Fréttablaðið - 02.05.2007, Blaðsíða 30
MARKAÐURINN
er með B.A. próf í íslensku, diploma í
bókasafns- og upplýsingafræði, próf í
kennslu- og uppeldisfræði til kennara-
réttinda og meistaragráðu í upplýsinga-
fræði.
INGVAR HJALTALÍN JÓHANNESSON hefur
verið ráðinn forstöðu-
maður framkvæmda
hjá Mílu. Ingvar
starfaði áður sem
forstöðumaður fram-
kvæmda hjá Símanum.
hann útskrifaðist úr
Ingeniørhøjskolen
Sønderborg Teknikum, í Danmörku árið
1993.
VALDIMAR JÓNSSON hefur verið ráð-
inn forstöðumaður
Fjámála og eigna.
Valdimar hefur til
margra ára verið for-
stöðumaður Fasteigna
og bifreiðadeildar
Símans. Valdimar var
jafnframt verkefnis-
stjóri á Hagræðingardeild Pósts og
síma. Valdimar er með MBA-gráðu frá
Gonzaga University og BS-próf í véla-
verkfræði frá Háskóla Íslands.
BENEDIKT RÚNARSSON hefur verið
ráðinn deildarstjóri
sölu og þjónustu hjá
Mílu. Benedikt starfaði
áður hjá Símanum sem
ráðgjafi hjá Öryggis- og
gæðastjórnun. Benedikt
hefur komið að ýmsum
verkefnum fyrir Símann
en hann hóf þar störf sem viðskipta-
stjóri á Stórnotendasviði.
SIGNÝ JÓNA HREINSDÓTTIR hefur verið
ráðin deildarstjóri vöru
og markaða hjá Mílu.
Signý starfaði áður
sem markaðsráðgjafi
hjá auglýsingastofunni
Hvíta húsinu. Hún
starfaði einnig áður hjá
Símanum til nokkurra
ára, fyrst sem viðskiptastjóri í fyrir-
tækjaþjónustu. Signý er með Bsc-próf í
Alþjóðamarkaðsfræði frá Tækniháskóla
Íslands.
F Ó L K Á F E R L I
2. MAÍ 2007 MIÐVIKUDAGUR14
F Y R S T O G S Í Ð A S T
Hagfræðingur á hagfræðisviði
Seðlabanka Íslands
Seðlabanki Íslands auglýsir laust til umsóknar starf hagfræðings á hagfræðisviði.
Hagfræðisvið annast rannsóknir og greiningu á þróun efnahags- og peninga-
mála, gerir þjóðhags- og verðbólguspár og tekur þátt í mótun stefnunnar í
peningamálum. Hagfræðisvið hefur m.a. umsjón með útgáfu Peningamála og
ensku útgáfu þess Monetary Bulletin.
Verkefni hagfræðingsins verða m.a.:
• Að fylgjast með framvindu efnahagsmála, greina gögn og
skrifa um niðurstöður.
• Tilfallandi rannsóknarverkefni og ráðgjöf á sviði þjóðhagfræði.
• Þátttaka í öðrum verkefnum hagfræðisviðs eftir atvikum.
Áskilið er a.m.k. meistarapróf í þjóðhagfræði og lögð er áhersla á að umsækjandi
hafi þekkingu og áhuga á efnahagsmálum. Umsækjandi þarf að hafa gott vald
á mæltu og rituðu máli, bæði íslensku og ensku, og hæfileika til að setja fram
fræðilegt efni á skýran hátt. Auk þekkingar á hefðbundnum hugbúnaði væri það
kostur ef umsækjandi hefði góða þekkingu á notkun hugbúnaðar til tölfræði-
greiningar og hagmælinga. Umsækjandi þarf að hafa góða samskiptahæfileika
og vera reiðubúinn til hópvinnu af ýmsu tagi.
Upplýsingar um starfið veitir Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur, í síma
569-9600. Umsóknum skal skilað fyrir 8. maí 2007 til rekstrarstjóra Seðlabanka
Íslands, Kalkofnsvegi 1, 150 Reykjavík.
Skúlagata 17 • 101 Reykjavík • Sími: 566 8800 • www.vidskiptahusid.is
Áhugasamir hafið samband við:
Fyrirtækjasvið Viðskiptahússins annast:
• Kaup og sölu fyrirtækja eða rekstrareininga og samrunaferli.
• Kaup og sölu á fasteignum þeim tengdum og byggingalóðum fyrir
atvinnuhúsnæði, landareignum og bújörðum.
• Fjármögnun verkefna.
Hörð Hauksson Gsm: 896 5486 • Atla Viðar Jónsson Gsm: 898 2533
og Gísla Bogason Gsm: 863 0509
Fr
um
Verslun og þjónusta
Höfum til sölumeðferðar fyrir-
tæki á sviði verslunar og þjón-
ustu, m.a. er um að ræða þekkta
herrafataverslun og áhugaverða
húsgagnaverslun.
Aðeins er um góð fyrirtæki að
ræða, hvert með sína sérstöðu á
markaði.
Hugbúnaðarfyrirtækið
OpenHand hyggur á mikla
markaðsherferð í Bret-
landi þar sem byggt verður
á samstarfi og stuðningi við
endursölunet fyrirtækisins
þar. Fyrirtækið hefur að
bjóða sérsniðnar samskipta-
lausnir fyrir farsíma.
Að sögn Davíðs S. Guð-
mundssonar, sölu og mark-
aðsstjóra OpenHand, eru
núna um 450 endursöluaðil-
ar í Bretlandi en til stendur
að þeir verði orðnir fleiri
en þúsund fyrir lok þessa
árs.
