Fréttablaðið - 02.05.2007, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 02.05.2007, Blaðsíða 2
MARKAÐURINN 2. MAÍ 2007 MIÐVIKUDAGUR2 F R É T T I R LENGRI GREIÐSLUFRESTUR MEÐ INNKAUPAKORTI GLITNIS OG ALLT AÐ 75% SPARNAÐUR AF UMSÝSLU REIKNINGA Kynntu þér kosti innkaupakortsins fyrir þitt fyrirtæki á www.glitnir.is. H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 8 8 6 0 Byr sparisjóður hefur selt fimm prósent stofnfjár í Sparisjóðnum í Keflavík (SpKef) fyrir rúman einn milljarð króna til heima- manna. Samkvæmt útreikning- um Markaðarins hagnaðist Byr um rúmar 400 milljónir króna á fjárfestingunni á þeim fjór- um mánuðum sem sparisjóður- inn var meðal stofnfjáreigenda í Keflavík, en bréfin hækkuðu um sextíu prósent á þeim tíma. Sölu- gengi hlutarins var 5,5 miðað við uppreiknað nafnverð. Þetta þýðir að markaðsvirði SpKef er komið yfir 20 milljarða. Eins og Fréttablaðið greindi frá rétt fyrir síðustu jól keypti Byr stofnfjárhlutina af Festu líf- eyrissjóði og fóru kaupin fram á genginu 8,2. Það jafngildir í raun genginu 3,5 eftir jöfnun í kjölfar tveggja stóra stofnfjáraukninga þar sem SpKef seldi nýtt stofn- fé á genginu einum, miðað við uppreiknað nafnverð, eins og ber lögum samkvæmt. Til viðbótar við söluhagnað fékk Byr um 37 milljónir króna í arð frá SpKef. - eþa Byr selur 5% í SpKef Hagnaðist um 400 milljónir á fjórum mánuðum. Hannes Smárason telur líklegt að FL Group óski eftir því að fá mann inn í stjórn norska fjár- málafyrirtækisins Aktiv Kapi- tal á næsta aðalfundi þess. FL er annar stærsti hluthafinn með 13,3 prósenta hlut. Ríkasti maður Noregs, John Fredriksen, á fjörutíu prósenta hlut í félaginu. Samkvæmt þriggja mánaða uppgjöri meira en þrefaldaðist hagnaður Aktiv fyrir skatta og nam um 1,9 millj- örðum króna. Rekstrarhagnað- ur fyrir afskriftir (EBITDA) var tæpir fjórar milljarðar. - eþa FL vill mann í stjórn Aktiv G E N G I S Þ R Ó U N Vika Frá áramótum 365 -2% -28% Actavis -1% 22% Alfesca 1% -5% Atlantic Petroleum 3% 30% Atorka Group 0% 4% Bakkavör -3% 8% FL Group -1% 14% Glitnir -1% 14% Hf. Eimskipafélagið 0% 5% Kaupþing 0% 29% Landsbankinn 0% 30% Marel -2% -2% Mosaic Fashions -4% 6% Straumur -5% 14% Össur -5% 8% Miðað við gengi í Kauphöll á mánudaginn Hinn 30. apríl varð fjárfest- ingarbankinn Saga Capital aðili að Nordic Exchange á Ís- landi. Bankinn var því fyrst- ur til að hefja viðskipti á hluta- og skuldabréfamarkaði Nordic Exchange á Íslandi eftir sam- eininguna við OMX 2. apríl síð- astliðinn. Saga Capital er alþjóðlegur fjárfestingarbanki sem starfar á afmörkuðum sviðum fjármála og veitir þjónustu á sviði fyrir- tækjaráðgjafar, útlána og verð- bréfamiðlunar. Bankinn tekur jafnframt þátt á innlendum og erlendum verðbréfamörkuðum með fjárfestingum fyrir eigin reikning. Aðildin veitir Saga Capi- tal aðgang að kauphöllunum í Reykjavík, Kaupmannahöfn, Stokkhólmi og Helsinki. Þorvaldur Lúðvík Sigur- jónsson, forstjóri Saga Capital, segir viðskiptin á fyrsta degi hafa gengið vel. Segir hann stefnt að því að bankinn verði að auki kominn með aðild að kauphöllum Eystrasaltsland- anna innan tveggja mánaða. - hhs Fyrst með OMX-aðild Hólmfríður Helga Sigurðardóttir skrifar Lokaslagurinn um samheitalyfjahluta þýska lyfja- fyrirtækisins Merck verður að öllum líkindum háður milli tveggja félaga. Erlendir miðlar full- yrða að fjögur félög hafi skilað inn bindandi tilboð- um í félagið. Tilboðsfrestur rann út á mánudag. Fé- lögin eru Actavis, ísraelska samheitalyfjafyrirtæk- ið Teva, bandaríska samheitalyfjafyrirtækið Mylan Laboratories og fjárfestingasjóðirnir Bain Capi- tal og Apax Partners í sameiningu. Fjöldi fyrir- tækja sýndi áhuga á að kaupa þennan hluta starf- semi Merck. Talið er að vel á annan tug félaga hafi skilað inn óbindandi tilboðum. Flest þeirra hafa nú heltst úr lestinni. Samlegðaráhrifin af sameiningu Merck og Acta- vis yrðu gríðarleg. Með henni myndi Actavis á einu bretti ná yfirlýstu markmiði sínu að verða þriðja stærsta samheitalyfjafyrirtæki heims. Merck hefur mjög sterka stöðu á svæðum sem Actavis hefur haft litla eða enga starfsemi til þessa, til að mynda í Suður-Evrópu, Japan, Brasilíu og Ástralíu. Þá myndi starfsemin styrkjast á nokkrum