Fréttablaðið - 03.05.2007, Blaðsíða 56
Elísabet Alba Valdimarsdóttir varð
Vínþjónn ársins um síðustu helgi.
Hún útskýrir hér hvernig slíkar
keppnir fara iðulega fram.
„Það þarf alltaf að taka bók-
legt próf, sem gildir allt að sextíu
prósent af heildareinkunn,“ sagði
Elísabet, sem er oftast kölluð Alba.
„Svo er annað hvort umhelling á
víni í karöflu, að opna kampavíns-
flösku eða bæði,“ útskýrði hún.
Skriflegt blindsmakk er þar að
auki fastur liður. „Þá lýsir maður
víninu í sjón, ilmi og bragði. Svo
þarf að para það saman við mat
og rökstyðja af hverju þetta færi
vel saman,“ sagði hún. Þá þarf að
greina frá upprunalandi vínsins,
þrúgutegund, framleiðanda, áfeng-
ismagni, árgangi og líftíma. „Þegar
þetta er komið niður í framleið-
anda er þetta orðið svolítið flókið,“
sagði Alba. Blindsmakk getur einn-
ig verið munnlegt.
Þar á eftir er staðfesting á sterku
víni, þar sem keppendur þurfa að
bera kennsl á sterk vín. „Það getur
verið erfitt, því eftir að hafa þefað
af tveimur glösum er lyktarskynið
farið,“ útskýrði Alba. „Það eru til
dæmis margir sem flaska á vodka,
rommi og gini.“
Um miðjan maí heldur Alba til
Ródos þar sem heimsmeistara-
keppnin fer fram. „Keppnin sem
var núna um helgina var bara um
Frakkland. Þetta er allur heimur-
inn,“ útskýrði Alba, sem liggur því
yfir bókum og flöskum þessa dag-
ana. „Maður þarf að hafa reynslu
af gólfinu, en þetta er samt líka
heimanám frá A til Ö,“ sagði hún.
Elísabet valin
vínþjónn ársins
Veitingastaðurinn Einar Ben leggur aukna áherslu á ís-
lenskt hráefni með nýjum matseðli. „Breytingin er sú
að allt grunnhráefni héðan í frá verður íslenskt. Ef ís-
lenskt hreindýr fæst ekki, þá verðum við bara ekki með
hreindýr,“ útskýrði rekstrarstjórinn Jón Páll Haralds-
son. Allt kjöt og allur fiskur mun lúta þessum reglum,
og að sögn Jóns Páls verður miðað við að hafa íslenskt
grænmeti á boðstólum líka. „Það er kannski erfitt um
miðja vetrarmánuði, en við reynum að hafa það alltaf
íslenskt,“ sagði hann.
Þar að auki mun Einar Ben bjóða upp á sérseðil
innan matseðilsins undir heitinu Hreint Ísland. „Þetta
verða sex til átta réttir. Sumir staðir eru með sælkera-
seðil, og við erum með Stolt matreiðslumeistaranna.
Þetta verður viðbót við það,“ útskýrði Jón Páll. Hrá-
efnið á þeim seðli verður íslenskt frá upphafi til enda.
„Við leitumst líka við að geta nefnt uppruna hráefnis-
ins. Þannig verður helst hægt að rekja það heim á bæ,
og alla vega heim í sveit,“ sagði Jón Páll. Á kynningar-
seðlinum er til dæmis að finna reyktan silung frá Svart-
árkoti í Bárðardal og naut frá Lyngholti í Leirársveit.
„Við munum líka keppast við að vera með lamb frá
vissum afréttum og veljum bestu afréttirnar, þar sem
við vitum að gróðurinn er fjölbreyttur,“ sagði Jón Páll.
Hreint Ísland á Einari Ben
Agnar Jón Egilsson kann að
matreiða besta rétt í heimi,
en annars fer ekki mikið
fyrir honum í eldhúsinu.