„Við erum að hefja dreifingu
á gagnvirkum geisladiski í Bret-
landi þar sem viðskiptavinurinn
getur viðstöðulaust, þegar hann
skoðar efnið, fengið hugbúnað
okkar í hendur,“ segir Davíð og
bætir við að byggt verði á þess-
ari markaðssetningu í frekari
sókn víðar um heim. Hann segir
OpenHand hafa verið í ákveð-
inni endurskipulagningu þar
sem mun meiri áherslu sé lögð
á sölu- og markaðsmál en áður.
„Við erum sóknfastari og má
segja að við förum úr því að
vera tæknidrifið fyrirtæki yfir í
að vera þjónustudrifið.“
Í kringum herferð OpenHand
er skipulagt mikið kynningar-
starf sem stjórnað er héðan,
en bresk almannatengslastofa
vinnur einnig náið með
fyrirtækinu.
Nokkur vöxtur hefur
verið í starfsemi OpenHand
og fyrirtækið náð samning-
um bæði í Suður-Afríku og
Þýskalandi. Davíð segir
rannsóknir sýna að evr-
ópski markaðurinn sé langt
frá mettun, en vel innan við
tíu prósent þeirra sem noti
tölvupóst við vinnu noti
einhvers konar lausn til að
fá viðskiptaupplýsingar í
farsíma. „Ljóst er því að
mikil sóknarfæri liggja á
þessum mörkuðum,“ segir hann,
en OpenHand hóf einnýver-
ið starfssemi í Ungverjalandi
með frekari sókn austur á bóg-
inn í huga. Það verkefni geng-
ur vonum framar og hafa útibú
alþjóðlegra fyrirtækja sýnt
lausninni mikinn áhuga. Aðilar
í nærliggjandi löndum hafa sýnt
endursölu áhuga og eru nokkur
slík verkefni í skoðun. - óká
OpenHand með herferð í Bretlandi
Í tilefni af sextíu ára afmæli
RARIK tekur félagið nú þátt í
stærsta samfélagsverkefni sínu
hingað til. Stjórn þess hefur
ákveðið að lagðar verði tuttugu
milljónir króna í fyrirtækið Orku-
vörð. Munu þær nýtast til stofn-
unar orkuskóla á Akureyri.
Í fréttatilkynningu frá RARIK
segir að Orkuvörður ehf. hafi það
eina hlutverk að stofna og reka
sérhæfðan háskóla á sviði endur-
nýjanlegra orkugjafa, School for
Renewable Energy. Mikil þekk-
ing sé nú þegar til staðar á sviði
endurnýjanlegra orkugjafa á Ís-
landi. Með stofnun orkuskólans
sé tryggt að landið verði áfram
í forystuhlutverki í heiminum á
sviði endurnýjanlegrar orku.
Undirbúningur að stofnun
orkuskóla á Akureyri hefur stað-
ið frá árinu 2004. Stefnt er að því
þar verði boðið B.Sc.-nám í orku-
fræðum ásamt eins árs meistara-
námi. Gert er ráð fyrir að skólinn
hefji starfsemi haustið 2007. - hhs
Stærsta samfélags-
verkefnið hingað til
PÁLL Á. JÓNSSON var ráðinn fram-
kvæmdastjóri Mílu
ehf. Páll hefur gegnt
mörgum störfum hjá
Símanum. Hann var
framkvæmdastjóri
Fjarskiptanets Símans
frá árinu 2005 til dags-
ins í dag. Hann útskrifaðist sem raf-
magnstæknifræðingur frá Tækniskóla
Íslands og Tækniskólanum í Óðinsvéum.
Hann hefur einnig lagt stund á nám
í viðskipta- og rekstrarfræði við
Endurmenntun Háskóla Íslands.
BJARNI M. JÓNSSON hefur verið ráðinn
forstöðumaður reksturs
hjá Mílu. Bjarni hefur
starfað hjá Símanum
til margra ára. Bjarni
er með MBA-gráðu frá
Háskóla Íslands. Hann
er rafmagnstæknifræðingur frá STI auk
þess að vera með meistarapróf í raf-
eindavirkjun.
EVA MAGNÚSDÓTTIR hefur verið ráðin
forstöðumaður sölu og
markaðar hjá Mílu. Eva
tók við starfi forstöðu-
manns heildsölu Símans
um síðustu áramót en
var áður forstöðumaður
almannatengsla. Eva
er með MBA-gráðu í viðskiptafræði
og stjórnun frá HÍ, auk Bsc-prófs í
þjóðhátta- og leikhúsfræðum og prófs í
hagnýtri fjölmiðlun.
HALLDÓR GUÐMUNDSSON hefur verið
ráðinn forstöðumaður
þróunar hjá Mílu. Halldór
hefur verið forstöðumað-
ur þróunar Fjarskiptanets
Símans. Hann hefur
einnig starfað í ýmsum
deildum Símans. Halldór
er rafmagnstæknifræðingur frá Odense
Teknikum.
HRAFNHILDUR HREINSDÓTTIR hefur
verið ráðin forstöðu-
maður mannauðsmála.
Hrafnhildur hefur starfað
sem fræðslustjóri og
ráðgjafi starfsmanna-
sviðs Símans. Hrafnhildur
MÍLA ehf. er nafn nýs fyrirtækis sem stofnað var í mars mánuði um rekstur, upp-
byggingu og viðhald fjarskiptanets Símans. Míla hóf formlega rekstur hinn 1. apríl
síðastliðinn. Míla hefur tekið við þeirri starfsemi sem áður tilheyrði heildsölu Símans,
viðhaldi og rekstri á fjarskiptanetinu og áframhaldandi þróun og uppbyggingu á því.