Fréttablaðið - 03.05.2007, Blaðsíða 28
greinar@frettabladid.is
Ekkert blað?
550 5600
Fyrst þú ert að lesa þetta þá hefurðu
fengið Fréttablaðið. En til vonar
og vara skaltu klippa þetta símanúmer
út og hringja ef blaðið berst ekki.
- mest lesið
Sameining stjórnmálaflokka tekst stundum vel, stundum
ekki. Renni flokkar saman vegna
þess, að breyttar aðstæður bjóða
þeim að leggja gamlan ágreining
til hliðar, getur hún tekizt vel,
nema gamlir andstæðingar búi
sér til nýjan ágreining eins og
af gömlum vana. En renni ólíkir
flokkar saman til þess eins að
sameina krafta sína gegn sam-
eiginlegum andstæðingum þrátt
fyrir djúpstæðan innbyrðis
ágreining um mikilvæg mál, þá
er yfirleitt ekki góðs að vænta.
Stjórnmálasaga Íslands á 20. öld
og fram á þessa ber vitni.
Um hvaða flokk er ég að tala?
Samfylkinguna? Nei. Það er of
snemmt að fella dóm um hana.
Hún hefur ekki enn átt aðild að
ríkisstjórn. Hún er óskrifað blað.
Ég á við Sjálfstæðisflokkinn.
Sameining Frjálslynda flokksins,
sem var að vísu rammur þjóðern-
isflokkur og reis ekki undir nafni
nema til hálfs, og Íhaldsflokksins
með stofnun Sjálfstæðisflokksins
1929 virðist í ljósi sögunnar hafa
tekizt verr en vonir stóðu til.
Þessi sameining dró dilk á eftir
sér, svo að ekki sér enn fyrir end-
ann á því ástandi, sem af henni
leiddi.
Þetta á ekki að þurfa að koma
neinum á óvart. Frjálslynd öfl og
íhaldsöfl eiga yfirleitt ekki heima
í einum flokki. Það er enda al-
gengast í nálægum löndum, svo
sem Bretlandi, Danmörku, Sví-
þjóð og Þýzkalandi, að frjálslynd-
ir hafi um sig sérstakan flokk og
takist á við íhaldsmenn. Það er
eðlileg skipan. Frjálslyndir flokk-
ar horfa fram á við og aðhyllast
markaðsbúskap og fríverzlun
með sem fæstum hömlum, lýð-
ræði og lítil ríkisafskipti. Þeir
standa vörð um almannahag gegn
þröngum sérhagsmunum. Þeir
taka hag neytenda jafnan fram
yfir hagsmuni framleiðenda.
Íhaldsflokkar eru á hinn bóginn
yfirleitt hallir undir ríkisafskipti
og sérhagsmuni, einkum hags-
muni vinnuveitenda. Þeir standa
vörð um óbreytt ástand og reyna
yfirleitt ekki að leyna því, eins og
íhaldsnafngiftin vitnar um.
Sameining Frjálslynda flokks-
ins og Íhaldsflokksins í Sjálf-
stæðisflokknum 1929 varð til
þess, að rödd frjálslynda arms-
ins í flokknum kafnaði í faðmi
íhaldsins. Óvíða í Vestur-Evrópu
hafa sígild frjálslynd sjónarmið
átt jafnörðugt uppdráttar og á Ís-
landi. Það var meðal annars fyrir
máttleysi frjálslyndra, að erind-
rekum óprúttinna sérhagsmuna
tókst að njörva Ísland í fjötra við-
skiptahafta, markaðsfirringar
og einangrunar frá 1930 til 1960.
Það mátti vart á milli sjá, hvor
stærstu flokkanna tveggja átti
meiri þátt í því fráleita búskapar-
lagi, sem lagt var á fólkið í land-
inu öll þessi ár með illum af-
leiðingum, Sjálfstæðisflokkur-
inn eða Framsóknarflokkurinn.
Aðrir flokkar voru þá að vísu litlu
skárri. Hefði Frjálslyndi flokk-
urinn áfram verið sjálfstæður
flokkur, hefði hann væntanlega
streitzt gegn þessari óáran og
eflzt af því. En sem visinn armur
Sjálfstæðisflokksins máttu frjáls-
lyndir sín lítils gegn haftastefnu
helmingaskiptaflokkanna. Að vísu
rofaði til í Sjálfstæðisflokknum á
viðreisnarárunum 1959-71, þegar
það rann upp fyrir Ólafi Thors,
Bjarna Bendiktssyni og helztu
samherjum þeirra, að nauðsyn-
legt væri að snúa frá haftapólitík
fyrri ára. Þíðan stóð þó ekki lengi.
