Fréttablaðið - 02.05.2007, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 02.05.2007, Blaðsíða 22
 2. MAÍ 2007 MIÐVIKUDAGUR14 fréttablaðið verk að vinna Algengt er að þeir sem eru að gera upp gömul hús leiti til fyrirtækisins Listans, sem sérhæfir sig í skrautlistum, parkettlistum og frönskum gluggum í hurðir. Í Akralind í Kópavogi er bygg- ingavöruverslunin Listinn. Þar er að finna ýmsar gerðir lista á gólf og loft, auk falda og stokka. „Fyrirtækið hefur verið starfrækt í nokkurn tíma, síðan árið 2000,“ segir Sigurður Gylfi Sigfússon, starfsmaður Listans. „Við fram- leiðum ýmsa lista og sérsmíðum fyrir fólk þegar þess er óskað.“ Sigurður segir að algengast sé að leitað sé til Listans þegar verið sé að gera upp gömul hús. Þá þurfi oftar en ekki að sérsníða listana, utan um pípur til dæmis, og þá komi reynsla og þekking starfs- manna Listans sér vel. „Ef fólk er á höttunum eftir listum er best að það annað hvort skoði heimasíðu okkar, www.listinn.is, eða komi í heimsókn, skoði úrvalið og fái ráð- gjöf,“ segir Sigurður. Tískusveiflur eru í listavali fólks og það vinsælasta núna er hvítir listar. „Þetta eru hvítir til- búnir listar sem smellt er á fest- ingar á veggjum,“ segir Sigurður. „Hægt er að koma fyrir leiðslum bak við þá þannig að þeir eru mjög hentugir þegar fela þarf snúrur.“ Listinn býður einnig upp á svokallaða franska glugga í inni- hurðir. Þá er seldur pakki með öllu efni (nema glerinu sjálfu) og er hægt að velja milli þess að setja gluggana í sjálf(ur) eða fá aðstoð. „Það er tilvalið fyrir handlagna að fást við þetta sjálfir, en við erum alltaf tilbúnir að aðstoða,“ segir Sigurður. tryggvi@frettabladid.is Hvítir listar vinsælastir Sérsniðnir listar eru algengir í gömlum húsum. Sigurður Gylfi vinnur í Listanum, byggingavöruverslun sem sérhæfir sig í gólf- og loftlistum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Margir kjósa að nýta sér gull- línu Harðviðarvals en í henni velja viðskiptavinir gólfefnið á meðan starfsmenn Harðviðar- vals sjá um afganginn. Fyrir hvern seldan fermetra er eitt tré gróðursett. Harðviðarval býður upp á sér- staka gulllínu þar sem starfsmenn fyrirtækisins sjá um að parkett- leggja fyrir viðskiptavini. Ekki er vísað á aðra aðila eins og venjan er, heldur sér fyrirtækð sjálft um framkvæmdina. „Innifalið í gull- línunni er mæling á gólffleti, heilir pakkar sem sýnishorn, hljóðein- angrandi undirlag, gólflistar, frá- gangslistar, sóplistar, T-listar, lím og naglar og annað sem til þarf til verksins,“ segir Björn Matthías- son, sölu- og markaðsstjóri Harð- viðarvals. „Við keyrum efnið heim til viðskiptavinar og leggjum svo að sjálfsögðu parkettið. Svo þrífum við eftir okkur og tökum til baka allt ósagað efni, sem við endurgreiðum.“ Björn segir gulllínuna vel nýtta enda sé lagning gólfefnis oft loka- hnykkurinn áður en húsnæði er til- búið. Fólk er orðið óþolinmótt og vill drífa í því að komast inn í hús- næðið. „Það er búið að bíða eftir píparanum, málaranum, múraran- um og það vill ekki bíða lengur,“ útskýrir Björn. „Hjá okkur getur það valið efni og við setjum niður dag til verksins. Sú dagsetning stenst alltaf og við förum ekki fyrr en við erum búnir að klára verkið.“ Eitthvað kostar þetta allt, enda ekkert ókeypis í þessum heimi. Þjónustan sem felst í gulllínunni kostar 4.290 krónur á fermetrann. Þá fær maður líka skógarlund í kaupbæti. Harðviðarval hefur einsett sér að gróðursetja eitt tré fyrir hvern seldan fermetra í gulllínunni. Það er gert í samstarfi við Skógrækt ríkisins. „Við höfum haldið utan um fermetrafjöldann frá upphafi og við erum að skoða hvort við ættum að búa til einhvers konar Harðviðarvalsreit þar sem skóg- ur væri ræktaður,“ segir Björn. „Hver sem niðurstaðan verður munum við gróðursetja tré og þar sem gulllínan er vel nýtt verður þetta heill skógur.“ - tg Gulllínan skilar skógi Fyrir hvern seldan fermetra í gulllínunni leggur Harðviðarval til eitt tré til skóræktar. Björn segir gulllínuna vinsæla enda gólfefni það síðasta sem klára þurfi áður en flutt er inn í íbúð og fólk því oft orðið óþreyjufullt að klára. FRÉTTABLAÐIÐ/ GVA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.