Fréttablaðið - 03.05.2007, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 03.05.2007, Blaðsíða 18
nær og fjær „ORÐRÉTT“ Handan við hitt horn- ið kannski? Jón Sigurðsson hver? Endurspeglar fyrirmyndir Þetta verður rosalegur dagur Grænn og áhyggjulaus á reiðhjóli Óvenju margir ætla að ganga í það heilaga hinn 7. júlí næstkomandi og virð- ist dagsetningin 07.07.07 hafa mikið um það að segja. Dæmi eru um að kirkjur séu bókaðar samfellt frá morgni til kvölds. Prestar og kirkjuhaldarar muna ekki eftir öðru eins og telja að það stefni í met. „Já, það er fjöldi að fara að gifta sig,“ segir séra Vigfús Þór Árna- son, sóknarprestur í Grafarvogs- kirkju. Sjálfur gefur hann nokkur brúðhjón saman 7. júlí, hist og her um borgina, en í Grafarvogskirkju verða sex eða sjö hjónavígslur þennan dag. „Ég held að við komum ekki fleiri athöfnum fyrir á sama degi með góðu. Kirkjan er bókuð frá hádegis fram á kvöld,“ segir hann og bætir við að ástandið sé álíka í helstu brúðkaupskirkjunum í Reykjavík; sex pör gifta sig í Háteigskirkju þennan dag, fjórar til fimm hjónavígslur verða í Hall- grímskirkju og álíka margar í Bústaðakirkju. Þá ganga tólf turtil- dúfur í það heilaga á Akureyri þennan dag og tvö pör gifta sig að kaþólskum sið í Landakotskirkju. „Ég man að það var líka mikið að gera 5. maí 2005,“ segir séra Vigfús Þór. „En 7. júlí verður ábyggilega einn af metdögun- um.“ Undir það tekur Ástbjörn Egilsson, kirkju- haldari í Dóm- kirkjunni í Reykjavík, en þar láta átta pör, jafnvel níu, pússa sig saman fyrsta laugar- daginn í júlí. „Þetta verður rosalegur dagur,“ segir Ástbjörn. „Við byrjum klukkan níu um morgun- inn og síðasta giftingin er klukkan níu um kvöldið, þannig að straumurinn verður nokkuð stöðugur allan daginn.“ Nokkrir prest- ar gefa brúð- hjónin saman í Dómkirkjunni þenn- an dag en Ástbjörn segir hvorki hann né annað starfsfólk Dómkirkj- unnar muna eftir öðru eins annríki á einum degi. „Það má segja að prestarnir verði í hálfgerðu akkorði,“ segir hann og hlær. Brullaupsfárið, ef svo má kalla, hefur heldur ekki farið fram hjá séra Jónu Hrönn Bolladóttur mið- borgarpresti. Að minnsta kosti tíu hjónaleysi hafa sóst eftir kröftum hennar 7. júlí og ekki færri leitað til eiginmanns hennar, séra Bjarna Karlssonar. „Miðað við hversu margar beiðnir okkur hafa borist finnst mér ekki ólíklegt að þetta sé met,“ segir Jóna. Illu heilli geta hjónin ekki gefið neinn saman á þessum degi. „Ég ráðstafaði sumar- fríinu fyrir jól og áttaði mig ekki á að 7. júlí myndi bera upp á laugar- degi, þannig að við verðum erlend- is þennan dag,“ segir Jóna. Hún býst þó ekki við að fólk lendi í vand- ræðum með að finna prest til að gefa sig saman. Hún telur að dag- setningin 07.07.07 sé fyrst og fremst aðdráttaraflið í augum verð- andi brúðhjóna. „Ég held að þetta helgist af umhyggjusemi kvenna svo mennirnir þeirra muni eftir brúðkaupsdeginum. Það má sjálf- sagt koma í veg fyrir mikla hjóna- bandserfiðleika með því móti,“ segir hún og hlær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.