Í forsætisráðherratíð sjálfstæð-
ismannanna Geirs Hallgríms-
sonar 1974-78 og Gunnars Thor-
oddsen 1979-83 lék efnahagslíf-
ið allt á reiðiskjálfi. Verðbólgan
lék á bilinu 30 til 60 prósent á ári.
Það var ekki fyrr en í síðara ráðu-
neyti framsóknarmannsins Stein-
gríms Hermannssonar 1988-91,
að verðbólgan hjaðnaði niður
fyrir 10 prósent á ári. Hún hefur
síðan haldizt undir því marki, að
vísu með hiksti og herkjum, enda
hefur ríkisstjórnin síðustu ár
beinlínis kynt undir verðbólgunni
með gamla laginu.
Ætla má, að betri árangur hefði
náðst í glímunni við verðbólguna
og í hagstjórn yfirhöfuð, hefðu
frjálslyndir menn haft um sig
sérstakan flokk frá fyrstu tíð og
aflað markaðsbúskapar- og við-
skiptafrelsissjónarmiðum sínum
fylgis á eigin spýtur frekar en
sem vanburðug og vanrækt deild
í Sjálfstæðisflokknum. Þá þyrftu
Íslendingar varla enn að búa við
okur og vinna lengstu vinnuviku
í Vestur-Evrópu og safna miklum
skuldum að auki til að halda þeim
lífskjörum, sem þeir sækjast
eftir. Þá ættu íhaldsöflin í Sjálf-
stæðisflokknum óhægt um vik að
halda Íslandi utan Evrópusam-
bandsins í óþökk meiri hluta þjóð-
arinnar, því að þá væri Sjálfstæð-
isflokkurinn miklu veikari en
hann er nú. Frjálslyndi flokkur-
inn nýi var stofnaður 1998 til að
mynda borgaralegt mótvægi við
íhaldsöflin í Sjálfstæðisflokkn-
um, þar eð Sjálfstæðisflokkurinn
tók sérhagsmuni útvegsmanna
fram yfir almannahag í deilunni
um fiskveiðistjórnina. Ætlunar-
verk Frjálslynda flokksins getur
því aðeins tekizt til fulls, að flokk-
urinn beri nafn sitt með rentu og
styðji inngöngu Íslands í Evrópu-
sambandið og önnur helztu óska-
mál frjálslynds fólks.
Misheppnuð sameining
Þorsteinn Pálsson skrifaði á dögunum leið-ara þar sem hann hélt fram að vegna nið-
urstöðu íbúakosninganna í Hafnarfirði væri
ekki lengur nauðsynlegt að kjósa Vinstri-
hreyfinguna - grænt framboð, því úrslit
kosninganna í Hafnarfirði hefðu sinnt því
ætlunarverki sem afgerandi kosning Vinstri
grænna hefði verið – að hægja á í stóriðju-
málum. Þorsteinn vill meina að úrslit kosn-
inganna í Hafnarfirði hafi orðið til þess að ekki þurfi
lengur að huga að því að hægja á.
Í þetta skiptið hefur Þorsteinn á röngu að standa.
Eins og sást vel í kjördæmaþætti Stöðvar 2 síðasta
vetrardag er fjarri því að stóriðjuáformum hafi
nokkuð verið slegið á frest. Sjálfstæðisflokkurinn
vill áframhald stóriðjustefnunnar eins og kom
skýrt fram hjá talsmanni hans Bjarna Benedikts-
syni. Hann gerði meira að segja lítið úr niður-
stöðu kosninganna í Hafnarfirði og hélt því fram
að eingöngu hefði verið kosið um útfærslu á deili-
skipulagi. Enda vakti mikla athygli eftir landsfund
Sjálfstæðisflokksins hvernig sjálfstæðismönnum
þótti nauðsynlegt að leggja áfram áherslu á
stóriðjustefnuna – að engin ástæða væri
til þess að slá af. Það er því í besta falli
einföldun hjá ritstjóra Fréttablaðsins að
landsmenn líti svo á að björninn sé unn-
inn – nú sé nóg að gert þegar kemur að því
að draga úr stóriðjustefnunni. Þessi leiðari
var því ekki jafn skarpur og margir leiðar-
ar Þorsteins Pálssonar.
Nú sem aldrei fyrr er mikilvægt að for-
stjórar og allar stjórnir orkufyrirtækj-
anna, ekki síst þeirra orkufyrirtækja
sem enn eru í opinberri eigu, spyrni við
og fresti öllum ákvörðunum sem lúta að
uppbyggingu stóriðju í landinu. Stjórnir Orkuveitu
Reykjavíkur og Hitaveita Suðurnesja hefðu allt eins
átt að fá bréf frá stjórn Vinstri grænna um að fresta
frekari ákvörðunum sem snerta stóriðjuuppbygg-
ingu. Ekki síst þar sem nauðsynlegt er að axla ábyrgð
einmitt núna þegar erlend álfyrirtæki reyna að klára
þá samninga nokkrum vikum fyrir kosningar – því
þau lesa öðruvísi í spilin en Fréttablaðsritstjórinn;
þau óttast að eftir kosningarnar verði það of seint.
