Fréttablaðið - 02.05.2007, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 02.05.2007, Blaðsíða 27
MARKAÐURINN 11MIÐVIKUDAGUR 2. MAÍ 2007 S K O Ð U N Margir starfsmenn hafa gaman af starfi sínu og fá mikið út úr vinnudeginum. Öðrum finnst ef til vill gaman í vinnunni en spyrja sig hvort lífið sé meira en bara vinna. Hvað með einkalífið, makann eða börnin? Hefur vinn- an áhrif á þessa þætti? Samkvæmt rannsókn í fagtíma- ritinu Journal of Occupational Health getur góður dagur í vinnu starfsmanns haft jákvæð áhrif á maka hans þegar heim er komið. Í rannsókninni segir að þeir starfsmenn sem fá stuðning í vinnu og taka á sig ábyrgð frá hendi yfirmanna séu líklegri til að yfirfæra þau jákvæðu áhrif gagnvart fjölskyldu sinni þegar heim er komið. Þannig er einnig með þá starfsmenn sem segj- ast fá stuðning heima fyrir og eru sáttir við ábyrgðarhlutverk sitt þar, þeir virðast yfirfæra þá ánægju frá heimili yfir á vinnu og auka þannig skilvirkni sína þar. Rannsóknin var gerð á meðal 234 útivinnandi hjóna sem áttu aldraða foreldra og voru með börn á framfæri. Rannsóknin var lögð fyrir með árs millibili og leiddi hún í ljós að þeir karlmenn sem sögðust vera ánægðir með jafnvægið á milli vinnu og einka- lífs áttu maka sem sýndu minni einkenni dapurleika ári seinna í rannsókninni. Þær konur sem sögðust vera ánægðar með jafn- vægi á milli vinnu og einkalífs áttu maka sem sýndu minni ein- kenni dapurleika ári seinna. En hvers vegna er þetta svona? Sam- kvæmt rannsakandanum, Joseph G. Grzywacz prófessor, upplifa hjón sterklega þær tilfinningar og atburði sem hinn aðilinn geng- ur í gegnum og þær tilfinning- ar hafa bein áhrif á hjónaband- ið. Í rannsókninni voru þáttak- endur beðnir um að meta hversu sammála þeir væru eftirfarandi staðhæfingunum: „kröfur í vinn- unni hafa áhrif á fjölskyldulíf“ og „góður dagur í vinnunni hefur góð áhrif á fjölskyldulíf mitt“. Einnig voru þátttakendur beðn- ir að svara hversu sammála þeir væru staðhæfingunni: „góður dagur í vinnu hefur góð áhrif á mig til að takast á við fjölskyldu- bábyrgð.“ Þá voru þátttakend- ur beðnir um að lýsa skapi sínu í vikunni sem leið með því að svara hversu sammála þeir væru staðhæfingunni: „atburðir fóru í taugarnar á mér í vikunni sem gera það ekki vanalega.“ Ekki hefur verið rannsakað í miklum mæli hvernig hægt er að færa ánægju í starfi yfir á einkalíf en samkvæmt fagtíma- ritinu virðast þeir starfsmenn sem ná góðum tökum á sjálf- stjórn, mannlegum samskiptum og erfiðleikum við vinnu njóta þess betur að geta tengt saman ár- angur í vinnu og í einkalífi. Sif Sigfúsdóttir, MA í mannauðs- stjórnun. Eiga hamingjusamir starfsmenn hamingjusama maka? S K O Ð U N Hagstofa Íslands birtir verðbólgu- tölur í fyrramálið. Greiningar- deildir bankanna eru nokkuð sam- stíga um þróun mála og gera ráð fyrir því að vísitala neysluverðs hækki allt frá 0,5 til 0,6 prósentu- stig á milli mánaða. Gangi það eftir lækkar tólf mánaða verð- bólgan úr 5,3 prósentum nú í 4,3 til 4,4 prósent. Greiningardeildir benda allar á að helstu óvissuþættirnir í fyrri spám hafi verið verðhækkanir á fasteignum og eldsneyti, ekki síst hráolíuverði sem hafi sveiflast mikið það sem af er árs. Greiningardeild Glitnis segir að í þessum mánuði megi reikna með að verðhækkun þessara tveggja liða skýri um tvo þriðju hluta af spánni. Ekki sé gert ráð fyrir eins mikilli hækkun húsnæðisverðs nú og í apríl. Það kemur til af því að í útreikningi á vísitölu neyslu- verðs sé húsnæðisverð mælt sem þriggja mánaða hlaupandi meðal- tal og þannig falli út verðhækkanir á fasteignaverði á höfuðborgar- svæðinu í janúar út úr mæling- unni nú. Greiningardeild Landsbankans segir á móti að fasteignamarkað- urinn hafi legið í dvala um nokk- urt skeið en töluvert líf hafi verið að færast í hann upp á síðkast- ið. Bendir greiningardeild Kaup- þings á að þessi auknu umsvif hafi valdið hækkun á fasteignaverði um 2,3 prósent á landsvísu á síðustu þremur mánuðum. Telur Kaupþing að lítið lát verði á áframhaldandi hækkunum á fasteignamarkaði. Greiningardeildirnar benda allar á að einn af undirliðum til hækkun- ar á vísitölu neysluverðs séu að- gerðir stjórnvalda sem fólu í sér lækkun á virðisaukaskatti á mat- væli. Þær segja báðar að verð- lækkunin hafi skilað sér að mestu í flestum flokkum en upp á vanti að lækkunin skili sér í verðlækkun á veitingastarfsemi. Þar vega mikl- ar launahækkanir og verðhækkun aðfanga þungt á móti. Nokkurs samhljóms gætir hvað varðar verðbólguþróun á næstu mánuðum og spá nokkuð snarpri lækkun í sumar. Hins vegar greinir þær á um hvenær verðbólgumark- miðum Seðlabankans verði náð. Þannig segir greiningardeild Glitn- is að verðbólga fari undir verð- bólgumarkmið bankans á haust- dögum. Muni hún aukast eftir því sem líði á árið og verði komin í 5 prósent næsta sumar. Landsbank- inn gerir hins vegar ráð fyrir að verðbólgumarkmiðunum verði náð í árslok. Spáir bankinn því að tólf mánaða verðbólgan á árinu nemi 4 prósentum en að hún verði 3,7 pró- sent á næsta ári. Kaupþing reiknar með öllu hraðari verðbólgulækkun og gerir ráð fyrir því að verðbólgu- markmiðum Seðlabankans verði náð á þriðja ársfjórðungi. Muni hún hækka á ný eftir það og liggi ársverðbólgan í 4,4 prósentum. Spá 4,3% verðbólgu Þ J Ó Ð A R B Ú S K A P U R I N N

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.