Fréttablaðið - 02.05.2007, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 02.05.2007, Blaðsíða 16
 2. MAÍ 2007 MIÐVIKUDAGUR8 fréttablaðið verk að vinna Landslagsarkitektar vinna með eigendum garða að hent- ugu skipulagi. Garðar fylgja tískusveiflum og arkitektarnir finna fyrir því. Það er ekki hlaupið að því að gera garð að notalegum stað sem nýtist vel. Þar koma landslagsarkitektar inn í myndina en það færist í vöxt að sérþekking þeirra sé nýtt bæði við skipulagningu nýrra garða og endurnýjun þeirra eldri. Björk Guðmundsdóttir er lands- lagsarkitekt og rekur hún, ásamt Ingu Rut Gylfadóttur, landslags- arkitektúr- og skipulagsstof- una Forma. „Við vinnum fjölþætt verkefni út frá óskum viðskipta- vinanna,“ segir Björk. „Flestir koma til okkar með ákveðnar hug- myndir í huga, vilja leiksvæði fyrir börnin, pall eða heitan pott, og við vinnum út frá þeim.“ Þegar Björk hefur fengið ósk- irnar á hreint fer hún á staðinn, skoðar aðstæður, tekur myndir og verður sér úti um grunnteikning- ar að húsi og lóð. „Í framhaldi af því teiknum við upp frumdrög að lóðarhönnun. Svo hittum við við- skiptavininn aftur og förum yfir teikningarnar,“ segir Björk. „Þá er algengt að smá athugasemdir komi fram, einhverju sé breytt og öðru bætt við, allt eftir því hvað fólk vill. Því næst er bara að full- vinna teikningarnar.“ Engir tveir garðar eru eins og sömuleiðis eru engir tveir við- skiptavinir eins. Hver verður að sníða sér stakk eftir vexti og hefur Björk stundum þurft að draga úr væntingum viðskiptavina. „Sumir vilja mikla gróðursæld, langar innkeyrslur og risastórar styttur í garðinn án þess að garðurinn bjóði beint upp á það. Þá vinnur maður bara með fólki og kemst að lokum að góðri niðurstöðu,“ segir Björk. Rétt eins og flest í manngerðu umhverfi okkar fylgja garðar ákveðnum tískusveiflum. „Í dag vilja flestir fá viðhaldslitla og ein- falda garða, svona fúnkís garða.“ segir Björk. „Pallar og pottar eru alltaf mjög vinsælir og núna eru útisturtur einnig orðnar vinsælar. Það er einhver sjarmi yfir því að fara í sturtu undir berum himni, sjarmi sem fólk sækist eftir.“ - tg Engir tveir garðar eru eins Einn af görðunum sem Björk hefur hannað. Björk Guðmundsdóttir landslagsarkitekt segist vinna út frá þeim hugmyndum sem viðskiptavinirnir komi með. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI SérEfniehf. Lágmúli 7, bakhús. Sími 517 0404 Opið frá 0800-1800 alla daga og á laugardögum frá 10-14 Þegar gæðin skipta máli við að mála...

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.