Þrátt fyrir orð Þorsteins Pálssonar, þá verður kosið
um stóriðjustefnu ríkisstjórnarinnar þann 12. maí.
Höfundur skipar 3. sæti á lista VG
í Suðvesturkjördæmi.
Það verður kosið um stóriðju
N
ú í aðdraganda alþingiskosninga hafa sést og heyrst
bollaleggingar um hugsanleg áhrif forseta Íslands,
ef til myndunar nýrrar ríkisstjórnar kemur að þeim
loknum. Sú umræða hefur vakið upp það álitaefni
hvort hætta geti verið á að forsetinn beiti sér fyrir
niðurstöðu öndvert við lýðræðislegan vilja kjósenda.
Á það er að líta í þessu sambandi að vald forseta Íslands eins
og annarra handhafa ríkisvalds er háð þeim takmörkunum sem
stjórnarskráin mælir fyrir um. Stjórnarskráin geymir engin bein
fyrirmæli um myndun ríkisstjórnar. Þar um hafa hins vegar mót-
ast nokkrar hefðir á grundvelli þingræðisreglunnar. Hún er stjórn-
lagaregla sem ekki verður vikið frá.
Engum vafa er því undirorpið að allt vald varðandi myndun og
setu ríkisstjórnar er í höndum Alþingis. Enga ríkisstjórn er unnt að
mynda og engin ríkisstjórn getur setið án stuðnings eða hlutleysis
meirihluta Alþingis. Forsetinn er hluti af framkvæmdavaldinu og
verður að lúta vilja Alþingis í þessu efni.
Þá vaknar sú spurning hvort forsetinn geti falið einhverjum
myndun ríkisstjórnar gegn vilja meirihluta þingsins. Stjórnarskrá-
in segir ekkert um svokallað umboð til stjórnarmyndunar. Um það
eru engar lagareglur. Í reynd er það svo formlaus athöfn að hún
hefur ekki verið skjalfest með öðrum hætti en fréttatilkynningu.
Kjarni málsins er sá að í þeim efnum getur forseti ekki gengið
framhjá ábendingum flokksformanna sem hafa meirihluta þings
á bak við sig. Alþingi myndi einfaldlega fella slíka stjórn um leið
og það kæmi saman. Hér eru engin álitaefni sem ástæða er til að
óttast.
Sú staða getur komið upp að forystumenn stjórnmálaflokkanna
geti ekki gefið forseta vísbendingu um möguleika á myndun stjórn-
ar með stuðningi eða hlutleysi meirihluta Alþingis. Í því falli hefur
forseti nokkuð frjálsar hendur að biðja hvern sem er innan þings
eða utan um að gera tilraun til stjórnarmyndunar eða láta kyrrt
liggja.
Gerist það hins vegar meðan á slíkri tilraun stendur að meirihluti
Alþingis vilji beina henni í annan farveg verður forseti á grund-
velli þingræðisreglunnar að taka tillit til þess. Komi engir flokk-
ar sér saman um myndun starfhæfrar ríkisstjórnar er við þing-
ið sjálft að sakast en ekki forsetann. Best fer á því að forseti feli
engum að gera tilraun til stjórnarmyndunar nema hann hafi fyrir
fram ríka ástæðu til að ætla að hún takist.
Loks kemur til skoðunar hvort forseti geti beitt áhrifum sínum,
vegna tengsla við forystumenn í stjórnmálum, í þeim tilgangi að
skapa samstöðu um að ríkisstjórn verði mynduð á einn veg frem-
ur en annan. Ekkert kemur í veg fyrir það. Slík tengsl geta reynd-
ar virkað á báða bóga. Ef forsetinn er á annað borð opinn fyrir því
geta stjórnmálaforingjarnir líka notað hann í þessu skyni.
Beiting áhrifa felur hins vegar ekki í sér neitt beint stjórnskipu-
legt vald. Í hverjum flokki má finna áhrifamenn sem geta beitt sér
með svipuðum hætti og í sama tilgangi gagnvart einstökum flokks-
formönnum. Vilji forsetinn blanda sér í þann hóp er það í sjálfu
sér ekkert ólýðræðislegra af hálfu hans en annarra. Það getur hins
vegar haft víðtækari áhrif á álit hans og stöðu.
Hver sem hugur forsetans er getur hann aldrei tekið sér vald eða
gengið í aðra átt en meirihluti Alþingis er fús að sætta sig við. Þar
er ekkert stjórnskipulegt tómarúm.
Hlutverk forsetans