„Ég er svo vel giftur að ég fæ rosa-
lega góðan mat. En að vera giftur
þetta góðum kokki brýtur líka niður
sjálfstraust manns í eldamennsku,“
sagði Agnar kíminn. Hann kann þó
að matreiða dýrindis máltíð, vopn-
aður skötusel, sætum kartöflum og
grilli. „Það er besti matur í heimi.
Að öðru leyti elda ég alveg hræði-
lega vondan mat,“ sagði hann og hló.
Miðað við boltana sem hann heldur
á lofti er reyndar varla skrýtið að
dvalarstundirnar í eldhúsinu séu
stuttar. „Á morgun er ég að fara til
Kuusankoski í Finnlandi á alþjóð-
lega barnaleikhúshátíð. Barna- og
unglingaleikhús Íslands, sem er ný-
stofnað, ætlar að sýna Drekaskóg
þar, sem er verk eftir mig,“ sagði
Agnar. Afgangar, eftir Agnar, verða
endursýndir í Austurbæ í dag og
um helgina. „Það er svona fyrstir
koma fyrstir fá. Og svo voru nám-
skeið Leynileikhússins að klárast,
svo við erum að skipuleggja sum-
arnámskeið sem fara í gang á næst-
unni,“ sagði Agnar, sem bendir
áhugasömum á að hafa samband
við Leynileikhúsið.
Agnar segist að vissu leyti geta
kallað sig ísskápsmann. „Ég brasa
oft það sem til er í ísskápnum á
pönnu svona þegar ég er svangur.
Og svo má ekki gleyma því að sam-
lokur með alls konar góðum ostum
og áleggjum eru líka rosalega góðar
máltíðir,“ benti hann á. Í samloku-
gerðinni lumar Agnar á leynivopni
sem hefur fylgt honum í mörg ár.
„Alveg síðan að ég var barn og
fór að gera tilraunir í eldhúsinu:
maður á að setja bakaðar baunir á
allt brauð sem fer í ofn. Það hefur
aldrei gleymst,“ sagði hann.
Það kemur þó fyrir að Agnar taki
sig til og ráðist í stórkostlega elda-
mennsku. „Ég hef brennt mig á því
að þegar ég elda eitthvað flott eyði
ég hálfum mánaðarlaunum í að
fylla ísskápinn af dóti, bara fyrir
eitt matarboð. Og svo elda ég svona
fjórum sinnum meira en ég ætti að
gera, og lifi á afgöngunum í heila
viku,“ sagði hann.
Agnari er hins vegar nánast
fyrirmunað að fylgja uppskrift-
um „Í einu skiptin sem það hefur
virkað hef ég verið með mömmu í
símanum. En það er helst í kring-
um jólamatinn, þá þarf maður víst
að vera nákvæmur,“ sagði hann. Í
þessum anda er uppskriftin sem
Agnar deilir með lesendum Frétta-
blaðsins afar einföld.
Gerið ráð
fyrir um 250
g af ferskum
skötusel á
mann. Hann
er snyrt-
ur og bara
kryddaður
með sítrónu-
pipar. Vefj-
ið sætum kartöflum í álpappír og
skellið á grillið, um 45 mínútum
áður en fiskurinn fer á það. Skötu-
selurinn er svo bara rétt brúnaður
á grillinu þannig að hann verði heit-
ur í gegn. Varist bara að allt þarf að
vera tilbúið þegar fiskurinn fer á
grillið, því hann er fljótur að kólna
þegar hann er tekinn af.
Gamla góða djöflatertan svíkur engan
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
Munið...
...eftir álpappírnum. Vefjið fisk, uppá-
haldsgrænmetið og kryddið ykkar
inn í álpappír og bakið í
ofni, eða notið hann til að
baka gómsætt græn-
meti sem meðlæti.
Tómatar, rauðlauk-
ur og engifer fara
sérstaklega vel
saman.