af núverandi mörk- uðum Actavis. Sameinað félag hefði fimm prósenta markaðshlutdeild. Velta þess yrði yfir 3,2 milljörð- um evra og starfsmenn um sextán þúsund. Samkvæmt heimildum Markaðarins eru allar líkur á að ráðgjafar Merck gangi til samninga við eitt eða tvö af þeim félögum sem skiluðu inn bind- andi tilboði. Samlegðaráhrifin bæði fyrir Teva og Actavis yrðu mikil. Þau yrðu hins vegar ekki jafnmikil í tilfellum Mylan og fjárfestinga- sjóðanna. Því mætti leiða að því líkum að baráttan yrði háð milli Actavis og Teva þar sem félögin geta réttlætt hærra verð en samkeppnisaðilarnir. Málalyktir munu þó fara eftir því hversu langt félögin teygja sig í tilboðum sínum. Actavis fylgir mjög stífri stefnu þegar kemur að yfirtökum og samrunum. Hafa stjórnendur fullyrt að þeir muni ekki bjóða hærra verð en skynsamlegt er fyrir félagið. Líklegt þykir að söluverð verði á bilinu fjórir til fimm milljarðar evra. Það nemur um 350 til 440 milljörðum króna. Viðræðurnar hafa frá upphafi farið fram fyrir luktum dyrum. Forsvarsmenn Actavis vilja því ekki tjá sig um þær eða á hvaða stigi þær séu. Þeir staðfesta hins vegar að fyrir rétt verð hafi Actavis enn fullan hug á að taka félagið yfir. Búast má við að lokaviðræðurnar taki nokkrar vikur. Niðurstöðu er því að vænta í kringum næstu mánaðamót. Yfirtakan yrði sú langstærsta í Íslandssögunni. Kaup Exista í Sampo eru hing- að til stærsta fjárfesting Íslendinga erlendis. Kaupverð 15,5 prósenta hlutar nam 170 milljörð- um króna. Nái Actavis ekki að taka Merck yfir er ekki ólíklegt að félagið verði sjálft álitið vænleg- ur yfirtökukostur. Erlendir greiningaraðilar hafa bent á að mikil tækifæri geti falist í kaupum á bréfum Actavis. Fjárfestar hafa brugðist við því. Frá áramótum hafa bréf í félaginu hækkað um tuttugu prósent. Actavis í lokaslagnum Actavis var meðal fjögurra félaga sem skiluðu inn bindandi tilboðum í samheitalyfjahluta Merck. Margt bendir til þess að lokaslagurinn verði á milli Actavis og Teva. Færeyski bankinn Eik banki verð- ur skráður í OMX-kauphallirnar í Reykjavík og í Kaupmannahöfn í þessum mánuði eða þeim næsta. Upphaflega hugðust stjórn- endur bankans einungis skrá hann í íslensku kauphöllina. Að sögn Pers Højgaard, upplýsinga- fulltrúa Eik banka, hafa umsvif bankans hins vegar aukist jöfn- um fetum í Danmörku. Það hafi gefið tilefni til tvíhliða skrán- ingar. „Til að komast í danskt fjármagn er nauðsynlegt að vera skráður á danska mark- aðinn. Ekki síst þar sem marg- ir stofnanafjárfestar mega ekki fjárfesta utan Danmerkur.“ Ekki er fyrirhugað hlutafjár- útboð í tengslum við skráning- una að sögn Pers. „Stærsti hlut- hafi Eik banka, Eik Grunnurin, á í dag 62 prósent hlutabréfa bank- ans. Hann hefur að undanförnu verið að minnka hlut sinn í bank- anum og hyggst halda því áfram. Því er ólíklegt að farið verði í útboð fljótlega þar sem framboð á bréfum verður nægt.“ Eik banki er stærsti banki Fær- eyja. Hann er jafnframt meðal elstu fjármálafyrirtækja Dana- veldis. Í ár fagnar hann 175 ára afmæli sínu. Markaðsvirði bank- ans er 3,8 milljarða danskra króna. Um sextíu prósent af tekj- um bankans koma frá starfsemi utan Færeyja. Kaupþing og SPRON eru á meðal hluthafa í Eik. Þá á Eik tæplega tíu prósenta hlut í SPRON. - hhs Eik í tvær kauphallir Penninn hefur keypt allt hlutafé í rekstrarvörukeðjunni Daily Serv- ice sem starfar í Eistlandi, Lett- landi og Litháen. Penninn hefur verið að sækja inn á markaði í kringum Eystra- salt. Stjórnendur Pennans hafa lýst því yfir að þar muni félagið vaxa áfram enda tækifærin mikil. Í síðustu viku tilkynnti Penninn einnig um kaup á lettneska kaffi- framleiðandanum Melna Kafija í samstarfi við Te&kaffi. Penn- inn hefur fylgt þeirri hugmynda- fræði að samlegðaráhrif séu í þjónustu við skrifstofuna annars vegar og kaffistofuna hins vegar. Fyrirtækið á meðal annars þrjá- tíu prósenta hlut í Te&kaffi. Þá var í mars tilkynnt um kaup á finnska fyrirtækinu Tamore sem er sérhæft í sölu og dreifingu á skrifstofuvörum. Ársvelta Daily Service nemur tveimur milljörð- um króna og fyrirtækið hefur 320 starfsmenn á sínum snærum. - hhs Penninn í útrás í Eystrasalti

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.