Fréttablaðið - 02.05.2007, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 02.05.2007, Blaðsíða 18
 2. MAÍ 2007 MIÐVIKUDAGUR10 fréttablaðið verk að vinna Að mörgu þarf að huga þegar gera á upp gamlar gólffjalir og oft getur borgað sig að fá fagmenn til starfa. „Ætli menn á annað borð að halda gömlum gólffjölum er best að byrja á að plana þær niður,“ segir Bolli Guðbjörn Magnússon, sér- fræðingur í viðgerðum og við- haldi á gólffjölum. „Með plönun á ég bara við slípun. Slípað er 45 gráður til hægri og vinstri og svo er slípað á fjalirnar eins og þær liggja.“ Sérstakar slípivélar eru not- aðar til verksins að sögn Bolla. „Ekki er óalgengt að margar vélar þurfi í hvert verk, á bil- inu þrjár upp í fimm. Þá er þykkt sandpappírsins látin ráðast af því hversu mikið þarf að vinna í gólf- inu, en allur gangur er á því.“ Bolli segir það síðan háð stærð gólfflatarins og ástandi fjalanna hversu langan tíma taki að klára verkið. Gólfslípun sé vandasamt verk og geti tekið drjúgan tíma, alveg frá þremur dögum og upp í viku, svo útkoman sé góð. Þar af leiðandi sé ekki nema fyrir fag- menn að vinna við hana. „Það sparar bæði vinnu og tíma að kalla vana menn til leiks. Ég hef nokkrum sinnum komið í húsnæði þar sem eigendur hafa reynt að slípa gólf með litlum sem engum árangri. Gólfslípun er ekki fyrir hvern sem er.“ Að slípun lokinni segir Bolli gott að sparsla í glufurnar á milli gólffjalanna, séu þær á annað borð breiðar. „Maður sparslar vel og vandlega með spaða. Það getur tekið tvo daga þar sem sparslið þarf að þorna á milli og sígur allt- af eitthvað niður. Svo eru fjalirn- ar slípaðar aftur til að ná sparsl- inu ofan af þeim, en með fínni sandpappír en áður, og drullan sem losnar ryksuguð eða sópuð í burtu.“ Loks þarf að bera á fjalirn- ar en Bolli segir að hægt sé að velja um margar tegundir efna. „Það fer bara eftir smekk hvers og eins hvaða efni eru notuð, lakk eða olíur, en tilgangurinn er allt- af sá sami. Efnin eru borin á til að verja fjalirnar og gera þær matt- ari, svo óhreinindi sjáist síður á þeim. Ef olía er borin á þarf að endurtaka leikinn sex mánuðum til ári síðar. Lakk þarf hins vegar ekki að bera á nema á þrjátíu til fjörutíu ára fresti og það er betri kostur hafi menn á annað borð þurft að sparsla. Þá ættu þeir að vera í góðum málum.“ roald@frettabladid.is Gamlar gólffjalir öðlast nýtt líf Bolli Guðbjörn Magnússon segir best að kalla fagmenn til starfa þegar slípa eigi gólffjalir og mikilvægt að vera vel útbúinn af tækjum og tólum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Gamlar gólffjalir geta orðið mjög falleg- ar ef þær eru slípaðar. „Við erum að koma norður í fyrsta skiptið en fyrirtækið er 73 ára,“ segir Sigurður Rúnar Marinós- son, verslunarstjóri Egils Árna- sonar, en verslunin var opnuð á Akureyri í mars. Sigurður Rúnar telur nægan markað fyrir versl- unina á Akureyri. „Ef maður er með góða og vandaða vöru er markaðurinn tvímælalaust til staðar,“ segir Sigurður en versl- un Egils Árnasonar fyrir norðan er í 400 fm húsnæði við Baldurs- nes 6. Sigurður Rúnar segir að vinsælustu vörurnar verði á lager á Akureyri en aðrar verði hægt að panta að sunnan. Spurð- ur hvort hann hafi áhyggjur af móttökum Akureyringa segir hann ekki svo vera. „Ég starfaði um tíma í versluninni fyrir sunn- an og hitti þá reglulega Akureyr- inga sem höfðu skellt sér suður til að versla hjá Agli Árnasyni. Þess vegna held ég að Norðlendingar taki okkur opnum örmum. Akur- eyringar vilja hafa fínt heima hjá sér og það er mikill uppgangur í bænum. Margir eru að breyta og bæta og fólk leggur mikið upp úr því að hafa fínt heima hjá sér.“ - iáh Akureyringar vilja hafa fínt heima hjá sér Sigurður Rúnar Marinósson verslunar- stjóri. Flísar, parkett og innihurðir eru meðal þess sem kaupa má hjá Agli Árnasyni á Akur- eyri. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA.IS K L E T T H Á L S 9 1 1 0 R E Y K J A V Í K S Í M I 5 6 7 4 2 2 2 F A X 5 6 7 4 2 3 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.