleiri hefðu
vinnu en vildu“.
Jafnvægis-
atvinnuleysi er
sagt vera nálægt
þremur prósentum.
Geysir Green Energy
átti hæsta tilboð í rúm-
lega fimmtán prósenta
hlut í Hitaveitu Suður-
nesja. Tilboðið hljóð-
ar upp á 7.617 milljón-
ir króna sem verða stað-
greiddar eftir tæpa þrjá
mánuði, ákveði þeir sem
eiga forkaupsrétt í hlut-
inn ekki að nýta sér hann. Þetta
jafngildir því að markaðvirði
Hitaveitu Suðurnesja hlaupi á
fimmtíu milljörðum króna.
Ásgeir Margeirsson, forstjóri
Geysir Green Energy, segir að
niðurstaðan hafi komið fyrirtæk-
inu á óvart. „Þegar möguleikarnir
sem felast í Hitaveitu Suðurnesja
eru skoðaðir kemur á
óvart hvað hinar töl-
urnar voru lágar. Þeir
hafa metið þetta öðru-
vísi en við,“ segir hann
og bætir við að tækifær-
in sem felist í Hitaveitu
Suðurnesja séu þess
virði að greiða svo hátt
verð fyrir hlutinn.
Kaupsamningur verður undir-
ritaður á næstu dögum. Að því
loknu munu hluthafar sem eiga
forkaupsrétt að bréfunum fá sex-
tíu daga til að taka ákvörðun um
hvort þeir virki réttinn. „Þeir
geta líka ákveðið að fylgja okkur
inn í framtíðina og virkja hann
ekki,“ segir Ásgeir. - jab
Miklir möguleikar í Hitaveitunni